Hæ, ég var að gera svona fanfic, og ég vona að ykkur þyki það flott, segiði bara til um það þegar þið eruð búin að lesa…

1.kafli – spoiler
Harry hrökk upp við hátt, vanþakklátt væl í Hedwig. Hann reisti sig upp til hálfs í rúminu, og kom þá auga á eitthvað grátt, loðið fyrirbæri sem flögraði um herbergið með samanvafið bókfell
bundið við annan fótinn. Harry greip Grísling þegar hann flögraði yfir rúminu hans, og reindi að losa bréfið með miklum erfiðismunum á meðan uglan hoppaði til og frá í loftinu og skrækti glaðlega.
Á endanum tókst þetta, og Harry grúfði sig yfir bókfellið.

Harry,
Ég var að spyrja mömmu um eitt alveg ótrúlegt! Ég var að spá í hvort þú kæmist í heimsókn núna bráðlega, því þú verður að heira þetta! Við erum samt ekki búin að fá formlegt leyfi fyrir þessu, en vonum það besta. Við erum núna í Hreisinu, mamma og pabbi tóku sér nokkura vikna frí frá störfum Fönixreglnnar. Sendu mér endilega uglu um hvort eða hvenær þú kemst!
Ron

Harry iðaði í skinninu yfir því að fá að vita hvað það hefði verið sem Ron hafði spurt um, og honum langaði rosalega í heimsókn til Hreisisins. Hann þurfti svo sannarlega á uppliftingu á að halda eftir dauða Siriusar. Vandamálið var bara hvernig hann kæmist þangað. Durseyfjölskildan var búin að negla aftur fyrir arininn, svo ekki gat hann notað flugduft, hann tæki ekki próf í tilflutningi fyrr en á næsta ári, og varla gæti hann fengið far hjá Riddaravagninum, því að hann hafði ekki hugmynd um í hvaða landshluta Hreisið var.
Harry ákvað að fara niður í morgunmat og spá aðeins í þessu. Hvernig í veröldinni átti hann að komast til Rons?
Þegar hann kom niður í eldhús voru Dursleyhjónin inn í stofu, en Dudley hafði farið í heimsókn til Marge frænku. Svo hann fékk að vera í friði með hugleiðingum sínum meðan hann borðaði. Svo þegar hann var búinn með matinn fór hann inn í stofu, en snarstoppaði á leiðinni.
“Hvar getum við í þá haft hann á meðan? Vernon, við erum búin að ræða þetta, ég verð ekki með hann ein!”
“sko, við verðum að þykjast vingjarnleg, Petuina, svo hann sendi ekki þetta lið sitt af stað!”
“Vernon, þú heirðir hvað ég sagði, hann fer etthvert! Hvar er hægt að hafa hann á meðan þú ert í burtu?”
“hvað með hjá frú Figg…?”
Harry skælbrosti, frú Figg! Auðvitað, hann gæti fengið flugduft hjá henni. Svo af því að Petuina frænka og Vernon voru greinilega á þeim dúr að losna við hann, þá væri ekkert mál að biðja um leifi fyrir að fara til Rons. Hann ákvað að að láta sem ekkert væri, að hann hefði ekki heirt neitt af því sem fram fór.
“Heirðu, Vernon frændi?” sagði hann þegar hann þegar hann kom inn í stofuna.
“Hvað stráksi?” sagði Vernon og þóttist vera að lesa blaðið í sófanum.
“Ron, vinur minn, spuði hvort ég mætti koma í heimsókn, og ég var spá í hvort þið leifðuð…”
Vernon gaut hornauga í Petuinu sem stóð niðurlút útí horni. Hún hugsaði sig andartak um, og kinkaði svo treglega kolli.
“Jæja þá, ef þú ert hjá honum það sem eftir er sumars! Ég er nefnilega að fara í stóra viðskiftaferð til Glasgow í nokkrar vikur”
“já, það er örugglega hægt!” sagði Harry og reindi að dylja brosviprurnar, honum hafði tekist það! En þegar hann var að ganga út spurði Vernon allt í einu,
”hvenær ferðu svo?”
“Ætli ég verði ekki farinn áður en þið vaknið á morgun.” um leið og hann var búin að segja þetta langaði hann til þess að bíta úr sér tunguna. Hann vissi ekkert hvaða tími hentaði Weasleyfjölskildunni að fá hann, og það sem mera var, hvort frú Figg gæti tekið við honum á þessum tíma.
“Fínt, og farðu nú upp í herbergi til þín,”
Harry flítti sér upp í herbergið til að skrifa frú Figg, það var meira áriðandi en að spyrja Ron.

Kæra frú Figg,
Ron Weasley, vinur minn úr Hogwartskóla, spurði mig hvort ég vildi koma í heimsókn til sín, en ég hafði bara ekki hugmynd um hvernig ég gæti komst til hans. Þá datt mér allt í einu í hug hvort ég gæti fengið að nota flugduftið hjá þér klukkan sirka níu á morgun. Sendu endilega svar með Hedwig sem fyrst.
Bestu kveður, Harry Potter

Hann vissi að þetta var frekar asnalegt, en við því var ekkert að gera. Hann reindi að binda þetta á Hedwig, en Gríslingur flaug sífelt fram fyrir hana og vildi greinilega fara með bréfið. Harry tókst þetta að lokum, og hvíslaði svo stríðnislega að Hedwig, “varaðu þig á köttunum!” Hedwig vældi virðulega og nartaði í nefið á honum, meðan Gríslingur horfði öfundsjúkur á.
“Rólegur, þú færð annað bréf til Rons” sagði Harry við Grísling og sá síðarnefndi trilltist nærri af gleði. Svo byrjaði hann á bréfinu til Rons.

Ron,
ég var að spá í að koma til ykkar klukkan níu í fyrramálið, samt veit ég ekki hvort ég kemst því að ég þarf að fara með flugdufti frá frú Figg, og hún er ekki búin að segja til um hvort ég megi það, svo þú skalt ekki endilega búast við mér. Ef þessi tími hentar ykkur ekki, þá verð ég bara að fara aftur til baka, því Gríslingur nær örugglega ekki að fara báðar leiðir fram og til baka á einum degi með bréf.
Harry

Hann batt þetta við fót uglunnar og horfði á hana svífa lengst í burtu út um gluggann.
Harry notaði þennan hálftíma sem hann var að bíða eftir bréfi frá frú Figg til að tína saman skólabækur af gólfinu og brjóta saman buxur í koffortið.
Eftir að honum fanst heil eilífð, heirði hann léttan vængjaslátt við gluggann og sá Hedwig með bréf í gogginum. Hann flítti sér að opna gluggann og Hedwig slepti bréfinu í kjölltuna á honum. Harry las bréfið í flýti og hann varpaði öndinni léttar.


Kæri Harry,
Þú mátt endilega koma og nota flugduftið hjá mér ef þú þarft að komast til vinar þíns, við sjáumst bara klukkan níu á morgun.
Arabella Figg

Hann notaði því afgangin af deginum í að pakka saman og skemmti sér bara ágætlega meðað við hvað þetta var venjulega grútleiðinlegt verk.
Harry vaknaði klukkan korter yfir átta næsta dag, og fór að koma sér á fætur. Hann lennti reindar í smá vandræðum þegar hann skrikaði fótur í stiganum og datt niður nokkrar tröppur með koffortið ofan á sér. Þetta varð þó allt í lagi, fyrir utan auma tá og marblettað hné, því Vernon frændi vaknaði ekki.
Svo var hann næstum aftur dottinn á tröppunum hjá frú Figg þegar einn kötturinn læddist leiftursnöggt hjá. Hann slapp þó og hringdi dyrabjöllunni.
Frú Figg tók á móti honum í bleikum náttslopp, með rúllur í hárinu og með bolla sem innihélt heitt te í hendinni.
“Sæll, Harry, komdu inn” þegar Harry kom inn tók á móti honum rammur kattafnykur, og þrír kettir komu mjálmandi á móti honum.
“Svona, burt burt, Harry ætlar bara að nota eldstæðið hérna. Harry minn, viltu ekki fá eitthvað í svanginn?” Harry, sem var heldur óvanur þessum vinalegheitum frá frú Figg, hristi bara kurteisislega höfuðið.
“Nei takk, ég vil bara komast sem fyrst til Rons.”
“Jæja þá, ég kveikti á eldstæðinu fyrir klukkutíma, komdu bara inn í stofu.”
Þau gengu inn í stofuna, og þar logaði glatt í arninum. Frú Figg hjálpaði Harry að koma koffortinu upp í arininn. Hún rétti honum handfylli af flugdufti, harry sagði “bless g takk” “bless, og góða ferð vinur” sagði frú Figg og Harry hellti flugduftinu yfir sig og sagði hátt og skírt, “Hreisið” og frú Figg hvarf sjónum hans.
Hann snérist marga, marga, hringi og passaði sig á því að halda olnboganum þétt að sér. Allt í einu datt hann killiflatur niður á gólfið í Heisinu.
“Ron?” kallaði hann, en enginn svaraði, hann kallaði aftur, en það svaraði samt enginn. Honum fannst þetta hálf óhugnarlegt, einsog hann væri þarna í leifisleysi eða eitthvað.
Allt í einu geistiust niður stigann Ron ,Hermione, Ginny, Fred og George.
“Harry, er allt í lagi með þig?” sagði Hermione áhyggjufull og ætlaði að hlaupa til hans.
“Auðvitað er allt í lagi með hann!”sagði Ron og ýtti Hermione frá. “Hæ Harry!” bætti hann glaðlega við.
Þau hin heilsuðu honum líka og hjálpuðu honum að bera koffortið uppí herbergið hans Rons. Á leiðinni upp stigann mættu þau frú Weasley, sem var furðu lík frú Figg í klæðaburði þennan dag.
“Ó, blessaður, Harry minn, gaman að sjá þig!” sagði hún og faðmaði Harry að sér.
“Þú kemur svo niður í eldhús og færð þet eitthvað í svanginn, vinur.”
“Já, takk frú Weasley”sagði Harry og frú Weasley hélt áfram niður stigann og þau héldu upp í herbergið hans Rons. Umbúin dína var á gólfinu, en Hermione svaf inni hjá Ginny.
Þegar þau komu niður í eldhús, og Harry var búin af fá vænan skamt af pylsum, spældum eggjum og ristuðu brauði á diskinn sinn, gat hann ekki setið á sér.
“Hvað var það sem þið spurðuð um?” spurði hann spenntur.
“já, vel á minnst…” sagði George við mömmu sína, “er Dumbledore búin að gefa leifi?”
Dumbledore, þetta hlaut þá að vera eitthvað svaka merkilegt.
“Nei, og þið megið alls ekki gera ykkur of miklar vonir! Fyrst þarf Dumbledore að gefa sitt leifi, og ég og pabbi þinn eigum líka að hugsa þetta aðeins, áður en við sendum börnin okkar útí slíka vitleisu! Og ef svo færi að þið mættuð þetta, þá þyrfti að útvega handa ykkur fullt af hlutum, og hvernig okkur tekst það nú, það veit ég ekki!”
“Um hvað eruð þið eiginlega að tala?” spurði Harry óþolinmóður.
Frú Weasley dæsti.
“Fred og George byrjuðu með sínar pælingar, og síðan þróuðust umræðurnar þar til Ron fór líka að spá í þessa hluti…”


Hvernig er þetta svo? Á ég að gera framhald?