Harry Potter og Dropinn 9.kafli Hér er kominn 9.kafli af Dropanum mínum, ég vona að ykkur líki hann. Ég sendi líka inn mynd af svörtum einhyrningi í kúlu. Hann er ekki allveg eins og ég ýminda mér minn, en mjög líkur!

Endir 8.kafla:

…Þau náðu ekki lengra því nú birtist Silibill

“Komiði krakkar við verðum að drífa okkur áður en einhver kemur!”

Þau gengu til hans héldust í hendur og um leið og þau “lögðu af stað” hnerraði Harry.

Þau voru ekki á sama stað og seinast. Núna voru þau í gömlu húsi einvhersstaðar sem Harry vissi ekki hvar var.

“Velkomin, velkomin.”

“Eins og ég sagði í bréfunum þá hafa komið upp nýjar upplýsingar um aðgerðina Dropinn.” Hann tók sér andartaks hlé og ræskti sig. “en áður en ég læt ykkur vita hvað það er. Þá er kannski besta að við útskýrum fyrir þeim hvað Aðgerðin Dropinn felur í sér.”




9.kafli

Það var allgjör þögn í herberginu, sem var ekki jafn vistlegt og salurinn frá því seinast. Þetta var greinilega gamalt steinsteypuhús og þetta herbergi hafði verið veggfóðrað í “eitruðum” litum var það sem Harry datt í hug. Í allavega þessu herbergi var gamalt, laskað parket sem virtist ekki passa þarna inn. Það var eitt stórt langborð fyrir þau öll þvert yfir herbergið og við endann sat Silibill.

“Aðgerðinn Dropinn” þögnin var næstum áþreifanleg, “er aðgerð sem við stöndum í núna og höfum unnið að undanfarna mánuði. Aðgerðinn dropinn er aðgerð sem fjallar einfaldlega um ‘Dropana’.” Hann sá spurnarsvipinn á þeim þremur og hlóg lágt. Svo varð hann aftur alvarlegur.
“Droparnir eru ekki bara einvherjir dropar, eins og þeir sem þið drekkið núna, heldur tár. En við erum ekki að vinna í því að finna fulla flösku af einhverjum tárum, því þá gætum við allt eins grenjað öll í eitt kvöld og verið komin með meira en nóg af tárum. Þau tár sem við leitum að, eru tár Blackurans”

Harry var ruglaður, hvað var hann að meina, hann gat ekki hafa sagt Blackurans…það var ekkert vit í því! Samt slapp fram af vörum Harry’s svo undurlágt “Svarta Einhyrningsins?” Harry heyrði það varla sjálfur en samt virtist Silibill hafa heyrt það sem hann sagði yfir allan hópinn eins og áður.

“Já Harry, Svarta Einhyrningsins.”

“En Silibill, eru sagnirnar um tár svarta einhyrningsin ekki bara goðsögn? Svartir einhyrningar hafa ekki sést í um 100 ár!”

“Veit ég vel, en nei þetta er aðeins meira en goðsögn. Sú saga var borin út að svarti einhyrningurinn væri bara þjóðsaga og að sá sem sá hann seinast hefði verið illa haldinn. Þetta var gert til að vernda Blackurana fyrir mönnum sem vilja það eitt að drepa þá fyrir hornin”

“En hvernig náum við tárunum þeirra án þess að neyðast til að drepa þá?” Það var Saskia sem spurði.

“Með því að komast svo nálægt þeim að við náum tárunum án þess að skaða þá, það er þegar þeir gráta, taka tárin og safna þeim saman!”

“Það er ógerlegt!!!” Harry hélt honum hlyti að hafa misheyrst!

“Þeir hafa ekki sést í meira en 100 ár! Auk þess sem þeir eru svo styggir að það hefur aldrei skeð svo vitað sé að nokkur maður hafi getað komist í, ekki einu sinni 5 metra fjarlægð frá þeim!!!”

“Þú ert fróður um þá Harry, en þetta er rétt hjá þér…og þess vegna ætlum við að verða fyrstu mennirnir til þess!”

“En, nú er komið að því ég segi ykkur frá þessum nýju upplýsingum í sambandi við dropana.” Það var allger þögn og ekkert heyrðist nema andadráttur og þegar maður sem Harry giskaði á að væri um fertugt ræskti sig.

“Við höfum fengið upplýsingar sem benda sterklega til þess að stundi sé komin! Að það séu komnir svartir einhyrningar á ný!”

Kliður fór um salinn.

Svo fóru að koma spurningar úr öllum áttum, “hvar?” “hvernig?” “hvaðan?”

Silibill sussaði á hópinn.

“Heimildarmenn okkar, eða já köllum þau menn, segja að þeir hafi úr fjarlægð komi auga á eitthvað dýr sem gæti í raun aðeins verið tvennt. Svartur hestur eða svatur einhyrningur. Það eru engir hestar á þessu svæði!”

Maðurinn sem Harry hafði heyrt ræskja sig stóð á fætur.

“Leyfist mér að spurja?”

“Lát heyra Matteus”

“Hvaða svæði er þetta sem þið eruð svo viss um að engir hestar finnist á?”

“Forboðniskógur, á skólalóð Hogwartsskóla.”

Allir litu í átt til þeirra þriggja, það virtist vera að koma í ljós hverjir fengju næsta verkefni.

Silibill ræskti sig og fékk aftur fulla athygli.

“Við höfum ákveðið að senda meðlimi félagsins inn í Forboðnaskóg til að reyna að komast að því hvort þar sé að finna Blackura. Þar sem aðeins nemendur Hogwarts og kennarar hafa aðgang að svæðinu alla daga skólaársins höfum við þegar ákveðiðhverjir fara og það verður ekki kosið í þetta sinn.”

“Ég í samvinnu við æðsta ráð reglunnar höfum ákveðið…”

Þögnin var lamandi.

“…að þeir sem valdir hafi verið í þetta verkefin séu, Morgana Alexandra, Harry Potter og Martin og Saskia Harlig”

Harry og tvíburarnir litu öll hvert á annað, Morgana Alexandra…hvar höfðu þau heyrt þetta nafn.

Kona í dökk grænum kufli stóð á fætur og leit í átt til þeirra um leið og hún tók af sér hettuna svo að ljóst hárið flæddi í stórum lokkum niður í kringum andlitið.

“Prófessor Dobb!”

“Gott kvöld krakkar sagði hún og blikkaði þau, þið bjuggust ekki við mér hér er það?”

Þau hugsuðu öll það sama það augnablik, ‘Prófessor Dobb! Kennari í Vörnum gegn myrku öflunum, hér!’

Silibill tók aftur til máls, þar sem svo heppilega vill til að bæði kennari við skólann og nemendur eru félagar hér er það auðvitað mjög hentugt að láta þau um verkefni sem verður að vera á skólalóð Hogwarts.

“En Silibill” það var Martinn sem talaði “engum nemanda er leyft að fara inn í skóginn. Harry getur vitnað um það, hann hefur farið inn í hann en þá var verið að refsa honum illa!”

“Og haldiði að það verði erfitt fyrir ykkur að vera á rambi eitt kvöld eftir miðnætti á göngunum og rekast af tilviljun á Morgönu?” Það var glott á andliti Silibills.

Það var rætt meira um það hvernig best væri að fara að og þau voru alla nóttina á fundinum. Þegar þau komu aftur í kastalann var sama glottið á þeim öllum.


Þá er þetta komið og 10.kafli ætti að koma bráðlega…