Iona sneri sér við. Og þarna stóð Eric. Hann var fremur fölur líkt og hann væri að jafna sig eftir slæma flensu en hann brosti ánægður. Hún stökk á hann.
“ERIC!” öskraði hún og knúsaði hann að sér. “Eric mikið er ég fegin að þú ert á lífi rosalega er það gott. En hvernig getur það staðist?”
Eric fyrri stóð upp.
“Mér sýnist að þið tvö hafið nóg að tala um.” sagði Eric fyrri brosandi. “Tími til að þið farið til ykkar heima.”
Hann labbaði út og þau eltu. Þegar þau höfðu labbað í smá stund komu þau að Hogsmade.
“Þið vitið um leynigöngin ekki satt.” sagði Eric fyrri.
“Hvernig veist þú um það?” spurði Iona.
Eric fyrri svaraði þeim ekki heldur snerist á hæli og labbaði í burtu.
Iona og Eric læddust ofan í göngin. Þau komu aftur í Hogwarts. Það var komið kvöld og því allt rólegt.
Þau löbbuðu út og settust við hliðina á vatninu.
“En ég ég bara fatta ekki. Hvernig gastu lifað af?” sagði Iona.
“Ég hitti Eric einu sinni þegar ég fór til Hogsmade. Eftir það var ég í uglusambandi við hann. Hann sagði mér frá efnunum sem að ég þurfti að safna. Ég læddist oft á kvöldin út af Hogwartslóðinni og safnaði þessu.” sagði Eric og dró fram litla krukku. Inn í henni voru margs konar plöntur en hún var brotin.
“Ég er búinn að eyða mínu tækifæri til að verjast Avada Kedavra.” sagði Eric dapurlega og fleygði krukkunni frá sér. “Ég held að við ættum að koma aftur upp í skóla.”
Þau hlupu upp í skólann.
Nokkrum klukkustundum seinna lagðist Iona upp í rúmið hjá sér. Allt í einu tók hún eftir speglinum. Hún tók hann varlega upp. Ætti hún að líta í hann. Nei. Hún setti hann ofan í koffortið sitt. Kannski gæti hún notað hann seinna. Kannski. Nei örugglega. Til að berjast gegn Ionu fyrri.
Skólaárinu lauk vel. Þau unnu að vísu ekki heimavistarbikarinn en allir í Gryffindor töluðu um að það hefði verið svindl og allt Körtunni að kenna en hún var skyndilega hætt að kenna og Dumbledore var orðinn skólastjóri aftur.
“Iona Iona!” Maxine kom hlaupandi til Ionu með blað.
“Sjáðu þeir eru hættir að skrifa illa um Harry Potter.”
Iona las greinina.
Þetta var um að sá sem að ekki má nefna væri snúinn aftur.
Hann er ekki sá eini sem að er snúinn aftur hugsaði Iona.
Einkunnirnar hennar voru allar ágætar jafnvel í vörnum gegn myrku öflunum.
Að lokum kom að brottfarardeginum. Iona og Eric burðuðust með töskurnar sínar í átt að útidyrunum. Þau mættu Dumbledore á leiðinni.
“Jæja ég sé að þið eruð að fara.” sagði Dumbledore. “Góða ferð.”
“En Dumbledore hjá hverjum eigum við að vera í sumar?” spurði Eric.
“Með svona marga vini sýnist mér varla skorta neitt.” sagði Dumbledore. “Bless.”
Iona og Eric settust upp í lestina. Þau settust í sama klefa og Maxine og Liam sátu í.
“Í hvaða skóla?” spurði Maxine.
“Stonewall.” sagði Liam og hallaði sér aftur.
“Hvað eruð þið að tala um?” spurði Iona.
“Ég held að við séum í sama skóla.” sagði Maxine.
“Það er útilokað.” sagði Eric. “Þá værðuð þið löngu búin að fatta það.”
“Nei.” sagði Liam og hristi hausinn. “Þetta er kynjaskiptur skóli. Voða gamaldags.”
“Hei kannski getið þið verið hjá okkur í sumar.” sagði Maxine. “Ef að þið hafið engan annan stað til að fara á er ég að tala um.”
“Nei.” sagði Eric glaðlega. “Við erum gjörsamlega heimilislaus.”
“Sko ég og Liam vorum nefnilega búin að spyrja um þetta. Við höfðum sent foreldrum okkar uglur og spurt hvort þið mættuð kannski vera hjá okkur því okkur grunaði að þið byggjuð ekki neins staðar.” sagði Maxine.
Innan skamms voru þau byrjuð að tala um hvað þau ætluðu að gera í sumarfríinu.
Að lokum kom þó lestin að King Cross lestarstöðinni og þau hlupu út um vegginn sem að skildi á milli galdraheimsins og muggaheimsins.
Tveir bílar biðu eftir Maxine og Liam þegar þau komu. Foreldrar þeirra biðu þarna eftir þeim.
Þegar Iona settist inn í annan bílinn sá hún Eric fara í burtu á hinum bílnum. Í fyrsta skiptið á ævinni fannst henni í lagi að vera að fara á annan stað en hann.
Hann var hvort eð er ekkert svo langt í burtu.
Þegar Iona labbaði inn heimtröðina fannst henni nærri því eins og hún væri komin heim. Baráttan á móti Ionu fyrri myndi halda áfram. Allt það vonda myndi halda áfram. En á þessari sekúndu var eins og ekkert af því skipti máli.
“Liam býr bara tvær húsaraðir í burtu.” sagði Maxine ánægð.
Iona brosti glöð. Þetta átti eftir að verða frábært sumarfrí.