Níundi Kafli Greyið Eric
Strax að skólanum loknum á mánudaginn tókst Ionu að fá kúst lánaðann. Hún þurfti að fá leyfi hjá McGonagall prófesor en var staðráðin í þessu. Hún þurfti að dreifa huganum, hætta að hugsa um þessa fjandans tæfu sem að ásótti hana.
Hún fékk að vísu bara einhvað algört drasl. Kústurinn var forugur og stráin öll slitin og bogin.
Iona settist á kústinn. Það var hljótt fyrir utan þessa fáu nemendur sem að löbbuðu inn í kastalann og út.
Hún spyrnti sér frá jörðu og fann vindinn sem blés framan í hana. Hún fann fyrir gleði og óstjórnlegri ánægju. Hún lokaði augunum og sá það fyrir sér. Iona og Eric Harwing, meistarar í Quidditch. Enginn varnarmaður gæti stoppað þau. Iona flaug nokkra hringi. Ímyndaði sér að hún væri með tromluna. Tromlan væri steinninn sem að lægi á jörðinni. Hún tók dífu svo nálægt jörðu að skikkjan strauk regnblautt grasið. Hún náði traustu taki á steininum, ímynduðu tromlunni. Ef hún ætlaði að verða góð í Quidditch þá þyrfti hún að æfa sig.
Há grenitréin breyttust í markstangir í hennar huga. Ímyndaðir varnarmenn reyndu að stöðva hana. En hún lét þá ekki vera létta. Þverrt á móti. Hún tók stórar dífur til að forðast þá. Gabbaði varnarmanninn sem að var fremur góður og skoraði.
Iona stoppaði. Henni hafði ekki liðið svona vel í langann tíma. Það var byrjað að rigna en henni var alveg sama. Hún sveif yfir vatnið og sá risa smokkfisk sem að svamlaði þar. Sá skólann úr lofti. Hrikalega var hann stór. Sá lítinn kofa sem að hún hafði varla tekið eftir áður. Hver bjó þar?
Iona kom ekki inn fyrr en mörgum klukkustundum seinna, blaut en ánægð.
Hún flakkaði um stigagangana. Að lokum fann hún kennarastofuna og skilaði frú Hooch kústinum. Svo byrjaði hún að flakka um gangana. Hana langaði að sjá hverjir höfðu unnið Quidditch verðlaun.
Þarna voru verðlaunaskápar. Í einum hafði einhver Eric unnið til verðlauna. IONA! Þarna voru verðlaunagripir sem að nafnið Iona stóð á.
Iona Harwing meistari í hólmgöngu
Iona Harwing góð Quidditch frammistaða
Iona og Eric Quidditch sigur
Hjartað í Ionu stoppaði. Iona Harwing það var hún. Tvíburinn! Iona rauk af stað. Það væri aðeins einn sem að gæti svarað þessari spurningu. Dumbledore! Hún rakst á McGonagall prófesor á göngunum.
“Iona hvað ert þú að gera hér?” spurði McGonagall.
“Ég verð að fá að tala við Dumbledore.” sagði Iona hraðmælt.
“En afhverju.”
“Það tengist Ionu sem að var hérna fyrir kanski einu eða tveimur árum!” sagði Iona.
McGonagall brá en reyndi að dylja það.
“Allt í lagi allt í lagi.” sagði McGonagall og gekk af stað. Iona elti. Þær stoppuðu fyrir framan styttu af ufsagrýlu.
“Hvissandi púðurkellingar.” sagði McGonagall.
Ufsagrílan vék til hliðar og veggurinn opnaðist. McGonagall sagði:“Hérna farðu hér.” og benti á hringstiga sem að var inni í klofnaða veggnum.
Iona byrjaði að ganga upp hringstigann. Hún heyrði vegginn lokast aftur. Við hverju bjóst hún? Þetta var nú einu sinni galdraskóli.
Þegar hún kom í enda hringstigans þá sá hún fallega skrifstofu. Hvissandi silfurlit tæki voru á borðum og hillum, málverk af fullt af fólki sem að dottaði og bara allt fullt af dinglumdangli.
Inni í miðri skrifstofunni sat Dumbledore og las bók.
“DUMBLEDORE!” sagði hún háum rómi nærrum því öskrandi.
“Jamm Iona.” sagði Dumbledore yfirveguðum rómi.
“Það var önnur Iona í þessum skóla ég vil fá að vita allt um hana.” sagði Iona heimtandi.
“Allt í lagi.” sagði Dumbledore enn jafn rólegur. “Tylltu þér.” sagði hann og benti á stól. Iona settist.
“Iona Harwing fyrri byrjaði í þessum skóla látum oss sjá 1988. Hún var afar gáfuð en byrjaði einu ári of seint því að hún hafði flakkað í eitt ár eftir að Dumbledore hafði drepið pabba hennar þegar hún var ellefu ára. Semsagt hún var tólf ára þegar hún var á fyrsta ári. Hún var afar gáfuð en því miður var skapið afar mikið. Ég sagði henni sannleikann að Voldemort hafði myrt pabba hennar og maður hefði haldið að hún yrði reið en nei. Hún varð heilluð. Heilluð af myrkru öflunum. Eric hét strákur sem að hafði ekkert eftirnafn því að hann mundi það ekki og var munaðarlaus. Hann elti hana á röndum, verndaði hana í hvert sinn sem að hún missti stjórn á reiðinni. Hann var einnig tólf ára þegar hann byrjaði. Ionu langaði ekki að ”dveljast með þessum ellefu ára smábörnum“ eins og hún kallaði það og grátbað um að láta hækka sig um bekk. Ég gaf henni og Eric leyfi til þess en það má kanski telja það til mistaka. Þau lærðu eins mikið og þau gátu og voru að lokum hækkuð um bekk.
Þau voru fram úr skarandi Quidditch spilarar og kepptu með liðinu allt uns þau hættu í skólanum, eða nei að vísu ekki Eric. Hmmm. Iona varð heillaðri af myrku öflunum með hverju árinu sem að leið og varð sífellt fróðari um það. Henni þótti afar áhugavert hvað gerðist við Zack Collin, nemanda í Hufflepuff sem að byrjaði hér 1988. Iona útskrifaðist hérna árið 1990. Er þetta nóg?”
“Já.” sagði Iona og skammaðist sín fyrir að hafa verið með þessa heimtufrekju.
“Reyndar.” sagði Dumbledore og gekk að Ionu. “Þá ertu bara mjög lík Ionu hinni.”
Ionu datt í hug að spyrja hvað hefði gerst við Zack Collin en fannst hún hafa spurt nóg.
“Takk” sagði Iona og gekk að hringstiganum.
Veggurinn var að lokast en Iona heyrði Dumbledore tauta:“Greyið Eric.”
Iona gekk upp í svefnálmu og fór að sofa enda var orðið löngu dimmt. Maginn á henni var enn á flugi en hrapaði í hverrt sinn sem að hún hugsaði um Ionu hina.
Það voru of margar spurningar en of fá svör.
Þriðjudagurinn var ömurlegur og einnig allur afgangurinn af vikunni. Verstir voru tímarnir í vörn gegn myrkru öflunum. Þessi Umbridge var hreinræktuð tæfa. Eina sem Iona gat gert var að ímynda sér að hún væri ekki þarna lengur. Hún var löngu hætt að lesa í þessari bók Hin myrku öfl enda var hún búin að lesa hana.
Iona ímyndaði sér að hún væri á kústinum. Hún var ekki lengur sóknarmaður heldur varnarmaður. Umbridge var þarna niðri á jörðinni öskrandi á hana. Ionu var skítsama. Það kom rotari á móti Ionu.
Hún sló rotarann beint í áttina að Umbridge. Umbridge gaf frá sér hátt gól þegar hún fékk rotarann í sig. Iona hló. Það var frábært að níðast á þeim sem hún hataði.
“Iona Harwing!” heyrði Iona öskrað og hún var rifin upp úr draumum sínum.
Á móti henni tók reiðilegt andlit Umbridge.
“Varstu að sofa í tímanum?” andlit Umbridge afmyndaðist og hún minnti á afskræmda körtu.
“Ehh neinei.” sagði Iona og reyndi að hljóma eðlilega.
“Ekki ljúga að mér! Ég horfði á þig og þú varst sofandi og hlóst.” þrumaði Umbridge.
Iona stakk höndunum í vasana. Nú var hún dauð. Hún rakst á einhvað. Ælupillurnar sem að tvíburarnir höfðu verið að prófa á þeim.
Hún muldi pilluna í vasanum. Hún vildi ekki verða mikið veik. Hún vildi bara sleppa við þennann tíma og komast í flugtímann.
“Veistu hvað?” sagði Iona og þóttist geispa. Hún setti hendina fyrir munninn og gleypti duftið í leiðinni. “Ég held að ég sé veik.”
Iona fann að pillurnar voru farnar að verka.
“Ég þarf að gubba.” sagði Iona og kúgaðist með tilþrifum.
Umbridge bakkaði líkt og hún héldi að Iona myndi springa í loft upp hvað og hverju.
“Út með þig út.” sagði Umbridge. “Eða ertu bara að leika?”
“Neinei.” sagði Iona og setti meira duft upp í sig. Sem sönnun þreif hún skál sem að lág í einni hillunni og gubbaði í hana.
Umbridge bakkaði alveg upp að kennaraborðinu.
“Má ég núna fara?” spurði Iona feikaðri veiklulegri röddu.