SPOILER
14. kafli
Gáfur og styrkur
Margir sáu breytingar á Ionu næstu vikurnar. Vanalega hafði hún verið sú sem að lét afar lítið fyrir sér fara í tímum og sagði afar fátt. Núna var hennar hendi alltaf fyrst á loft þegar spurt var spurninga. Henni var oft líkt við einhvern fimmta árs nema sem að hét Hermione Granger.
Vorið leið hratt og Iona fjaraði meira út með hverjum einasta degi.
Skyndilega opnaði Iona augun. Hún stóð á miðjum göngunum í átt að Stóra Salnum. Henni leið líkt og hún hefði sofið í marga mánuði. Líkt og þessi tími hefði þotið áfram í óskýru draumarugli og móðu. Hún var hún sjálf í fyrsta sinn í langann tíma. Hún sá spegil og brá þegar hún sá sína eigin spegilmynd.
Hún var orðin fölari en var með sterklega vöðva. Hún reyndi að muna einhvað. Í staðin sveimaði um höfuð hennar þekking. Hvaðan hún hafði hana var hún ekki viss.
“Þarna ertu þá!” hrópaði Eric þannig að Iona hrökk í kút. “Æfingar-æfingin er að fara að byrja komdu.”
Iona fylgdi Eric út á lóðina. Þegar hún settist á kústinn fann hún fyrir tilfiningu sem að hún hafði ekki fundið fyrir lengi. Öryggi. Hún sveif rólega á loft. Eric sendi tromluna á hana. Hún tók dýfu og fór aftur upp á leifturhraða. Svo sendi hún tromluna beina leið í einn af hringjunum. Hún greið tromluna aftur og skaut aftur beina leið í markhringinn. Og aftur og aftur og aftur. Allir nema Joshua sem gerði nokkrar vonlausar tilraunir til að verja skotin höfðu stoppað og horfðu á hana gáttuð.
Skyndilega var Ionu það ljóst. Það ljóst sem að hún hefði átt að áttað sig á fyrir löngu.
Hún lenti á jörðinni og hljóp í áttina að skólanum. Hún heyrði að Eric hljóp á eftir henni.
“Hvert ertu að fara?” Eric þreif í öxlina á henni.
“Ég ég verð að fara. Þú skilur þetta ekki.” sagði Iona og hljóp upp að skólanum og skildi bróður sinn gáttaðann eftir.
Hún hljóp að skrifstofu Dumbledors. Hann einn myndi vita hvað hún ætti að gera.
Hún hljóp að steinstyttunni og sagði hraðmælt: “Hvissandi púðurkellingar.”
En það var ekki Dumbledore sem að sat inni á skrifstofunni. Það var…
“Kart… Umbridge.” sagði Iona skelfingu lostin.
Það var engin önnur en Kartan sem að sat þarna.
“Hvað vilt þú?” sagði Umbridge. “Hvernig vissir þú leyniorðið.”
“Ég ég ætlaði að tala við Dumbledore.” stamaði Iona og bakkaði.
“Ég er skólastórin núna. Segðu mér jamm segðu mér.” Umbridge smjattaði á orðunum. “Afhverju þarftu endilega að tala við Dumbledore?”
“Ba-bara.” sagði Iona og bakkaði aftur að hringstiganum.
“Tengist það Sirius Black. Tengist það flótta Dumbledores? Tengist það Varnarliði Dumbledores?” Umbridge stóð upp.
“NEI! ÉG VEIT EKKERT UM ÞETTA!” öskraði Iona. Hún tók andköf af sársauka. Allt í einu fékk hún þá tilfiningu að hausinn á henni væri að springa. Hana langaði að kasta bölvun á þessu eldgömlu herfu.
“NEINEINEI!” öskraði Iona og þurfti að berjast á móti eigin fingrum því að þeir voru að seilast eftir sprotanum.
Hún klessti á vegginn. Veröldin dansaði fyrir framan augun á henni.
“Ég er að verða geðveik.” hugsaði Iona og hljóp að stiganum sem að hún sá í móðu.
Hún hrasaði í stiganum og valt niður hann allann.
Allt var dautt. Dumbledore farinn, hún gat varla stjórnað eigin hugsunum, Kartan var orðin skólastjóri…
Iona hljóp út. Hún hljóp að hliðinu. Hliðinu burt frá Hogwartsskóla.

Eric gekk frá kústunum. Afhverju hljóp Iona bara svona skyndilega í burtu?Þarna var hún. Hlaupandi að hliðinu. Eric dró upp sprotann sinn og hljóp á eftir henni enn með kústinn í annari hendinni.

Iona hljóp burtu frá skólanum. Hún var komin um hálfann kílómetra frá honum.
“IONA!” öskraði Iona. “IONA! KOMDU! TAKTU MIG! FÁÐU MIG TIL LIÐS VIÐ ÞIG! ÉG ER TILBÚIN!”
Það byrjaði að rigna. Iona lyppaðist niður, uppgefin andlega og líkamlega.
“Taktu mig. Taktu mig.” tautaði hún og skall í leðjuna sem hafði myndast.
Allt í einu sá hún lappir. Hún leit upp. Þarna var hún. Iona fyrri í öllu sínu veldi.
Iona fyrri tók í hendina á Ionu seinni. Hún greip upp ryðgaða gosdós. Ionu seinni leið líkt og kippt væri í krók bak við naflann á henni. Rétt áður en að hún missti meðvitund fann hún að einhver greip í skikkjuna hennar. Hún leit við og sá áhyggjufullt andlit Erics.
Tvíburabróðir hennar var með henni. Hann myndi styðja hana fram í rauðann dauðann.