Hér er kominn 10 kafli af Dropanum mínum…vona ykkur líki hann.



Endir 9.kafla:


Silibill tók aftur til máls, þar sem svo heppilega vill til að bæði kennari við skólann og nemendur eru félagar hér er það auðvitað mjög hentugt að láta þau um verkefni sem verður að vera á skólalóð Hogwarts.

“En Silibill” það var Martinn sem talaði “engum nemanda er leyft að fara inn í skóginn. Harry getur vitnað um það, hann hefur farið inn í hann en þá var verið að refsa honum illa!”

“Og haldiði að það verði erfitt fyrir ykkur að vera á rambi eitt kvöld eftir miðnætti á göngunum og rekast af tilviljun á Morgönu?” Það var glott á andliti Silibills.

Það var rætt meira um það hvernig best væri að fara að og þau voru alla nóttina á fundinum. Þegar þau komu aftur í kastalann var sama glottið á þeim öllum.



10.kafli


Það hafði verið ákveðið að aðgerðin hefði verið föst nógu lengi svo þau ættu að drífa í þessu sem fljótast…svo þau mundu fara á flakk, í kvöld!

Dagurinn var fljótur að líða, svo kom kvöldið. Setustofan tæmdist að lokum þegar Ron og Hermione fóru að sofa, þau vildu ekki blanda fleirum í þetta þótt það hefði verið gott að hafa þau með. Þau litu á klukkuna, það var hálftími þangað til þau áttu að vera uppí stóra turninum. Það var best að fara leggja af stað, Harry náði í huliðskikkjuna. Það var best að fara með öllu á gát, það seinasta sem þau vildu að gerðist var að einhver annar kennari en Dobb, eða Morgana Alexandra eins og hún vildi að þau kölluðu hana, mundi ramba á þau! Það gæti kostað þau alltof mörg stig, því hafði Harry komist að áður.

Þau komust vandræðalaust uppí turninn. Þau biðu þar í nokkra stund og á slaginu 12 kom Morgana gangandi upp sigann. Hún virtist í uppnámi yfir að hitta þau þar svona seint.

“Harry Potter! Saskia Lisanne Harlig! Martin Joran Harlig! Hvað eruð þið að gera hér svona seint! Ég hélt þið væruð skinsamari en þetta!” Þá byrjaði hún að skelli hlægja svo hettan á kuflinum hennar datt af. Af einhverjum ástæðum sem Harry vissi ekki og skildi ekki gekk hún alltaf í dökkum kuflum…sama hvaða dagur var! Hann mundi ekki eftir að hafa séð hana öðruvísi en í síðum, dökkum kufli með stórri hettu.

“Jæja krakkar mínir, 10 stig af Gryffindor fyrir hvert ykkar og þið farið í straff. Við ættum kanni að látska McGonagall vita af þessu. En passið ykkur á að missa ekkert útúr ykkur þótt hún verði allveg band brjáluð. Það má alls enginn frétta af því hvað félagið er að gera! Það getur verið hættulegt fyrir okkur öll!”

“Við skiljum það”

Harry hafði aldrei heyrt svo mikla ákveðni í rödd Saskiu!

Þau gengu niður og voru farin að nálgast skrifstofu McGonagall óþægilega mikið þegar þau mættu öðrum sem þau áttu ekki von á.

“Prófessor Dumbledor.”

Morgönu var mjög brugðið.

“Sæl Morgana Alexandra. Hvað eruð þið fjögur að vilja á flakki um skólann svo seint?”

Morgana var í klemmu.

“Ég mætti þeim í stjörnuturninum og við erum á leið til McGonagall…”

“Þess er ekki þörf komið þið bara upp til mín. Ég er á leið þangað hvort sem er svo það er allger óþarfi að vekja Minervu.”

“Allt í lagi prófessor.”

Það var ekki hægt að ráða það í svipnum á Morgönu hvort þetta var slæmt eða gott. Harry vonaði það kæmi ekki niður á aðgerðinni að þau skildu hitta á skólastjórann.

Þau voru komin að styttunni.

“Sýrusmellir” Dumbledor leit kíminn á Harry um leið og hann sagði þetta.

Þegar þau komu upp var það fyrsta sem prófessor Dumbledor gerði að galdra fram 2 hægindastóla í viðbót.

“Gjörið svo vel, setjist.”

“Jæja, svo má segja mér hvað það er sem minn gamli vinur Silibill er að bralla þessa stundina eða er það allgjört leyndarmál?”

Svipurinn á þeim 3 hefur eflaust verið mjög skrítinn því bæði Dumbledor og Dobb skelltu uppúr.

“Það er þá satt hjá honum, ekkert fer framhjá þér ef það snertir skólann eða nemendur hans.”

“Það má segja það, það má segja það.”

“Við erum bundin þagnarskildu og ég vona þú virðir það.”

Skindilega var Morgana orðin mjög alvarleg.

“Ég virði það, en annars var önnur ástæða yfir því að ég tók ykkur hingað.”

“Morgana Alexandra þú getur farið aftur að sofa. Ég þarf að tala aðeins við krakkana.”

“En”

“Morgana…”

“Allt í lagi skólameistari, góða nótt.” Hún gerði þessa undarlegu handahreyfingu sem Harry hafði tekið eftir hún gerði þegar hún hvadda einhvern.

“Jæja, mig langar að sýna ykkur hvað kom hér áðan. Faðir ykkar virðist vera kominn heim.”

“Hvað áttu við…”

“Arimule!” Martin hentist skindilega þvert yfir herbergið.

Harry leit þangað, þar lá svartur og silfraður hestur með vængi. Hann stóð á fætur þegar Martin kom til hans og snerist í kringum hann. Það var rétt hann var lítill.

Saskia snerist í kringum sjálfa sig, “en, en, Bírúl?”

“Saskia mín Bírúl kemur ekki allveg strax.”

Það varð dauðaþögn í herberginu. Þau litu öll á Dumbledor, meira segja Arimule hætti öllum látum.

“Nú, hvað, afhverju ekki? Kom eitthvað fyrir?”

“Hann ákvað að senda Arimule á undan svo hann yrði búinn að venjast öllu þegar Bírúl kæmi. En þú þarft nú ekki að bíða lengi. Jólafríið byrjar eftir rúmar 2 vikur og þá kemur Bírúl hingað.”

“En allavega þið ættuð að fara aftur í rúmið og þið vitað að ég mun tala við McGonagall svo þið getið átt von á eftirsetu miðum fljótlega. En á meðan ég man, hvernig er það sem það er skipulagt að þið sitjið eftir?”

Hann var mjög kíminn á svip.

Harry fór svolítið hjá sér þegar hann svaraði, “við eigum að fara í skóginn ásamt Dobb.”

“Mér datt það svona í hug. Þá verður það þannig.”

“Taktu nú þessa fallegu skikkju þína Harry og farið strax í rúmið.”

“Já prófessor.”

Fljótlega lágu þau öll í rúmunum sínum og sváfu. Arimule til fóta hjá Martin því það hefði verið synd að vekja Hagrid svona snemma.