Iona stóð upp. Henni svimaði, hún fann fyrir glóðarauga sem að var að myndast og það flæddi blóð úr nefinu á henni.
Hún þurfti að komast þaðan. Komast burt. Kannski kæmist hún burt með líkið af Eric. Hún gæti lifað þetta af. Eric myndi vilja að hún lifði af. Mamma hennar dó ekki fyrir ekki neitt. Pabbi hennar fórnaði ekki lífinu fyrir ekki neitt.
Hún sá sprotann sinn, liggjandi í einu horninu. Þessi hlutur sem að var svo mikilvægur í galdrasamfélaginu lág nú þarna, gleymdur.
Þetta var hluturinn sem að hún gæti notað til að komast í burt. Hún tók á rás í átt að sprotanum sínum. Iona reyndi að stoppa hana með því að sparka í andlitið á henni.
Iona fann sársaukann brenna sig út andlitið en stóð upp og hljóp áfram.
Hún hrasaði og lenti við hliðina á sprotanum. Hún greip um hann eins fast og hún gat. Sárið sem eftir spegilinn á hendi hennar opnaðist og blóðið vætlaði út. Hún sneri sér að Ionu fyrri.
Iona fyrri, þessi mikli meistari myrku aflanna stóð þarna fyrir framan hana, sprotalaus, allslaus.
“Perfius Totalus! Silencio!” öskraði Iona.
Iona fyrri skall á gólfið með hendur og fætur sem límdar fastar.
Iona sneri sér við og tók á rás. Hún skimaði í tryllingslega í kringum sig. Hvernig gat hún sloppið? Hún hljóp að Eric og tók í höndina á honum. Henni langaði bara að komast í burtu. Komast þaðan út! Þá sá hún sér til mikillar skelfingar að Iona fyrri var að velta sér í átt að sprotanum sínum. Hún náði að taka hann upp með tönnunum.
Iona skimaði í kringum sig eftir einhverju sem að gæti hugsanlega hjálpað henni. Þarna var hún! Ryðgaða gosdósin. Iona greip í hana. Henni leið líkt og kippt væri í krók á bak við naflann á henni. Veröldin þaut fram hjá. Henni tókst það.
Hún lenti á grasinu. Í nokkrar sekúndur var hún í sigurvímu yfir því að hafa tekist að flýja en svo lyppaðist hún niður í hryllilegri sorg.
En hún harkaði af sér og stóð upp. Hún tók eftir því að Eric hélt á einhverju. Kústi. Hann var brotinn í tvennt. Gagnslaus.
Iona snökti lágt. Iona fyrri var rétt ókominn. Hún gat tilflust hingað.
Skyndilega fann Iona að eitthvað sleikti sárið á enninu á henni.
Þetta var dularfulli hesturinn sem hún hafði komist undan á daginn sem að pabbi hennar hafði dáið.
Hún lyfti Eric upp á bak hans og hoppaði svo sjálf á bak. Hún leyfði hestinum að sleikja blóðugar hendur sínar en honum líkaði greinilega við það og hann flaug af stað.
Hún sá að hesturinn stefndi að húsi. Það var hús þarna inni í skóginum. Hesturinn lenti við hliðina á húsinu. Þar sat maður og spilaði á flautu.
Iona fór af baki og lyfti Eric varlega af baki.
“Eric, Eric.” snökti hún lágt.
“Já hvað?” sagði maðurinn þannig að henni krossbrá.
“Þú þú heitir ekki Eric?” spurði Iona full tortryggni.
“Jú reyndar.” sagði maðurinn.
Iona virti hann fyrir sér frá toppi til táar. Hann var með dálítið af freknum sem að voru nærri því grónar við brúna húðina, stæltur og með hálfupplitað skollitað hár.
“En þú þú átt að vera dauður hún drap þig.” sagði Iona. Hún sneri sér við. Hesturinn var farinn.
“Komdu inn þá getum við rætt málin.” sagði maðurinn og hjálpaði Ionu að bera Eric inn.
Inni var fremur lítið. Rúm, arin og tveir stólar við hann.
Maðurinn lagði Eric varlega í rúmið. Hann settist á annan stólinn og benti Ionu á hinn. Iona settist.
“En hún drap þig. Hún sagði mér það.” sagði Iona.
“Öllu heldur gortaði sig. Hún er enn stolt af því er það ekki?” sagði maðurinn, öllu heldur Eric fyrri. “Það er ástæðan fyrir því að ég læt engan vita af mér. Ég vill að hún haldi þessu stolti sínu.”
“En hvernig lifðirðu af?” spurði Iona og glápti á þennan tvífara látins bróður síns.
“Ég hafði stöðugar áhyggjur af Ionu.” sagði Eric fyrri og það blikaði tár í augum hans. “Á fyrsta ári var hún byrjuð að æfa bölvanir fyrir sjöunda árs nema. Henni hefur líklega fundist pirrandi að ég var sífellt að elta hana. Hún var ekki vinsæl á meðal jafnaldra sinna og sérstaklega ekki í Griffindor. En nemendur Slytherin dýrkuðu hana. Þeir litu á hana sem eins konar gyðju allt frá því að hún kom í skólann.”
“Ertu þá að segja að Iona fyrri sé vond?” spurði Iona.
“Nei nei.” sagði Eric fyrri og hristi hausinn. “Hún leiddist út af réttri braut. Varð gagntekin af myrku öflunum. Hana langaði ekki að drepa þann sem drap föður hennar, Voldemort. Hana langaði að hitta hann einn daginn þannig að hann vissi að hún væri gáfaðri og illri galdramaður en hann gæti nokkru sinni orðið.
Ég hafði stöðugar áhyggjur af henni og að því að Voldemort myndi myrða hana. Ég leitaði í þrjú ár að því og loksins fann ég það. Hver persóna getur búið sér til þannig einu sinni. Og það getur í eitt skipti bjargað henni gegn Avada Kedavra. Það þarf margar sjaldgæfar jurtir í það en ég ákvað að safna þeim því að öryggi Ionu var mér fyrir öllu. Loksins. Loksins á lokaárinu okkar þá var það tilbúið. Þegar próftíminn var að byrja var það tilbúið. Ég ætlaði að fara með það til hennar en þá hafði hún farið til Hogsmade. Ég fór á eftir henni. Þar náði Voldemort okkur. Hann kastaði Avada Kedavra á Ionu en hún notaði mótgaldurinn sem að þú kannt nú þannig að það þeyttist á mig. En ég var enn með gripinn á mér og hann bjargaði lífi mínu. Ég lamaðist en hafði enn eyrun hjá mér. Ég man hvern staf í samtalinu.
Voldemort spurði Ionu hvort að hún blygðaðist að hafa drepið besta vin sinn og bróður. Iona svaraði að hún væri tilbúin að fórna öllu og fyrr eða síðar myndi hún verða mun merkari og betri en hann. Voldemort sendi okkur til baka í Hogsmade og flúði eitthvert hvert sem hann fór. Fólk þyrptist að en Iona átti sér leyndarmál. Hún er kvikskiptingur. Hún breytti sér í uglu og flaug í burtu.
Ég hætti að vera lamaður eftir einn dag og þá ætlaði fólkið að fara að grafa mig sem að hafði fundið mig. Ég átti mér einnig það leyndarmál að vera kvikskiptingur. Ég breytti mér í kött og flúði einnig.
”En Eric ég meina sko bróðir minn? Hann vissi ekkert um þetta.“ sagði Iona. Samviskubitið hóf innreið sína í brjóst hennar. Hún hafði leynt hann öllu og nú var hann dáinn.
”Þú hélst að þú værir svo snjöll. Jæja ég á mér líka mín leyndarmál og varð hreinlega klókari en þú." heyrðist sagt hlátursmildari röddu.