Þetta er svolítið langdregið fyrir suma
en sögur eru oft langdregnar í upphafi so bear with me. Gefið mér endilega komment, til þess er þetta, er það ekki? :) En ef þið viljið setja út á söguna (söguþráðinn, hvernig hún er skrifuð, etc) þá vil ég fá útskýringar. Ekki bara “þetta sökkar”, það særir bara og ég læri ekkert af því.
Og eitt enn, mig langar að vita hvað ykkur finnst að ætti að gerast, eða langar til að sjá gerast í framhaldinu, svo að þið skuluð endilega senda mér hugskeyti, ok? Ég endurtek: sendið mér skilaboð (eða e-mail), ekki segja það hér!

Fyrsti kapítuli
NEI
Það var dimmt. Harry lá á steintröppum. Hann leit upp. Það fyrsta sem hann sá og heyrði var Neville, sem lá líka á tröppunum, sparkandi út í loftið ringlaður á svip. Harry fann að einhver stóð við hliðina á honum. Einhvernveginn vissi hann að það var Lupin. Hann leit upp og sá að það var rétt. Hann vissi hvar hann var, það var háreysti og hann vissi að fólk var að berjast allt í kringum hann. Hann fann líka allt í einu á sér að eitthvað slæmt myndi gerast og leit snöggt upp. Í miðju steinherberginu, neðst við tröppurnar, var pallur með steinboga. Fyrir þessu hliði, eða hvað þetta nú var, hékk tjald sem bærðist eins og við golu sem ekki var til staðar. Fyrir framan tjaldið voru maður og kona í svörtum kuflum með sprota í hönd í miðjum bardaga. Síríus og konan með þungu augnlokin. Harry fann hræðslubylgju fara um sig og hann vissi að þetta veitti ekki á gott. Hann fann líka að hann átti ekki að vita þetta og því fór bylgjan til baka.
„NNNEEEEEIIIÍÍÍ!!!“
Harry snéri höfðinu snöggt, hann hefði viljað vera sá sem hrópaði þetta, nema hvað hann vissi ekki afhverju og þessvegna hafði hann ekki gert það. Hann gat það ekkert.
„Stökktu aaaaaffþessuuu!“
Í öðrum steintröppum, annarstaðar í herberginu ekki svo langt frá, stóð einhver og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Harry starði á hana og leit svo þangað sem hún horfði. Á þau sem voru að berjast uppi á pallinum fyrir framan steinbogann með tjaldinu. Þau höfðu hætt að berjast og störðu á þá sem hafði öskrað. Öllum í herberginu var brugðið og allir horfðu í áttina sem öskrið hafði komið frá. Svo var eins og Síríus áttaði sig og hann stökk niður af pallinum en virtist þó ekki viss um hvort átt hafði við hann. Frænka hans fylgdi á eftir.
Alveg rétt, hún var frænka Síríusar, þessi með signu augnlokin, og það var hún sem hafði myrt foreldra Nevilles, þau Longbottomhjónin. Það var samt eitthvað skrítið við það sem hafð gerst, eins og það væri ekki alveg rétt en það gat samt ekki verið því það hafði gerst, nú rétt í þessu. Harry lá ennþá á tröppunum og hann heyrði í Neville sprikla fyrir ofan sig. Sú sem hafði öskrað stóð kyrr og virtist einhvernveginn létt, eða það fannst Harry en hann var ekki viss, það gat líka bara verið að fuglasöngurinn væri eitthvað að rugla hann í ríminu. Hann lokaði augunum og hristi höfuðið. Fuglasöngur? Voru einhverjir fuglar hér inni? Hann opnaði augun aftur en þurfti að píra þau gegn hvítri birtunni. Af hverju var allt hvítt núna? Og tröppurnar voru svo sléttar, engin horn lengur á þeim, þær voru beinlínis mjúkar. Allt þaut þetta í gegnum huga hans á örskotstundu rétt áður en það rann upp fyrir honum að hann hafði verið að dreyma. Hann lá nú í rúminu á Runnaflöt 4 og horfði upp í hvítmálað loftið.

Harry gekk hugsi inn í eldhúsið og settist við borðið. Hann greip brauðsneið og hóf að smyrja á hana smjöri. Hann var að hugsa um drauminn. Hann hafði verið svo raunverulegur. Hann hafði virst svo ljóslifandi. Stórfurðulegur, já en honum fannst eins og hann hafði ekki bara verið að dreyma. Og þá átti hann ekki við það að hann hafð upplifað þetta atvik áður á næstum nákvæmlega sama hátt nema hvað þá hafði… Harry kyngdi. Það var enn erfitt að hugsa um Síríus. Hann hafði barasta horfið eins og hendi væri veifað á bak við tjaldið. Hann var ekki dáinn, það gat ekki verið, hann var bara horfinn! Týndur. Harry vissi að það var ekki rétt en hann gat ekki komist hjá því að hugsa það. Hann saug upp í nefið og þurfti að hafa sig allan við til þess að fara ekki að tárfella fyrir framan Dursleyfjölskylduna.
Harry hrökk upp við snöggt bank á eldhúsgluggann og tók eftir því að hann var enn að smyrja sömu brauðsneiðina.
„Ansans læti eru alltaf í þessum fuglum! Ég var farinn að vona að helvítið myndi ekki koma þetta árið,“ rumdi í Vernoni frænda. Harry stökk strax á fætur og flýtti sér að opna gluggann og taka við bréfinu.
„Það var mikið!“ hvíslaði hann að uglunni, „Ég var farinn að örvænta!“ Uglan vældi lágt og flaug af stað burt. Harry opnaði bréfið á staðnum og leiddi frá sér yggldarsvipinn á frænda sínum og frænku.
Kæri ungherra Harry Potter,
Við biðjumst velvirðingar á seinkun bréfsins og vonum að hún hafi ekki valdið óþægindum. Skólinn hefst eins og fyrr 1. september næstkomandi.
Harry renndi í gegnum listann yfir þá hluti sem hann átti að kaupa áður en hann leit upp aftur. Dursleyfjölskyldan virtist upptekin af því að borða morgunmatinn en Harry fannst hann sjá á þeim að þeim væri skemmt og honum leist ekki á það.
„Hvað?“ spurði hann.
„Ó, ekkert, ekkert,“ svaraði Vernon frændi sallarólegur, „Var þetta bréf frá skólanum þínum?“
„Já,“ svaraði Harry tortrygginn, „Hann byrjar á mánudaginn.“
„Nú já? Og hvernig ætlaru að fara?“ Harry fann hvernig hann stífnaði allur upp, „Við myndum keyra þig en við eigum því miður ekkert erindi til Lundúna í bráð.“
Harry vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Hann fann reiðina sjóða í sér en vissi að það var lítið sem hann gat gert til þess að fá þau til þess að skipta um skoðun.
„Ætlið þið ekki að keyra mig?“ spurði hann og varð að halda aftur af sér til þess að missa ekki stjórn á sér.
„Nei, varstu ekki að hlusta? Þú getur bara komið þér þangað sjálfur fyrst skólinn er þér svona kær.“
Harry fann hvernig hann hitnaði í framan en gat ekki fundið upp á neinu til þess að segja svo hann strunsaði út úr eldhúsinu og upp tröppurnar.
Hvernig gátu þau gert honum þetta? Hingað til höfðu þau alltaf keyrt hann á lestarstöðina eða þá Weasleyfjölskyldan. Hedwig var veik þessa dagana svo hann gat ekki sent skilaboð til neins. Annað árið hans höfðu Weasleystrákarnir þó komið að óvörum og bjargað honum en Harry þorði alls ekki að vona að það gerðist aftur, þeir höfðu verið rækilega skammaðir fyrir að laumast burt og stela flugbílnum. Fjórða árið höfðu þau komið á óvæntan hátt en samkvæmt áætlun. Síðasta ár hafði hann reyndar líka verið sóttur óvænt en það gerði nú bara líkurnar á því að að gerðist í þriðja skiptið enn minni. Þriðja… já! Þriðja árið hafði hann farið með Næturvagninum! Harry snarstansaði í miðjum tröppunum.
„Ha!“ hrópaði hann upp yfir sig. Auðvitað! Hvernig gat hann gleymt því? Hann stökk tvö þrep í einu upp það sem eftir var af tröppunum og beint inn í herbergið sitt. Það var ansi stórt en svo fullt af gömlu dóti sem Dudley átti en tímdi ekki að henda (eða henti inn til Harrys bara til þess að pirra hann) að brátt myndi vera þörf á öðrum stórum skáp til að hrúga því inn í. Hann rótaði í skápunum og dró fram hin og þessi föt og staka sokka sem hann fann í kuðli og hrúgaði þeim á rúmið. Þvínæst dró hann fram kistilinn sinn og byrjaði æstur að henda fötunum ofaní. Það heyrðist væl frá Hedwig og Harry fór að huga að henni.
„Nei sko, ertu farin að hressast?“ Hann klappaði henni blíðlega. Næturvagninn myndi ekki koma fyrr en um kvöldið svo hann hafði allan daginn til þess að pakka. Harry langaði ekkert niður til Dursleyanna svo hann ákvað að pakka hægt, vel og vandlega. Hann byrjaði á því að taka allt upp út kistlinum. Svo hóf hann að raða bókunum neðst eftir stærð. Því næst tók hann öll fötin sín og slétti úr þeim áður en hann braut þau vandlega saman aftur, hann paraði meira að segja alla sokka sem hann gat. Þar á eftir náði hann í allt annað sem hann gæti hugsanlega notað næsta hálfa árið í Hogwarts, tók fötin aftur upp úr og raðaði þeim og hinum hlutunum upp á nýtt. Þetta tók hann nokkra klukkutíma því hann var að pakka niður fyrir hálft árið og þurfti mikið. Á meðan var bankað nokkrum sinnum á dyrnar hjá honum en hann neitaði algerlega að tala við frændur sína eða frænku. Að verkinu loknu sat hann ofan á ferðakistlinum og hugsaði um það sem hann gæti gert þangað til kvöldið kæmi. Honum datt ekkert í hug nema að þrífa búrið hennar Hedwigar svo hann gerði það en sat síðan bara og beið eftir kvöldmatnum.

Harry kom varla bita niður vegna spennu. Dursleyfjölskyldan var líka stressuð vegna þess að Harry hafði ekki brugðist við eins og þau ætluðu og þau vissu nú ekki við hverju þau mættu búast. Svo höfðu þau munað eftir Síríusi og Skröggi og hótuninni. Þegar allir höfðu matast ætlaði Vernon að segja eitthvað við Harry en Harry var enn bálreiður út í hann svo hann tók fram í fyrir honum:
„Það tekur því ekki að segja neitt, ég er að fara,“ sagði hann þurrlega um leið og hann stóð upp frá borðinu og gekk frá eftir sig. Hann naut þess að sjá undrunar- og ráðleysissvipinn á skyldmennum sínum og hljóp upp á loft að sækja kistilinn áður en nokkur náði að segja orð. Hann dró þungan kistilinn með látum niður stigan, hár skellur heyrðist í hvert sinn sem hann hlassaðist niður á næstu tröppu. Þá fyrst náði Vernon að tala við frænda sinn.
„Hvaða endemis djöflagangur er þetta eiginlega? Hvað helduru eiginlega að þú sért að gera?“ hrópaði hann.
„Ég held að ég sé að koma mér út,“ svaraði Harry kuldalega, „fyrirgefðu hávaðann,“ og hélt áfram að draga kistilinn niður. Þegar þangað var komið opnaði hann útidyrnar og dró kistilinn út í kvöldmyrkrið að allri Durlseyfjölskyldunni opinmynntri. Hann stóð andartak adspænis þeim og horfði í augun á hverju og einu.
„Bless.“
Dyrnar lokuðust á nefið á þeim og skildu Harry eftir einan á götunni. Hann fann hve honum var létt og brosti hikandi. Svo veifaði hann sprotanum.