Hér er kominn 11.kaflinn af Dropanum mínum. Hann er mjög stuttur en allar sögur hafa stutta kafla. :P Vona ykkur líki…
Annars er ég að reyna láta þetta gerast hraðar svo sagan nái yfir skólaárið án þess að vera 100 kaflar…



“En allavega þið ættuð að fara aftur í rúmið og þið vitað að ég mun tala við McGonagall svo þið getið átt von á eftirsetu miðum fljótlega. En á meðan ég man, hvernig er það sem það er skipulagt að þið sitjið eftir?”

Hann var mjög kíminn á svip.

Harry fór svolítið hjá sér þegar hann svaraði, “við eigum að fara í skóginn ásamt Dobb.”

“Mér datt það svona í hug. Þá verður það þannig.”

“Taktu nú þessa fallegu skikkju þína Harry og farið strax í rúmið.”

“Já prófessor.”

Fljótlega lágu þau öll í rúmunum sínum og sváfu. Arimule til fóta hjá Martin því það hefði verið synd að vekja Hagrid svona snemma.





11.kafli

Harry, Ron og Martin vöknuðu við hátt öskur. Það kom frá rúminu hans Nevills, Arimule hafði vaknað snemma og flögrað uppí rúmið hans á skoðunarferð sinni og líkað svo vel við hann að hann ákvað að vekja hann með einum, blautum sleik yfir andlitið.

Dagarnir voru fljótir að líða eftir þetta. Svo kom að því, prófessor Dobb kom til þeirra í matartímanum, í síðum kyrtli með hettu á sem að þessu sinni var dökk blár. Hún rétti þeim þrem, Harry, Martin og Saskiu hverju sinn miðann. Á þeim stóð allt það sama:

“Eftirseta í kvöld klukkan 12 í Forboðna skóginum. Hittið prófessor Dobb við stóru hurðina. Og hafði hugfast, þetta er engin skemmtiför heldur eftirseta.”

Reyndar hafði verið bætt á miðann hans Harry “það veistu af eigin raun.”

Dagurinn leið fljótt. Og loksins kom kvöldið. Þau biðu spennt í andyrinu eftir Morgönu. Þau voru öll klædd í síða, dökka kyrtla. Þögnin var þrúgandi. Þá skyndilega þurfti Harry að hnerra. Hann var ekki búinn að ná andanum þegar Saskia hellti sér yfir hann.

“Á ekki bara að hræða úr manni líftóruna??? Ég hélt ég fengi hjartaáfall!”

Martin byrjaði að hlæja.

“Og svo stendur þú bara hér og hlærð eins og…”

Saskia náði ekki að klára því Morgana kom labbandi.

“Hehe, róaðu þig aðeins niður áður en við leggjum af stað. Það er ekki gott að vera mjög reiður ef þú ætlar að vera alveg sallarólegur heila nótt í Forboðnaskóginum.”

“Hvernig veist þú það.” Það var Martin sem spurði.

“Ég hef komið þangað áður. Það er ekkert nýtt að láta nemendur sem brjóta af sér hýrast í skóginum. En komið, við verðum að drífa okkur af stað.”

Það var dimmt úti, tunglið faldi sig greinilega bak við ský.

Harry tók upp sprotann sinn, “lumos” það varla heyrðist en það kviknaði á sprota Harrys. Hin gerðu eins.Harry tók eftir því að Morgana virtist frekar vilja ganga í myrkrinu.

Það brakaði og brast í greinunum undir fótum þeirra þegar þau gengu inn í skóginn.

Þau voru búin að vera þarna í 3 klukkutíma og ekki búin að sjá ummerki um einu sinni venjulega einhyrninga.


Krakkarnir voru að því komin að gefast upp þegar Morgana kallaði á þau. “Komið, komið strax!”

Þegar þau komu sáu þau að Morgana stóð álút yfir einhverju. Við fyrstu sýn vissi Harry ekki einu sinni hvað hann átti að halda. Þetta var einhvern veginn gyllt slím. Hann vissi að þetta var ekki einhyrningsblóð því hann hafði séð það og það var öðruvísi.

“Hvað er þetta.” Harry fann til léttist það var ekki hann sem þurfti að viðurkenna að hafa ekki hugmynd um hvað þetta var.

“Þetta er það eina sem sýnir staðinn þar sem einhyrningar hafa átt folöldin sín. Hér hefur greinilega, hún stakk puttunum ofan í slímpollinn, fæðst folald mjög nýlega.”

Hún gekk af stað. “Komið þau geta ekki verið langt undan.”

En Morgana, af hverju ætlum við að finna bara einhverja einhyrninga? Ég hélt við leituðum af þeim svarta.”

“Einhyrningar eru kannski ekki miklar félagsverur en þeir forðast ekki hvorn annan ef þeir vita af fleiri. Svo ef við finnum einn ættum við að geta fundið annan ef við erum heppin.”

Skyndilega snarstoppaði hún og á næsta andartaki skildi Harry hversvegna. Þau voru að ganga inn í lítið rjóður og í því miðju lá einhyrningsmóðir með lítið gyllt folald og karaði það.