13. Kafli, Staðinn heima, þekkja flestir eins vel og fingurnar á
sér, en aðrir jafnvel betur…

,,Eins og flestir hér inni líklega vita, þá erum við með tvo nýja
nemendur, Tiger Soprano og Dartaníu Derów, en það er
einnig þess vegna sem það þarf að fara fram stöðu könnun
innan vistanna til að komast að því hvar þær standa í náminu
á miðað við aðra. Þess vegna hef ég útbúið smá
spurningablað með spurningum sem allir nemendur á sjötta
ári ættu að vita. Þið vinnið tvö og tvö saman.“ sagði Severus
Snape.

Við það eitt að lesa fyrstu spurninguna, voru flestir orðnir
vondaufir, spurningin var þessi:
,,Teljið upp steinategundir, sem hafa einhvern töframátt og
hvar þær finnast. Fyrir færri en 5 missið þið 5 stig og fyrir
10 og fleiri fáið þið 50 stig! Aukastig eru gefin fyrir upplýsingar
um hvernig töfrar steinsins virka.”
,,Þetta er erfitt!“ hvíslaði Tiger að mér.
,,Nei, nei, þetta er ekkert mál, á Snæfellsnesi á Íslandi eru fullt
af steinategundum.” sagði ég og byrjaði.

Steinategundir sem finnast á Íslandi aðallega á Snæfellsnesi.
Stilbít: Eflir öryggiskend.
Aragonít: Notaður gegn Anorexíu
Geislasteinar t. d. Melía: stuðla að velíðan
Holygonít: Róandi
Jaspís: Til verndar
Líbarít: Róandi, finnst aðallega í Drápuhlíðarfjalli.
Kalsít: Virkar gegn þunglyndi
Kalsidón: Svipað og Kalsít
Opal: Er myndaður af öðrum steinum, og hefur eiginleika
þeirra.
Hemantít: Svefnlyf, virkar einnig gegn ofþreitu og höfuðverk.
Hvítur Kvars: Styrkir vináttu
Járnkvars: Steinn gleymdrar þekkingar.

Naminbía og Brasilía
Róskvars: Eflir sjálfsvitund.
Flögusteinn: hálfgert vúdú…
Grænir hraunsteinar: notaðir í seiðagerð, aðallega þegar
blandað er saman erfiðum og mismunandi hráefnum, t.d.
vatni og olíu.

Næsta spurning var: ,,Hvert er öflugasta móteitur í heimi?“

Fyrir mig var þetta auðveld spurning, því ég var nýbúin að lesa
mér til um móteitur en það sem hafði komið mér mest á
óvart var hvað öflugasta móteitrið var, það var blóð Hálf eða
Varúlfs.

Svo voru fleiri spurningar um eitranir og móteitur, svo það var
ekkert, okkur fannst prófið mjög létt og það að lýsa
eitrunum og móteitri gegn þeim, var auðveldast því við höfðum
séð þær með eigin augum.

Við Tiger vorum lang fyrstar að skila blaðinu og Lavander og
Parvarti spurðu strax hvort við hefðum skilað auðu, en ég
svaraði bara:
,,Hver veit, það kemur í ljós…” Síðan sátum við bara og
spjölluðum á lágu nótunum, og þar sem við sátum aftast
heyrði enginn í okkur.
,,Hvar lærðirðu þetta allt?“ spurði Tiger.
,,Á Snæfellsnesi, ég fékk Tieo þar þegar ég var 7 ára og
meðan Tieo var að venjast mér fórum við í fjallgöngur, ég kom
svo heim með fullt af grjóti og var sagt hvað steinarnir hétu.”
,,Hefur Tieo alltaf verið svona stillt?“
,,Það voru smá læti í henni fyrst enda var hún bara 7-8
mánaða, en hún var tamin þegar ég fékk hana svo hún hlýddi
mér alltaf vel.”
,,Þú minntist á það daginn sem við hittumst fyrst að móðir þín
hefði verið myrt, en það kom ekkert um það í blöðunum
eða neitt, treystu mér ég hef lesið blöðin á hverjum degi síðan
ég var 10 ára. En hvernig veistu þá að hún hafi verið
myrt?“
,,Ég var viðstödd” sagði ég það lágt að enginn ætti að geta
heyrt það, en Tiger heyrði það samt.
,,Þannig…"

Tíminn leið hratt en samt tókst Snape að draga 10 stig af
Griffindor og þegar allt kom til alls vorum við Tiger þau
einu sem náðum 10 tegundum. Hermione var alveg í rusli
hún hafði verið með 10 tegundir en bara vitað hvaðan níu af
þeim voru. Snape virtist mjög fúll yfir því hvað Griffindor, ásamt
okkur Tiger, gekk vel með skyndiprófið.

Um kvöldið var stjörnuspeki sem var hundleiðinlegt fag. Allan
tíman vorum við að staðsetja plánetur og teikna kort.
Þetta var álíka og að skrá hnit í hnitakerfi. Vanalega er það
ekki svona leiðinlegt, en þegar það er orðið vandamál að
finna hnitin sem teikna átti eftir og stundum vesen að finna
réttu stjörnuna, þá var ég búin af fá nóg. Ég leit á
stjörnurnar og punktaði niður um það bil rétt á kortið. Þegar ég
fann réttu nöfnin á allar stjörnurnar og byrjaði að
fara yfir þetta komst ég að dálitlu skrítnu. Það munaði aldrei
meira en 1-2 cm á réttu niðurstöðunum og fljótfærnis
teikningunni minni.

Daginn eftir var Ummyndun og Saga galdrana, í þeim tímum
gerðist ekkert merkilegt. Svo loksins kom tími sem við höfðum
flest beðið eftir, töfrabragðatíminn sem átti að framkvæma
Vináttutryggðargaldurinn í…
-