Kafli 7

“Hvernig veist þú um blysið?” spurði Dumbledore undrandi.
“Hann er búinn að standa fyrir utan dyrnar í u.þ.b. 6 mínútur” heyrðist frá eldavélinni þar sem Arabella stóð og hrærði í potti.

“Hver er þar?” spurði Arabella allt í einu því skyndilega birtist maður fyrir framan ofninn.

Maðurinn var í síðum frakka og með hatt sem huldi augun.
“Skröggur” sagði Lupinn undrandi. “Við áttum ekki von á þér fyrr en í næstu viku.”
“Ég ákvað að ljúka verkefninu snemma vegna þess að mig langaði að hitta Harry” sagði Skröggur illilega.
“Hvernig komst þú hingað?” spurði Harry forvitnislega.
“Ég tilfluttist” sagði Skröggur.

“Hvar er græna blysið?” spurði Harry aftur.
“Það er geymt í Gringottbanka en ég held að enginn geti náð í það vegna þess að Cornelius Fudge segir að blysið sé hættulegt öllum sem ekki kunna að nota það. Því miður má ekki einu sinni erfingi blyssins ná í það en bæði pabbi þinn og afi reyndu að ná því,” sagði Dumbledore.

Harry ætlaði að fara að segja eitthvað en Skröggur greip frammí fyrir honum og sagði: “kannski hafa James og Devon reynt að ná í blysið en Harry er nú einstakur strákur og getur því kannski fengið blysið ef hann talar við Cornelius. Ef hann fær ekki blysið þá bara stelum við því.”

“STELUM ÞVÍ” sagði Arabella reiðilega. “Heldur þú að það sé einhver glæpastarfsemi í gangi hér?”
“Nei, en Harry á að hafa blysið því hann er erfinginn, þannig að við værum ekki að gera neitt rangt” sagði Skröggur.
“EKKI AÐ GERA NEITT RANGT” öskraði Arabella á Skrögg “HVAÐ HELDURÐU AÐ GERIST EF VIÐ NÁUMST?”
“Svartálfarnir munu líklega reyna að drepa okkur ef við reynum að stela úr bankanum” sagði Lupin rólega.

“Hvað finnst þér um þetta Dumbledore?” spurði Skröggur.
Dumbledore hugsaði sig um og sagði síðan: “Mér finnst það góð hugmynd að fara og ná bara í blysið. Harry er nú erfinginn.”

“Dumbledore! Hvernig geturðu sagt þetta? Við erum ekki að gefa Harry gott fordæmi með því að vera að tala um skipulagningu innbrots í Gringottbanka” sagði Sirius reiðilega.
“Hvað, var ég einhvern tíman að tala um að brjótast inn í bankann?” sagði Dumbledore hissa. “Ég var að tala um að fara bara í bankann og ná í blysið.”

“Hvernig ætlarðu að fara að því?” spurði Harry.
“Ég ætla að tala við vin minn Ludvig Black” sagði Dumbledore.
“Ekki ætlarðu að fara til bróður míns og biðja hann um að hjálpa þér?” spurði Sirius hneykslaður.
“Af hverju ekki?” spurði Dumbledore

“Þú veist af hverju” sagði Sirius. “Hann er ekki alveg eðlilegur”.
“Það er rétt” sagði Skröggur. “Það er honum að kenna að ég er með staurfót, fíflið reyndi að nota uppleysigaldur á mig þegar ég var að elta hann þótt að hann viti að hann sé skvibbi.”

“Af hverju varstu að elta hann?” spurði Harry.
“Ludvig er sá eini sem hefur náð að stela úr Gringottbanka” sagði Skröggur. “Hann er snillingur í dulargervum og hann getur líka verið stór hættulegur.”

“Af hverju er hann hættulegur?” spurði Harry.
“Hann er vargpíra” sagði Lupin alvarlega.
“Hvað er vargpíra?” spurði Harry.
“Ég er varúlfur og breytist í úlf á fullu tungli vegna þess að ég var bitinn af varúlfi en Ludvig breytist í vargpíru á fullu tungli vegna þess að hann var bitinn af vargi sem er sérstök varúlfategund og síðan var hann bitinn af vampíru tveim árum seinna og Græðararnir á Sankti Mungo sögðu að það væri hvorki hægt að kalla hann varúlf né vampíru svo þeir ákváðu að kalla þessa tegund vargpíru.”

“Alltaf á fullu tungli verður hann að blóðþyrstu skrímsli sem drepur allar lífverur sem eru í kringum það, nema hann sé lokaður inni eins og hann er í Azkaban” sagði Sirius

“Mér finnst að þú ættir að koma með okkur til Azkaban” sagði Dumbledore.
“Ég, til Azkaban!” sagði Harry skelkaður.

“Ég get ekki farið til Azkaban, ég get ekki verið nálægt vitsugunum” sagði Harry.
“Það eru engar vitsugur í Azkaban” sagði Dumbledore. “Þær voru brenndar vegna þess að Cornelius var hræddur um að vitsugurnar myndu gera uppreisn og ganga til liðs við Voldemort.”


8 kafli

“Gerðu það, ekki nefna hann á nafn” sagði Arabella.
“Hræðsla við nafn eykur aðeins hræðsluna við hlutinn sjálfan” sagði Harry.

“Rétt Harry” sagði Dumbledore glaðlega.
“Ættum við ekki að fara að leggja af stað til Azkaban?” spurði Lupin.
“Jú, ég held bara að við ættum að leggja af stað” sagði Dumbledore.

Sirius gekk að hurðinni, benti sprotanum á hana og sagði
“Chebrada Azkaban.” Hurðin sem hafði verið dökkbrún með gyllta hurðarhúna, varð grá og hrörleg.

“Vá, hvað gerðist?” spurði Harry.
“Ég kallaði fram aðaldyr Azkaban fangelsisins” sagði Sirius.
Dumbledore opnaði hurðina og gekk inn, síðan gengu Lupin, Arabella og Skröggur inn, síðan Harry og síðastur kom Sirius.

Lyktin sem var í fangelsinu var það vond að bæði Harry og Arabella kúguðust.

“Vá,” sagði Sirius. “Þetta hefur breyst síðan ég var hérna.”

“Enda vinna engir hérna nema ég og nokkrir húsálfar sem færa föngunum mat og passa fangana” sagði kona sem gekk að þeim.

“Ó, halló Elizabeth” sagði Dumbledore.
“Harry, þetta er Elizabeth Hawren. Hún er fangelsisstýra hér og meðlimur fönixreglunar.”

“Af hverju er staðurinn auður?” spurði Sirius.

“Voldemort kom hingað meðan ég var á fundi hjá Galdramálaráðuneytinu og náði í nokkra fanga og drap síðan hina sem voru eftir” sagði Elizabeth.

“Hvað varstu að gera í Ráðuneytinu?” spurði Harry.
“Æ, það var fundur um réttindi fanga og eitthvað þannig.”

Lupin þefaði upp í loftið. “Miðað við lyktina sem er hérna mætti halda að hann hefði skilið eftir hvellfætlur” sagði Lupin.

“Já hann gerði það og þær stefna beint á mig” kallaði hás rödd.
“Hver ert þú?” kallað Sirius.
“Ég heiti Ludvig Black” var svarað á móti.

“HVAR ERTU” kallaði Sirius.
“Í fimmta klefa til vinstri á gangi þrjú.”

“Hann er í klefa 390” sagði Sirius og hljóp af stað inn ganginn.
Dumbledore, Harry og allir hinir eltu Sirius inn ganginn.

“Ef þið eruð komin til að bjarga mér þá ættuð þið að flýta ykkur því eldskrímslin eru að reyna að brjóta niður hurðina á klefanum mínum” öskraði Ludvig.

Skyndilega stoppaði Dumbledore. “Hvað er að?” spurði Harry.
Dumbledore horfði inn í einn klefann. Svipurinn á Dumbledore lýsti bæði undrun og viðbjóði.
Harry leit inn í klefann og sá tvo blóðuga húsálfa með stálrör vera að berjast við hvellfætlu sem var greinilega alveg að drepast.

Harry ætlaði að fara nær hurðinni á klefanum til að sjá betur, en Dumbledore stoppaði hann. “Ekki koma nálægt þessu” sagði Dumbledore.

Skyndilega kom Sirius labbandi að þeim. Hann var kófsveittur
og einhver elti hann.

“Af hverju ertu svona sveittur?” spurði Harry.
“Hefurðu prófað að berjast við hvellfætlu með berum höndum?” spurði Sirius.
“Nei það hef ég ekki” svaraði Harry.

OAYYYYYUUUUUUUU. Húsálfunum hafðist greinilega tekist að drepa hvellfætluna því að það heyrðist hátt sársaukavein frá henni og síðan datt hún á gólfið.

Elizabeth flýtti sér að opna klefann til að hleypa húsálfunum út.
“Er allt í lagi?” spurði hún húsálfana.
“já já,” svöruðu þeir.
“En af hverju slepptuð þið Ludvig?” spurðu húsálfarnir.

“Hann þarf að vinna fyrir mig” svaraði Dumbledore.
“Gera hvað?” spurðu húsálfarnir.
“Hann á að hjálpa okkur í London” svaraði Dumbledore.

Húsálfarnir gengu til Ludvigs, tóku í hendurnar á honum og sögðu: “við komum með”.
“Nei þið komið ekki með” svaraði Sirius.
“Við erum skyldugir til að fara með, þar sem við erum núna fangaverðir Azkaban fangelsisins” svöruðu álfarnir.