10.kafli. Mun ég deyja

Hermione hljóp til baka. Hún vildi ekki heira meira, þetta hafði fleira en eitt að segja. Í fyrsta lagi var einhver búinn að komast að því hvað hún var að gera. Í öðru lagi voru foreldrar hennar að leyna henni einhverju sem hún vissi ekki að. Í þriðja lagi átti að myrða hana.
Hermione fór inn í leyniherbergið og settist niður í stól.
“Glasið,, stundi Hún örmagna upphátt.
Hún hafði gleymt því og öllu í sambandi við tímadrykkinn eftir að hún hafði heirt samtalið.
Hún leitaði á sér en sem betur var var það á sínum stað og hún lét það frá sér.
Draco var ekki kominn úr ferðinni á skrifstofu Dumbledores. Kannski hefði hann verið gripinn. Eða drepinn!
Hermione fann fyrir ótta og kulda. Röddin sem hafði hlegið bergmálaði inn í henni og henni varð kalt yfir því að hugsa um hana. Hún hafði aldrei heirt svona skelfilegan og óhugnalegan hlátur. Hún leitaði eftir teppi sem var þarna og breyddi því yfir sig. Hún var skelfingulostin og hafði ekki hugmynd um hvað hún ætti að gera, hugsa, spyrja, segja eða hvað sem er. Hún vissi aðeins á þessari stundu það sem hún hafði heirt. Ein að setningunum sem bermáluðu enþá inn í henni var
“Hún veit ekki alla söguna, ekki allann sannleikann. Foreldrar hennar vildu ekki segja henni það,,.
Hún vissi ekki hvað það var sem foreldrar hennar höfðu ekki sagt henni. Hún vissi bara að það var eitthvað. Eitthvað sem var svo mikilvægt að hún gæti sagt frá því. Eða að hún gæti orðið klikkuð.
Það sem bergmálaði mest í huga hennar fyrir utan hláturinn var
“Við drepum hana þegar komið er að því,,.
Hvenær var komið að því? Hvernig yrði hún drepin? Hvernig gæti hún komið í veg fyrir það?
Hermione vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það eina sem hún vissi var að eitthvað var að gerast, eitthvað meira en það sem hafði verið að gerast. Hún hafði einn dag fyrir næstu kennsludaga til þess að pæla sem mest í þessu og það sem meira var, að sækja fleiri hráefni.
Hermione var orðin þreytt og ákvað að bíða ekki eftir Draco. Hún skrifaði miða til hans og kom sér í Gryffindorvistina, ósýnileg eins og venjulega.
Á leiðinni varaði hún sig við hverja beigju við þann ótta að morðinginn biði hennar hvort sem hann var með sprota eða ekki.
Þegar hún var loksins komin inn í Gryffindorturn eftir langa leið, fór hún rakleiðis að sofa.
Þegar hún vaknaði var hún ekki lengur í Gryffindorturninum. Hún var í þröngum gangi. Það kom dauf birta af kyndlum sem stóðu til hliðar. Hún leit í kringum sig. Fyrir aftan hana voru hurðir en beint framundan eftir ganginum var ein hurð. Hún gekk að hurðinni en hurðin var læst.
“Alohomora,, sagði hún og það kom lítil rifa á milli hurðarinnar og veggjarins. Hermione opnaði hurðina og gekk inn. Hún stóð í hringlöguðu herbergi sem var líka líst upp af kyndlum með daufri birtu.
Hún leit fram fyrir sig og sá svartklædda veru. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var vitsuga. En veran kom ekki nær. Hún stóð kyrr.
Hermione sagði ekki neitt en þorði ekki heldur að hreyfa sig.
Allt í einu hóf veran sprota á loft. Hermione þreifaði eftir sprotanum sínum en áður en hún náði að taka hann upp hrópaði veran “Avataketavra,,.
Hermione seig niður á gólfið og kvaldist. Hún reyndi að berjast við sársaukann en hann var of sterkur. Hún heirði skelfilega hláturinn aftur. Hún var að deyja. Hún fann stöðugt til hún………

Hermione hrökk upp úr svefni. Í leiðinni valt hún niður á gólf. Hún fór aftur upp í rúmið. Svitinn lak af henni og hún var svolítið áttavilt. Hún leit í kringum sig til að vera viss um að vera enþá á sama stað og hún fór að sofa á. Hún fann að hún var enþá á lífi en hafði ekki gert sér grein fyrir því vegna hræðslunar við þennan ógnvekjandi hlátur. Um leið og Hermione hugsaði um hann fór hrollur um hana og hún skalf í smástund. Klukkan var bara fjögur en Hermione þorði ekki að sofna aftur. Hún hvíldi sig og hugsaði um drauminn og leit alltaf vel í kringum sig. Þetta gerði hún þangaði til klukkan var orðin sjö. Þá klæddi hún sig og fór út úr Gryffindorvistinni. Núna var sunnudagur og hún hafði heilan dag til þess að safna saman nokkrum efnum. Vandamálið var bara hvað efnin sem þau áttu eftir voru einhvers staðar út í heiminum.
Hermione fór niður í sal og fékk sér að borða.
Þegar hún var búin að fá sér að borða fór hún í leyniherbergið. Hún gekk mjög hægt og gáði mjög vel í kringum sig.
Þegar hún var komin inn í leyniherbergið var Draco kominn.
“Afhverju ertu alltaf á undan mér?,, spurði Hermione.
“Bara fljótari að borða,, svaraði Draco.
Hermione skildi það ekki því henni hafði alltaf fundist hún svo fljót að borða, en hún hugsaði ekkert um það. Það sem var núna á dagskrá var að ná í hin hráefnin.
“Hvað er hugsanlega léttast að ná í?,, spurði Hermione óviss um að fá svar því margt af þessum efnum gat verið hinumegin á hnettinum.
“Ja, það er nú ekki mjög létt að ná í tönn úr rewens hákarli verð ég að segja,, svaraði Draco “En eitthvað getur verið létt,,
Hermione leit snögglega í bókin.
“Já, eins og certine sem finnst einhversstaðar í suður Ástralíu,, sagði Hún.
Draco gretti sig og tók bókina og skoðaði eitthvað.
“Jamm, eða grafwe sem finnst einhversstaðar í Gabon,, sagði hann svo með leikinni rödd sem átti að vera Hermione.
“Ok, vá, ég sagði nú bara svona,, sagði Hermione og fannst þetta ekkert gaman lengur.
“Ok, allt í lagi,, sagði Draco.
Hermione tók bókina og leitaði eftir einhverju einföldu.
“Hvað með þetta,, sagði Hermione og benti á eitt hráefnið sem var á listanum.
Draco kom til hennar og leit á það sem hún benti á.
“Qecdi?,, sagði hann undrandi röddu “Hvað í ósköpunum er það?,,.
“Ég held að það sé einhver planta,, svaraði Hermione “Hún finnst í Coahuila í Mexíkó,,.
Draco leit á hana.
“Aha, og hvernig komumt við til Mexíkó?,,.
“Kannski við tilfly…….,, sagði hún en hætti svo við.
Ástæðan fyrir því var hvar þau ættu að finn tilflutningstæki.
“Tilflytjumst, já, sniðugt en hvar fáum við svo tilflutningshlut til þess?,, spurði Draco.
Hermione hugsaði sig um en man svo allt í einu eftir galdraþulubókinni. Hún hafði lesið það einhversstaðar. Kannski ekki þar. Það hefði verið allt of mikil áhætta að setja svoleiðis galdraþulu í bók sem allir kæmust í.
“Ég las það í einhverri bók, ég man ekki hverri, en ég held að galdurinn sé að flytjast úr stað,, sagði Hermione.
Draco var mjög ánægður með þá tillögu en allt í einu fattaði hann svo gallann.
“En….,, sagði hann “Hver er galdraþulan?,,
Hermione hafði lesið þetta fyrir löngu. Hún var ekki viss um hver galdraþulan var.
“Ég held að hún hafi verið,, sagði hún en vissi ekki hvað hún ætti að segja næst.
Draco beið örvæntingafullur eftir því sem kæmi næst en Hermione var mjög lengi að hugsa. Eftir um kortér fannst henni sem hún myndi eftir galdraþulunni.
“Ég held að það hafi verið trezdar,, sagði hún.
“Ef við prufum og það er ekki rétt, þá gætum við…,, Draco þagnaði í miðri setningu og gaf henni augnaráð sem Hermione skildi um leið hvað hann var að tala um, hvað sem er gæti gerst.
“Við gætum tekið áhættuna,, sagði hún en var ekkert sérlega vel við orðin sem hún hafði endað við að segja.
“Já, en það gæti kostað okkur lífið,, sagði Draco.
Hermione hugsaði sig um. Hún man eftir setningunni sem hún hafði heirt kvöldið áður.
“Við drepum hana þegar komið er að því,,.
Hún yrði kannski hvort sem er drepin. Þó að þetta myndi takast. Það tók hana langan tíma að ákveða hvað hún myndi gera.
“Ok, ég skal taka áhættuna,, sagði hún loks.
Draco leit á hana áhyggjufullur á svip.
“Ertu alveg viss?,,
“Já, ég ætla að fara,, svaraði hún.
Hermione tók sprotann sinn og hóf hann á loft.
“Allt í lagi,, sagði hún upphátt “Ég “fer” til Mexíkó,ef ég kemst, ef það tekst þá kem ég aftur til baka. Hún hóf sprotann á loft og ætlaði að segja trezdar en Draco stoppaði hana.
“Hvað?,, spurði hún og setti sprotann niður.
“Ef einhver er þarna þegar þú lendir þá verður hann svolítið, ja, sturlaður eða þú veist hvað ég meina,, svaraði Draco henni.
“Ok,, sagði hún “Ég geri bara erexteri og svo geri ég trezdar, en hverjar eru líkurnar á að einhver sé þarna?,, spurði Hermione.
“Fer eftir hvar þú lendir,, svaraði Draco.
Hermione sagði ekki neitt. Hún ætlaði núna að fara að leggja líf sitt í hættu. Hún gat endað hvar sem var.
“Erexteri,, sagði hún og hún varð ósýnileg. Hún beið smástund.
Hún var að safna kjarki.
“Trezdar Coahuila,, sagði hún svo.