Þriðji Trailerinn Þriðji Trailerinn fyrir Harry Potter Fanginn frá Azkaban myndina hefur verið sýndur í Bandaríkjunum, í sjónvarpinu og á netinu.
Hann gefur mikla innsýn í myndina, sem kemur í kvikmyndahús 4. júní

Trailerinn sem er rúm mínúta að lengd sýnir miklu meira úr myndinni heldur enn hinir tveir sem hafa verið sýndir og hann er líka miklu dekkri og meira ógnvekjandi.
Þriðju myndinni er leikstýrt af Alfonso Cuaron, sem tók við af Chris Columbus sem gerði fyrstu tvær HP myndirnar.

Trailerinn byrjar þegar Harry er í tíma í “Vörn gegn myrku öflunum” og Snape segir bekknum að fletta á síðu 394.
Síðan kemur flott atriði þegar riddaravagninn keyrir um í myrkrinu og þeytir Harry til og frá í vagninum.
Í atriðinu sem gerist í Riddaravagninum hangir einhverskonar haus í glugganum sem segir eitthvað.
Við heyrum fréttina um að Sirius Black, leikinn af Gary Oldman, hafi flúið frá Azkaban fangelsinu og Harry beðinn um að fara ekki að leita að honum.
Það er líka flott skot af Ron og Hermione að haldast í hendur.
Trailerinn endar á að Hermione kallar Draco Malfoy an “evil little cockroach”, og lemur hann síðan og segir “That felt good”.

Trailerinn er kominn á háhraða!