9.kafli. Hráefni í nálægð

Morguninn eftir vaknaði Hermione sem hafði eiginlega ekkert sofið um nóttina og var mjög þreytt eftir gærkvöldið. Ein spurning hafði vakið fyrir henni alla nóttina og hún var einfaldlega þessi “Hvað myndi gerast út af vitsugunni?,,.
Það vissi hún ekki og vildi helst ekki vita það. Það var þó bót í máli að það var laugardagsmorgun og engin kennsla.
Hún klæddi sig og fór niður í morgunmat. Þegar hún kom niður sá hún að kennararnir voru frekar órólegir og hún vissi vel afhverju.
Hermione sast við Gryffindorborðið og fékk sér að borða. Þegar uglurnar komu með póstinn kom líka uglan með spámannstíðindin handa Hermione og hún borgaði uglunni og lagði blaðið á borðið. Önnur ugla sveif fyrir ofan og sleppti bréfi sem lenti hjá Hermione. Á því stóð einungis “Hermione,,. Það fannst henni frekar skrýtið. Vanalega stæði fullt nafn eða eitthvað fleira.
Hún sá að stafirnir voru gerðir í flýti svo hún reif bréfið strax upp.
“Hermione, má ég fá blaðið þitt lánað,, spurði Harry.
Hermione kingaði kolli og Harry tók blaðið. Hermione var niðursokkin í bréfinu sem hljóðaði svona:

Hermione
Ég heirði í Filch í gær og gerði mig ósýnilegan.
Ég elti ykkur og heirði lygasöguna þína.
Hún var ekkert mjög góð og ég trúi því ekki að McGonagall hafði trúað þér. Hún hefur örugglega verið svo þreytt og ekki hafa vitað hvað væri í gangi. En það slæma við þetta er að nú verður sett öryggislið um allan skólann. Þá er ekki víst að við komumst í skóginn hvort sem við erum ósýnileg eða ekki.
Engu að síður, hittu mig í þú veist.
kv. Draco

Hermione stakk bréfinu í vasann og leit yfir á Slytherinborðið. Draco var ekki þar.
“Hermione,, sagði Ron.
“Já,, sagði Hermione og snéri sér við.
“Sjáðu þetta,, sagði Harry og rétti henni spámannstíðindin.
Hermione tók við þeim og las greinina sem þeir bentu henni á.
Það tók hana smástund að jafna sig. Það hafði verið þetta sem Draco var að tala um. Ekki það að þetta hefði verið Hogwarts vandamál. Nú var þetta komið í blöðin.
“Strákar, ég þarf að fara, bæ,, sagði hún og flýtti sér í burtu.
Hún fór að leyniherberginu en gætti þess að enginn sæi hana. Sem betur fer var enginn nálægur og hún fór inn.
Þegar hún kom inn sá hún Draco sem var að kíkja í bókina.
“Hvað var það aftur sem við ætluðum að ná í fyrst?,, spurði hann og snéri sér við.
“Við ætluðum að ná í furuköngulinn,, svaraði hún “Við ætluðum í kvöld,,. “Eða, við getum farið núna,, sagði Draco og leit á Hermione sem skildi ekki hver munurinn væri.
“Afhverju, núna?,, spurði hún.
“Ég held að öryggisliðið sé ekki eins mikið á daginn og á nóttunni,, svaraði Draco henni og hún var samasinnis.
“Við skulum þá fara núna,, sagði Hermione “Við bíðum eftir hinum rétt inn í skóginum,,.
Hermione gekk að útganginum og staðnæmdist þar.
“Já, ég gleymdi sprotanum hérna í gær,, sagði hún og gekk að borðinu þar sem hún hafði skilið hann eftir.
“Erexteri,, sagði Hermione og varð ósýnileg. Hún gekk aftur að útganginum og fór út. Hún sá að eftir smástund opnaðist útgangurinn og enginn kom út. Draco var líka kominn. Hún gekk eftir ganginum og fór eftir honum og svo inn í næsta gang alveg þangað til hún kom út. Svo hélt hún áfram eftir stígnum og beigði svo út af, gekk fram hjá kofanum hans Hagrids og fór inn í fornboðna skóginn. Þegar hún var komin nokkran spöl inn í skóginn gerði hún sig sýnilega og beið eftir Draco. Hún þurfti ekki að bíða lengi. Etir smá stund heirðist rödd segja “Erexteri,, og Draco kom í ljós.
“Förum þá inn,, sagði Hermione og byrjaði að labba af stað en svo heirði hún eitthvert hljóð og leit við. Draco var horfinn. Ekki hafði hann gert Erexteri því þá hefði hún heirt það. Svo leit hún fram fyrir sig og sá svartan kött. Hún vissi að það var Draco svo hún breytti sér líka. Hún flaug fyrir ofan Draco og þau skimuðu bæði í allar áttir.
Eftir um hálftíma þá var Hermione orðin svolítið þreytt og ákvað að kvíla sig. Hún sá stórt tré framundan og ákvað að kvíla sig í því. Hún fór þangað og sast á eina greinina. Draco elti en umbreyttist um leið og hann kom að trénu.
“Hermione, þetta er tréð,, sagði hann og benti upp í tréð.
Hermione leit í kringum sig og sá að hún var í háu, stóru tré. Hún sá líka að mörghundruð leðurblökur hvíldu á kvolfi á greinunum og svo leit hún efst upp og þar sá hún í furuköngulinn. Hún hóf sig til flugs og flaug upp á toppinn. Hún sleytt hann af trénu og hélt á honum milli klónna. Svo rétti hún Draco köngulinn og umbreytti sér.
“Jæja, eitt komið,, sagði hún og þau fóru af stað til baka.
“Afhverju skrifuðum við ekki niður það sem við þurfum. Annars þurfum við alltaf að fara til baka,, sagði Hermione. Draco dró upp blað og rétti Hermione og á því stóð allt sem var hægt að fá nálægt Hogwartsskóla. “Fjöður af Trexu,, las Hermione upphátt.
“Hagrid,, sagði Draco.
Hermione mundi þá eftir Trexunum sem þau höfðu þurft að umgangast í einum tímanum hjá Hagrid. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt þar sem þær voru óþarflega slímugar meðað við það að þær voru fiðraðar.
Þegar þau voru komin gerðu þau sig ósýnileg og fóru í átt að kofanum hans Hagrids. Þar fóru þau að einni girðingunni og sáu trexurnar sem láu þarna í snjónum og sváfu. Hermione beið smástund til að safna í sig kjarki svo hún gæti slitið eina fjöður af einni trexu því hún hafði helst ekki viljað snerta trexu aftur.
Á meðan hún beið þá sá hún að einni fjöður var kippt af einni trexunni sem brá svo að hún urraði og urrið í einni trexu er nógu hátt til að vekja heila borg. Þess vegna hélt Hermione fyrir eyrun og sá að Hagrid kom út og fór að annast trexuna. Þegar hann var farinn aftur inn var trexan búin að jafna sig og engin hljóð bárust frá henni.
“Draco, ertu þarna,, hvíslaði Hermione.
“Jebb,, sagði Draco.
“Förum núna aftur í leyniherbergið og skilum þessu,, sagði Hermione og gekk af stað.
Hún var en dálítið lömuð í eyranu eftir byrjunina á öskrinu í trexunni en var samt alveg búin að jafna sig. Hún var komin með tvö efni en þurfti samt miklu fleiri og hver vissi hvað þessi drykkur þyrfti að vera lengi í pottinum. Kannski í svona tvo mánuði eða meira. Hún vissi það ekki því hún hafði ekki lesið allt sem stóð í uppskriftinni.
Þegar hún var komin í leyniherbergið gerði hún sig sýnilega. Draco kom á sama tíma og setti efnin í eina af hillunum sem voru þarna.
“Nú erum við komin með tvö efni,, sagði Hermione og las yfir uppskriftina í bókinni.
“Við þurfum að fara inn á skrifstofu Snapes til að ná í næsta efni,, sagði Hún.
“Þá verðum við að fara í kvöld,, sagði Draco “Því þá er hann á vakt en ekki inni á skrifstofunni,,. Hermione kingaði kolli.
“Já og ekki gleyma sprotanum,, mynti Draco hana á og Hermione gáði að sprotanum.
“Við hittums hér klukkan tólf,, sagði hún og fór svo burt. Hún fór í Gryffindorturninn og beið þar til kvölds.
Þegar klukkan var orðin tólf fór hún í leyniherbergið. Draco var kominn.
“Ég var að spá í,, sagði hann “Ef þú færir að ná í efnin hjá Snape og ég sæki önnur,,.
“Ja, það sparar tíma,, svaraði Hermione og þau ákváðu að gera það. “Erexteri,, sagði Hermione og hún varð ósýnileg. Hún gekk að útganginum og fór fram. Hún fór eftir göngunum og fór svo niður í díflissunar. Henni datt í hug að þar gætu líka verið efni sem hún þyrfti á að halda. Hún tók pappírssnepil upp sem hún hafði skrifað á upp efnin sem gætu fundist í kennslustofu- og skrifstofu Snapes. “ Margetry,, sagði hún upphátt og leitaði í hillunum. “Það hlýtur að vera einhversstaðar hérna,, hugsaði hún upphátt og skoðaði glas sem var merkt einhverju allt öðru. Hún leitaði en fann í staðinn unster sem þurfti líka í drykkinn og tók hann. Hún var búin að finna mörg efni sem þurfti í drykkinn en vantaði enþá margetry og datt í hug að það væri á skrifstofu Snapes. Hún fór úr díflissunum og fór á skrifstofu Snapes. Þegar hún kom þangað og opnaði hurðina var Snape þar inni sem brá mjög við að hurðinni væri lokið upp. Hermione brá líka þegar hún sá að Snape var á skrifstofunni en ekki á vakt en hló með sjálfri sér við þá tilhugsun að hann hefði haldið að enn ein vitsugan væri nú komin, nema bara inn í kastalann en honum virtist létta þegar hann sá að enginn stæði fyrir utan.
Hann gekk að dyrunum og lokaði þeim en Hermione var þegar komin inn. Nú þyrfti hún að passa að hann sæi ekki hana taka eitthvað. Hún gekk að hillunum og athugaði hvort hún findi margetry. Þegar hún hafði leitað í öllum hillunum hafði hún ekki fundið neitt. Eini staðurinn sem var eftir var var á skrifborðinu og Snape sat einmitt við skrifborðið. Hermione hugsaði hvað hún ætti að gera en datt ekkert í hug.
Þegar hún var enþá að hugsa um hvað hún ætti að gera byrjaði hurðin allt í einu að skellast fram og til baka. Snape hrökk upp við það.
“Hvað er eiginlega að þessari hurð,, sagði hann og gekk til hurðarinnar. Hann reindi að stoppa hana en hún var greinilega sterkari. Hermione notaði tækifærið og leitaði á skrifborðinu. Hún fann margetry og tók það. Um leið og hún tók það hætti hurðin að skella og Snape lokaði henni og gekk að skrifborðinu sínu og sast niður. Hermione fór að hurðinni opnaði hana og skellti á eftir sér.
Núna var hún búin að finna fullt að efnum og var hæst ánægð með það. Hvers vegna hurðin hafði látið svona skildi hún ekki en hún lét það ekki á sig fá og gekk áleiðis að leyniherberginu.
Þegar hún var komin þangað inn og búin að setja efnin í hilluna heirðist erexti galdurinn og Draco kom í ljós.
“Hvernig fannst þér hurðaskellurinn?,, spurði hann.
“Varst það þú, þetta var mjög sniðugt, hvernig vissuru af mér?,, spurði hún.
“Ég var bara köttur, ég gekk framhjá og sá þig,, svaraði hann.
“En, hurðin var lokuð,, sagði Hermione “Og ég var ósýnileg,, bætti hún við.
“Ekki spyrja mig, ég sá þig bara,, svaraði hann og þau hættu að hugsa um þetta.
“Okkur vantar enþá efni sem eru hérna í nálægð. Okkur vantar erventeri og drefgan,, sagði Hermione og Skoðaði betur í bókinni.
“Ég held að erventeri sé í díflissunni,, svaraði Draco henni.
“OHH, þarf ég þá að fara aftur í þetta ógeð,, sagði hún og hristi hausinn sem þýddi að það væri langur vegur frá að hún færi. “Hvað er það annars?,,
“Mér skilst að það sé einhverskonar vatn eða einhver vökvi,, svaraði Draco.
“En hvað er drefgan?,, spurði hún og vonaði að það væri eitthvað gott sem fengist út úr því.
“Mér skilst að það sé eitthvað sem er klístrað og er á skrifstofu Dumbledores,, svaraði Draco henni og Hermione hristi líka hausinn við því. “Þú verður bara að velja hverju þú vilt ná,, sagði Draco.
Hermione hugsaði sig smástund um. “Ég held að ég vilji ná í erventeri,, sagði hún svo.
“Bara af því að það er ekki slímugt,, sagði Draco og leit á hana með vanþókknunarsvip.
“Nei, ég vil bara frekar fara í díflissuna,, svaraði hún en ástæðan var einfaldlega sú að hún vildi ekki fara á skrifstofu Dumbledores og heldur ekki snerta eitthvað slímugt og ógeðslegt.
“Aha,, sagði Draco og fór af stað.
“Bíddu Draco,, sagði Hermione og rauk á eftir honum.
“Hvað,, svaraði hann.
“Klukkan er orðin svolítið margt, ef klukkan er orðin fimm um morgun því hún er þrjú núna þá verðum við að snúa til baka,, sagði hún.
“Afherju?,, spurði hann.
“Svo við verðum ekki gripin,, svaraði hún “Samþykkt?,,
Hermione rétti út höndina.
“En við erum ósýnileg,, útskýrði hann.
“Já en ef við mætum of seint í tíma þá höfum við enga skýringu og ekki viljum við spinna einhverja aðra lygasögu?,, svaraði Hermione
“Ok,, sagði Draco og tók í hendina hennar og fór svo.
“Erexteri,, sagði Hermione.
Hún gekk af stað aftur að dýflissunum. Hún var fegin að þurfa samt ekki að fara aftur til Snapes en tilhugsunin við það að þurfa að koma aftur á þennan nístandi kuldastað var fremur ógnvekjandi. Þó hún hefði þurft að fara þangað oft til þess að fara í tíma var fremur kalt þar á nóttinni og ógnvekjandi þegar enginn var á ferð. Hún gekk lengra í díflissuna og litaðist um eftir einhverjum vökva.
Þegar hún var búin að ganga langt í díflissunum og búin að fara í marga klefa fann hún loksins erventeri sem rann eftir gólfinu. Hún þekkti hann af því að hann var bláleiddur eins og Draco hafði sagt en hvers vegna hann vissi þetta það vissi Hermione ekki.
Hún beigði sig niður til þess að setja vökvann í lítið glas sem hún var með. Hún tók vökvann í glasið og stóð upp og gekk af stað til baka.
“En hvers vegna viltu stoppa hana í að breyta fortíðinni?,,.
Hermione stoppaði. Það rann ískalt blóð milli skinns og hörunds. Hún læddist lengra niður í díflissuna. Hún hafði heirt í einhverjum. Einhver hafði minst á hana. Hún vissi það vel.
“Vegna þess að hún ætlar að koma í veg fyrir dauðann,, heirðist köld nístandi, óþægileg rödd segja sem Hermione líkaði alls ekki við.
“En, herra, þau dóu ekki, þau lifðu það af, þú veist það ve,, heirðist fyrri röddin segja en náði ekki að klára.
“Ég veit það vel, en það er meira inn í þessu en þú heldur, þú veist ekki hversu mikilvægt þetta er,, sagði kalda röddin aftur. “Hún veit ekki alla söguna, ekki allann sannleikann. Foreldrar hennar vildu ekki segja henni það,,.
Hermione hlustaði af athygli en þorði ekki að hreyfa sig í bráð.
“En herra hvers vegna ekki?,,
“Vegna þess að þá væri hún vís með að klikkast vegna óhugrekki foreldra sinna, hún myndi segja frá,, sagði kalda röddin.
Hermione vildi ekki heira meira, hún læddist burt. Hún komst samt ekki hjá því að heira endalok samtalsins.
“En hvað gerum við við hana?,,
“Við drepum hana þegar komið er að því,, heirðist kalda röddin segja og svo hló hún skelfilegum hlátri á eftir sem myndi aldrei hverfa úr minningum Hermione.