SPOILER
Iona þrammaði í gegnum göngin í átt að Hogwarts aftur. Hún ýtti herðarkistlinum á eineigðu norninni varlega upp og gæðgðist til að kíkja hvort að einhver var þarna. Það var enginn og hún smeygði sér út úr leynigöngunum og lokaði þeim vel.
Hún þusti niður að stóra salnum. Hvar sem Eric væri ætlaði hún að finna hann. Garnirnar í henni gauluðu hátt. Og þó, kanski ætti hún að borða pínu fyrst.

Iona tilflutti sig að skólanum. Þessi heimska tvíburasystir hennar ætlaði sennilega að segja Dumbledore allt. En Iona gat ekki tilflutt sig inn á skólalóðina. En hún labbaði inn á skólalóðina eins og ekkert væri.
“Þetta er ástæðan fyrir að ég verð betri galdramaður og miklu máttugri en Voldemort.” hugsaði Iona. “Ég óttast ekki Dumbledore.”
Hún fór samt í hulinskikkjuna ef að Iona seinni væri þarna.
Iona læddist inn um aðaldyrnar og upp í Stóra Salinn.
Þarna sat Iona seinni. Hún var að borða.
Iona hugsaði. Hún þyrfti að valda Ionu seinni truflun. Hún greip upp sprotann sinn og hvíslaði : “Wingardium leviosa.” og beindi að nokkrum diskum. Iona seinni leit strax á diskana sem að flugu um loftin en á meðan læddist Iona fyrri og stráði dufti á matinn hennar en hljóp svo út af Hogwarts lóðinni og tilflutti sig í burtu.

Iona sneri sleit augun loksins af fljúgandi diskunum þegar hún sá Eric labba inn í salinn. Hún kláraði kjötbúðinginn sína og labbaði til hans.
“Eric ég verð að segja þér svolítið.” sagði hún þegar Eric settist.
“Ha hvað?” sagði Eric glaðlega og teygði sig eftir pylsufatinu.
“Ég ja ég sko þarna.” Iona var algjörlega stopp.
“Hvað?” sagði Eric og hámaði matinn í sig.
“Ég man það ekki.” sagði Iona og stóð upp. “En það var einhvað mikilvægt.”
Iona fyrri skynjaði þessu tilfiningu Ionu seinni og brosti með sjálfri sér.

12. kafli Fundurinn á tvístefnuspeglinum
Jólin gengu í garð. Iona var búin að útbíta gjöfunum en brá þegar nokkrar gjafir lágu í snyrtilegri hrúgu fyrir framan rúmið hennar þegar hún vaknaði á jóladagsmorguninn.
Hún fór með þær niður í setustofu. Þar sat Eric með jafnmargar gjafir og hún. Hann var að taka upp albúmið sem að hún gaf honum.
“Vááá.” sagði Eric hrifinn. Hann kom eina kortinu sínu fyrir, myndinni af Alberic Grunnion.
Iona opnaði sínar gjafir og undraðist hversu hugmyndaríkir vinir hennar gátu verið. Hún fékk fallegann svartann fjaðurstaf frá Maxine, stórann pakka af fýlubombum frá Liam, Rauða skikkju frá Eric og lítinn karl frá Joshua sem var með arnarnef og svart hár.
Karlinn labbaði fram og til baka á meðan Iona dáðist að honum.
“Vááá þetta er Victor Krum.” sagði Eric og reif utan af pakkanum frá Joshua. Í honum var um tíu sentímetra löng eftirlíking af kústi. “Settu hann á kústinn!”
Iona kom kallinum fyrir á kústinum en hann flaug nokkra sentímetra fyrir ofan jörðu. Skyndilega tók kallinn dýfu en þegar hann var við það að klessa á gólfið rétti hann kústinn við og hans smáu tær struku gólfið.
“Ég hef heyrt um þessa brellu.” sagði Eric hugfanginn og glápti á kallinn. “Wronskivarnarbragðið. Hann notaði þetta á síðasta ári á heimsmeistaraleiknum, Búlgaría á móti Írlandi. Hann lék með Búlgaríu.”
“Hvernig veist þú þetta.” sagði Iona, tók upp kallinn og stakk honum í vasann.
“Joshua sagði mér þetta hann fór á leikinn.” sagði Eric með dreyminni röddu. “Ef ég hefði verið búinn að fatta þá að ég væri galdramaður hefði ég farið. Krum náði eldingunni en Írland vann. Írland vann Quidditch bikarinn. Þeir hafa bestu sóknarmenn í heimi.”
Iona og Eric fóru niður í morgunmat. Langborðin svignuðu undan kræsingum og gáfu fyrstu veislunni ekkert eftir. Iona og Eric hittu Liam, Maxine, Joshua, Rose og Peter og ákváðu að hafa eina æfingu klukkan tólf.
Iona sveimaði um líkt og örn yfir öllum hinum leikmönnunum. Sendi tromluna á Eric. Lækkaði flugið pínulítið og naut þess að finna kalt vetrarloftið bíta í kinnarnar.
En skyndilega fannst henni líkt og panna hefði lent í hausnum á henni. Hún flaug af kústinum og lenti í jörðinni. Hún hafði borið hægri handlegginn fyrir sig. Hún heyrði hátt “krakk” hljóð og fann sársaukann breiðast alveg upp í öxl þegar handleggurinn brotnaði. Hún fann að hún hafði lent á einhverju öðru. Litlum spegli. Hinir krakkarnir lentu og stumruðu í kringum hana. Iona flýtti sér að stinga speglinum í vasann en var við það að missa meðvitund af sársauka.
“Eigum við að fara með hana í sjúkraálmuna?”
“Já ég held það.”
“Haldiði að fröken Pomfrey geti lagað þetta?”
“Alveg örugglega.”
Iona fann margar hendur lyfta sér upp og hún var borin upp í kastala. Þegar þau komu í sjúkraálmuna þá féll Iona í ómegin.
“Handleggsbrot. Má ég geta? Quidditch?”
“Já.”
“En þið eruð allt of ung til að spila.”
“Við fengum leyfi til að æfa okkur fyrir næsta ár.”
“Þessir krakkar.”
“Fröken Pomfrey.” þetta var rödd Erics. “Hún er að vakna.”
Fröken Pomfrey stormaði að Ionu sveiflaði sprotanum og þá fann Iona ekki lengur fyrir neinum sársauka. Hún hreyfði handleggin. Hann var fullkomlega í lagi.
“Jæja út með ykkur.” sagði fröken Pomfrey. “Ég þarf að sinna þarfari verkefnum.”
Krakkarnir hlupu út. Eric gapti enn yfir því hversu fljót hún hafði verið að laga handlegg Ionu.
“Hver nennir í galdramannatafl?” sagði Joshua. “Ég þarf að prófa nýju kallana mína.”
Þau nentu því öll og fóru niður í Stóra sal. Klukkan var orðin ellefu þegar Iona kom aftur upp í heimavistina. Það var ekki fyrr en hún lét fötin detta á gólfið og fór í náttfötin þegar hún heyrði hátt “klank” og mundi eftir speglinum.
Hún dró hann fram. Þetta var bara venjulegur spegill. Ekkert sérstakt við hann.
Iona skimaði í kringum sig. Allar stelpurnar sem að ekki höfðu farið heim í jólafríinu voru sofnaðar.
Skyndilega kom ljós frá speglinum. Andlit kom í ljós. Þetta var spegilmyndin af henni.
Nei, þetta var IONA FYRRI!