2.kafli
Lupin og Snape

“Jæja, á ekki að segja hæ?” spurði Ron og brosti. “Ég er búinn að standa hérna í svona fimm mínutur og þú hefur ekki tekið eftir mér!”
“Jæja, góðan daginn,” sagði Harry. “Komdu þér inn fyrir og lokaðu á eftir þér!”
“Nú, hvað er að gerast?”
“Það leið yfir Lupin í morgun.”
“Hvað ertu að segja?” spurði Ginny var að koma inn í herbergið.“Og já, Hermione kemur á morgun.”
“Það leið yfir Lupin í morgun og hvað með það?” spurði Ron áhugalaus.
“Snape var óvenju, hvað getur maður sagt,” sagði Harry og hugsaði sig um í smá stund.
“Góður?” spurði Ginny
“Nei, frekar “almennilegur”,” sagði Harry. “Svo fékk hann svakalegan sting í merkið og ég í örið og hann spurði mig hvort að ég fyndi fyrir því.”
Ron starði á hann.
Þögn.
“Hvað á ég svo að segja? Það er Hermione sem kemur með svona gáfuleg komment!” sagði Harry þegar bæði Ginny og Ron höfðu horft á hann í smá stund.
“Ég held að hann hafi áttað sig á einhverju,” sagði Ginny loksins. “Einhverju sem tengir ykkur eða eitthvað. Annars hefur þetta bara verið tilviljun eða eitthvað.”
“Veistu hvernig þú-veist-hverjum leið þegar þú fékkst sting í örið?” spurði Ron ákafur.
Harry hugsaði sig um í smá stund og sagði svo:
“Ætli hann hafi ekki verið glaður. Það var eitthvað gott að fara að gerast við hann. Hann var að fara að hrinda einhverri ráðagerð af stað. Einhverju stóru og mikilfenglegu.”
Þau horfðu á hvort annað.
“Eitthvað stórt er að fara að gerast, eitthvað mikið,” sagði Harry loks.
“Ég hef á tilfinningunni að heimurinn sé í mikilli hættu um þessar mundir,” sagði Ginny og leit á Harry. “Við verðum að vara einhvern við!”
“Hvern?” spurði Ron. “Harry hefur hugboð um að eitthvað vont eigi eftir að gerast, ég meina það!”
“Það er rétt hjá Ginny. Við verðum að segja eitthvað við einhvern,” sagði Harry og stóð upp.
“En hvern?” spurði Ron aftur.
“Lupin,” sagði Harry.
“Nei,” sagði Ginny strax. “Hann er veikur.”
“Ég er aleg viss um að hann vill fá heimsókn frá nokkrum vel völdum gestum,” sagði Ron og brosti.
Þau löbbuðu að herberginu hans Lupins og börðu létt að dyrum. Ekkert svar. Harry opnaði dyrnar. Lupin var ekki þarna.
“Jæja hvað eigum við að gera núna,” spurði Ginny og krosslagði hendur.
Harry þagði.
“Komdu Ginny, förum niður í eldhús og athugum hvort að hann sé það,” sagði Ron og þau fóru saman niður í eldhús. Harry var enn í herberginu og svipaðist um. Þetta hafði verið herbergið hans Siriusar.
“Þú skilur ekki kaldhæðnina í þessu öllu saman,” sagði Snape allt í einu fyrir aftan hann eins og hann væri að tala við sjálfan sig. “Þú skilur ekki og þú munt aldrei skilja.”
“Og hvað er það svo sem ég mun aldrei skilja?” spurði Harry.
Snape roðnaði, eða í það minnsta kom aðeins gulur litur í kinnarnar.
“Ég er alveg viss um að þú mundir ekki skilja það,” sagði Lupin sem steig inn í herbergið.
Lupin horfði á Snape og Harry til skiptis. Það var greinilegt að augnaráð Snapes boðaði ekki gott.
“Snape, þú skalt ekki ræða það við hann, í það minnsta ekki núna, ekki um þessar mundir,” sagði Lupin svo yfirvegaður í tón að hálfa væri nóg.
“Þú skilur ekki hvernig það er…”
“Að vera öðruvísi?” botnaði Lupin fyrir Snape. “Serverus, ég veit betur en nokkur annar hvernig það er að vera öðruvísi. Ég veit hvernig það er að vera utanveltu og vera bara þannig að þú sért þarna og viljir ekki að neinna taki eftir þér.”
“Þú veist ekkert hvert ég er að fara,” reyndi Snape að malda í móinn.
“Hættu, þessum afsökunum,” öskraði Lupin næstum því, “ég er varúlfur!”
Harry horfði á Snape og Lupin sem til skiptis sendu hvor öðrum augnaráð á alkul á meðan Harry vissi ekkert hvert þeir voru að fara.
“Bíðið bíðið! Hvað eruð þið að tala um?” spurði Harry sem var algjörlega ruglaður í ríminu.
“Svolítið gamalt, en ekki gleymt málefni,” sagði Snape og leit undan, “Sem er best að geyma í bili.”
Snape gekk út úr herberginu hljóðum skrefum.
“Hvað gengur eiginlega á?” spurði Harry aftur. “Hvað er eiginlega að? Af hverju getur enginn bara sagt mér skýrt og greininlega hvað er að gerast hverju sinni? Eða hvað hefur gerst?”
Lupin leit á hann, beint í augun.
“Þú skilur ekki svo margt,” byrjaði Lupin.
“Hvað skil ég ekki? Ég hef horft auglitis til auglits við dauðann á næstum því hverju ári frá því að ég byrjaði í Hogwarts, og nú síðast,” Harry gat ekki sagt meira því að kökkurinn í hálsinum var of stór.
“Þú skilur ekki,” byrjaði Lupin aftur í föðurlegum tón. “Ég náði aldrei almennilega að kveðja föður þinn eða móður. Við vorum ekki í sem besta skapi þarna vikurnar áður en það gerðist. Ég og James lentum svo lítið upp á kant. Við töluðumst ekki við lengi og ég áttaði mér ekki á því fyrr en það var of seint.”
“Af hverju?” náði Harry að stama í gegnum kökkinn.
“Það er frekar barnalegt, hálfvitalegt sem snart bæði mig, Snape og James,” Lupin laut höfði. “Við vorum eitthvað svo barnalegir.”
Harry þagði og horfði á tærnar á sér. Hann hafði á tilfinninugnni hvert Lupin ætlaði að stefna umræðunni núna.
“Harry, hvernig hefur þér liðið?” spurði Lupin hann allt í einu
“Hvað ertu að tala um?” sagði Harry flóttalegur. Hann vildi ekki tala um tilfinningar sínar núna.
“Harry, hvernig líður þér vegna dauða Siriusar?”
Harry labbaði að glugganum og sagði loks:
“Það er eins og partur af mér sé farinn, það er eins og það sé gat í sálinni minn. Ég meina, Sirius kom og…” Harry gat ekki sagt meira. Hann settist ofan á vel um búið rúmið og leit niður og áður en hann vissi af var tár farið að renna niður úr augnkróknum.
“Harry, þú mátt ekki koma sökinni á þér. Þetta var slys! Þú hefðir ekki getað komið í veg fyrir þetta.”
“Ég veit, en það var samt mín heimska sem kom honum þangað. Þetta var mér að kenna!”
Lupin settist við hliðina á honum.
“Veistu, ég hef þurft að þola margt. Fyrst fóru foreldrar þínir, svo Sirius og Peter. Ég missti alla vini mína á nokkrum dögum. Svo fyrir þrem árum eða svo hitti ég Sirius og Peter aftur eins og þú veist. Hann kom mér á óvart, ég var búinn að gleyma hvernig Sirius leit út. Ég var búinn að gleyma hve lítill Peter hafði verið inn í sér. Það sem ég gerði var að gleyma. Ég gleymdi hvernig þeir höfðu hagað sér og ég gleymdi öllu sem snart Sirius, Peter, James og Lily. Það eru mestu mistök sem mér hefur orðið á á allri minni lífævi.”
“Hvað á það að þýða?” spurði Harry.
“Harry, þú átt ekki að gleyma. Þú átt að muna, muna eftir hverju andartaki sem þú áttir með honum. Þú átt að skirfa niður allt sem þú mannst og lesa það yfir reglulega,” sagði Lupin. Harry tók eftir því að það voru tár í augum hans. “Harry, það eina sem þú mátt ekki gera er að gleyma.”
Þeir þögðu þögulli þögn í smástund. Lupin var fyrr að rjúfa þögnina.
“Veistu hvað er það hræðilegasta sem til er í heiminum sem er jafnfram það magnaðasta?” spurði hann Harry.
Harry hugsaði sig um og fór að hugsa þegar hann hafði verið á skrifstofunni hans Dumbledores.
“Það er inni í leyndarmálastofnuninni ekki satt?” spurði hann.
“Já, en veistu hvað það er?”
Harry hristi hausinn.
“Það sem er það magnaðasta sem til er í heiminum sem er sterkara en allir kraftar heimsins til saman er að vísu það sem er geymt í leyndardómsstofnunn,” Lupin gerði smá þögn á ræðu sinni. “Það er minnið. Allar minningar sem til eru, eru geymdar í Leyndarmálastofnunni. Þær eru geymdar á góðum stað, allt í kringum mann.”
Harry horfði á Lupin.
“Ertu að segja mér að það hræðilegasta og það umfram allt fallegasta sem til er í heiminum séu minningar?” spurði Harry. Hann var frekar ráðviltu.
“Já,” sagði Lupin og brosti yfir undrum hans. “Það eru margir sem halda að það sé ástin sem sé það magnaðasta sem til sé í heiminum. Hún er að vísu mögnuð en hún er ekki eins mögnuð og allar minningar heimsins. Um leið og einhver deyr, þá fara allar minningarnar með honum til grafarinnar. Þá er ekki hægt að sækja þær aftur. Aldrei aftur,” bætti hann við þegar hann sá augnarráð Harry’s.
“Hvernig veistu þetta?” spurði Harry.
Lupin stóð upp án þess að svara og gekk út úr herberginu.


Hvernig er þetta? Ábendingar eru vel þegnar um hvað sem er!

Fantasia