Hermione Granger og raunveruleikinn 1. kafli.


Hún flaug frjáls um himinninn. Hún vissi ekki hvert. Bara að hún væri frjáls frá öllu sem hafði gerst. Að veruleikinn væri bak og burt. Að allt hefði breyst. Hún var kominn langt frá öllu. Hún var að komast á enda mörkin það var bara um það bil metri eftir 5 sekúndur 4…..3…..2….1…..

Hermione lá í rúminu sínu. Hún var fúl. Hún hafði þráð það af öllu hjarta að þetta hefði gerst. En þetta var bara draumur. Hún klæddi sig í flýti og fór niður stigann. Það var 1.septembet og hún átti að fara með lestinni til Hogwarts kl.11:00. Hún var búin að pakka öllu niður og búin að kaupa allt sem þurfti fyrir 6. árið. Svo myndi þetta allt vera eins. Læra ,læra og læra. Það eina skemmtilega var að komast til Hogwarts og hitta Harry og Ron.

***********

Hún var kominn í lestina og var að setjast hliðin á Ronald Weasley sem gæddi sér á súkkulaðifroskum. “Hæ Hermione, hvað hefur verið að gerast hjá þér í sumar?,, spurði Harry sem var að skoða nýja galdraspjaldið sitt. “Æ, eiginlega ekkert,, svaraði Hermione og fékk sér fjöldabragðabaun “Bara þetta venjulega,,. Þau fengu sér mikið af sælgæti og spjölluðu aðeins saman. “Harry, gastu ekki sleppt því að koma,, heyrðist rödd segja í dyragættinni. “ Nei ég gat það ekki Malfoy,, svaraði Harry með röddu sem þýddi að hann væri pirraður. “ Hefurðu virkilega ekki gert nóg?, eða viltu aftur komast í blöðin eða hvað?,,. “ Já ég var nú að hugsa um það,, svaraði Harry sem var orðinn virkilega pirraður en þó mátti sjá að honum þótti þetta gaman. “ Viltu endilega halda áfram að monta þig af öllum þessum göldrum?,,. Passaðu þig annars “galdra” ég kannski á þig,, svaraði Harry og tók upp sprotann. Svona héldu “rifrildin” í meiri en 5 mínútur en að lokum fór Draco og Harry stakk niður sprotanum.

******************

Þegar þau voru komin og sest við Gryffindor borðið byrjaði flokkunin eins og vanalega. Svo byrjaði veislan.
Eftir veisluna fóru þau upp í Gryffindor turn og Hermione fór að hátta sig.
En hún gat ekki sofnað. Hún var enn að hugsa um drauminn. Að lokum sofnaði hún en dreymdi það sama aftur.

******************

Næsta dag vaknaði Hermione jafn úrill og venjulega. Hún klæddi sig og fór niður í morgunmat. Þar voru allir komir og að fá sér að borða. Þegar uglurnar komu kom svörtleyt ugla með svartleytt bréf og lenti hjá Hermione. Hún tók bréfið og las það.

Elsku Hermione okkar

Við erum búin að fara í viðtalið og erumbúin að finna góðan stað sem hentar okkur vel, þú veist að við verðum að gera þetta. Þú veist hvað þetta hefur verið erfitt eftir þetta allt saman. Við vitum að þér leiðist að geta ekki sagt neinum frá hinu en þú reynir að gera þitt besta til að halda því leyndu. Við vitum að þú gerir það.

Kær kveðja
þínir foreldrar

“Hvað varstu að fá Hermione?,, spurði Ron. “Æ, ekkert, bara eitthvað bréf frá spámannstíðindum sem er eitthvað um nýtt aukablað,, laug Hermione.
Fyrsti tíminn var töfradrykkjatími. Þegar allir voru sestir byrjaði kennslan á því að Snape minnti þau á ritgerðir sem þau hefðu átt að læra um sumarið. Svo þurftu þau að blanda Salamseyði sem Hermione náði að gera alveg rétt.
Þegar tíminn var búinn fóru þau í ummyndun. Þau þurftu að skrifa heila ritgerð í tímanum um áhrif Erwedastgaldurinn sem mörgum þótti erfitt.
Svo var tími í töfrabrögðum og svo í svo í umönum galdraskepna. Þegar allar kennslustunndirnar voru búnar fóru þau öll upp á bókasafnið og byrjuðu að læra. Þau höfðu strax fengið heimaverkefni og þurftu að byrja á þeim strax því þetta var ekki mjög auðvelt. “ Nefndu sex tegundir af blómum sem notuð eru í Salamseyði og segðu til hvers þau eru,, sagði Ron upphátt þegar hann var kominn á aðra spurningu í heimaverkefninu. “Það er auvelt,, sagði Hermione en hún var komin á 15 spurningu. “Já þér finnst það kannski,, svaraði Ron fúll og reyndi að leyta í bókinni.
Eftir að þau voru búin að læra fóru þau í kvöldveisluna. Þar var margt um að tala og allir skemmtu sér vel, nema Hremione, hún var en þá fljúgandi um himinninn síðan í draumnum.
Um nóttina dreymdi henni drauminn aftur. Hún vaknaði kósveitt. Hún átti erfitt með að sofna aftur, draumurinn truflaði hana svo. Bara að h+un gæti sagt frá þessu.