Hér er kominn 7.kafli af fanficinu mínu. Það er orðið nokkuð langt frá því sá 6. kom en ég hef líka verið svolítið upptekin…



Aðeins að rifja upp hvar við vorum…


“Okey Martin! Ég get séð framtíð sums fólks ef ég vil það en venjulega loka ég það úti. Ég sá það strax að hún var ekki verulegur skyggnir svo ég náði bara í brot af því sem ég sá af framtíð Neville og sagði frá því.”

“En ef að þú ert virkilega skyggnir og það svona góður eins og þú ert að lýsa, þá þíðir það að spádómurinn á eftir að rætast! Í rauninni ættiru að vera farin að finna fyrir fyrstu merkjunum…” hann snar þagnaði og þau litu bæði á Harry. Martin leit aftur í augu systur sinnar og stundi síðan “Ó, nei! Þú ert búin að sjá fyrstu merkin er það ekki!?! Spádómurinn er byrjaður að ganga eftir….”




7.kafli

Harry skildi ekki. Afhverju litu þau bæði á hann um leið og þau töluðu um spádóm sem væri að ganga eftir, spádóm um Saskiu. Hann var allveg ruglaður, “hvaða spádóm eruð þið að tala um og hvað kemur hann mér við?”

Saskia varð mjög skrítin á svipinn og svaraði áður en Martin náði svo mikið sem opna munninn “það skiptir ekki máli! Það er bara svolítið innan fjölskyldunnar sem er ekki mikið talað um…!” Hún leit á Martin með svip sem gaf vel til kinna að hann ætti að halda sig á mottunni. Martin yfti öxlum “hann kemst að þessu fyrr eða síðar ef þetta er byrjað að ganga eftir. Ég ætla í rúmið, kemuru Harry?”

“Já, góða nótt Saskia.”

“Góða nótt”

Þegar Harry og Martin voru báðir háttaðir (Ron var ekki enn kominn af þessum fundi) spurði Harry Martin, “hvað voruð þið að tala um þarna niðri?”

“Get ekki sagt þér, það er Saskiu að ákveða hvenar þú færð að vita þetta.” Þar með var málið útkljáð að hans hálfu og hann sneri sér undan og fór að sofa. Harry gat ekki farið að sofa strax, svo djúpt hugsi var hann. *Hvað áttu þau við, og hvernig blandaðist hann inní fjölskyldumál þeirra!*

Harry var enn ekki sofnaður þegar Ron kom inn í herbergið. Hann ákvað að taka ekki áhættuna á að vekja hina og hvísla.

“Hæ, hvernig var?”

“Ömurlegt! Ég hefði miklu frekar viljað eyða deginum í Hogsmede heldur en vera á þessu bulli. Það var bara verið að tala um skildur umsjónamanna, hvað við stæðum okkur vel og svo vorum við látin kjósa um ýmislegt dót. Eins og hvort halda ætti þrígaldraleikana aftur og þannig. Umsjónarmenn í hinum skólunum eru víst líka búnir að vera í svona, eða það var okkur sagt.”

“Hey Ron, þetta kemur þér kannski í betra skap.” Harry dró bakpokann sinn undan rúminu og uppúr honum hunangsöl, nammi úr sælgætis baróninum og smá af hrekkjadóti. “Ég keypti ekki svo mikið af þessu” sagði Harry þegar hann kastaði hrekkjavörunum til Rons, við fáum svo miklar birgðir frá bræðrum þínum…”

“Já það er satt, en vá maður! Takk fyrir, þú bjargaðir deginum fyrir mér”

“Það var ekkert. En þú verður að segja mér hvernig kostningin um þrígaldraleikana fór.”

“Já, þeir verða haldnir aftur. Það var mjög tæpt hjá okkur þar sem margir enn hræddir eftir það sem kom fyrir Credric, en svo komu uglur frá Beauxbatons og Durmstrang og þegar þær voru komnar var ljóst að þeir yrðu haldnir.”

“Geðveikt, við erum nógu gamlir til að taka þátt er það ekki?”

“Hehe, mundi það stoppa þig þótt það gerði það ekki?” Ron var glettinn á svip. Harry kastaði koddanum sínum í hann og þeir birjuðu á koddaslag…hann stóð þó ekki lengi því þeir vöktu bæði Seamus og Martin sem voru ekki mjög ánægðir með það.

Daginn eftir hafði það kvissast um allan skólann að þrígaldraleikarnir skildu verða haldnir aftur. Ron var í miðjum klíðum að segja frá fundinum
“…já, og svo vorum við látin kjósu um ýmislegt dót. En það var samt mest í kringum þrígaldraleikana. Við vorum látin svara spurningalista með allskonar skrítnum spurningum, eins og ‘finnst þér að minnka ætti takmarkið svo fleiri eigi möguleika, þar sem komið hefur verið fram að fjórða árs nemi er fullfær um að vinna eldbikarinn?’ og svo mátti maður velja á milli 5, 6 og 7 árs nema þar sem takmarkið ætti að vera.”

“Hvað gerðir þú???” heyrðist úr öllum áttum í kringum þau.

“Nú auðvitað 6 árs nemar! Erum við ekki á 6 ári, þá er tilgangslaust að vera að gefa yngri nemunum falsvonir. En það kom samt út að 5 árs nemar fá að taka þátt.”

“RON!!! Þetta eru háleynileg málefni sem þú ert að ljóstra hér upp!!! Hversu oft var sagt við okkur að við mættum ekki tala um það sem fram færi!?!” Hermione var öskureið.

“Hef ekki glóru, nokkuð oft. Taldir þú?”

“Ron!”

“Jájá, ég meina common Draco er akkurat núna búinn að segja hverjum einasta Slytherin nema hvert einasta orð sem sagt var. Svo mér finnst bara almenn skynsemi og skilda mín sem umsjónarmanns að tilkinna Gryfindor-nemum hvað fram fór.”

Þessi stutta ræða kallaði fram mikið lófaklapp hjá þeim mörgu sem höfðu hlustað með athygli á Ron.

Harry sá að rifrildi var í uppsiglingu því Ron var mjög ögrandi á svip og Hermione virtist vera að springa því hún var eldrauð í framan með krefta hnefa og mjög reiðileg í framan, og þá meinti Harry mjög reiðileg.

Hey krakkar, við verðum að mæta í tíma….komið! Hann tók undir sitthvora hönd á þeim og leiddi þau sitthvöru megin við sig útúr salnum.

“Við erum að fara í Sögu galdranna.” Hermione benti honum á þetta þegar hann ætlaði að ganga í vitlausa átt. Þau gengu þrjú eftir ganginum ósköp róleg og allt virtist vera að koma í fyrra lag, en þá gengu þau fyrir hornið. Og við þeim blasti hrillingur! Einhver hafði hengt aumingja Vinky upp á aftur fótunum og fötin hennar voru gegndrepa í rauðum vökva….óhugnalega líkum blóði. Hermione fékk móðursýkiskast og í þann mund sem fyrsta öskrið komst af vörum hennar komu Martin og Saskia hlaupandi fyrir hornið (þau höfðu verið að drífa sig til að ná þeim) þau frusu um leið og þau komu fyrir hornið og Saskia öskraði í kór við Hermione og þær stóða grátandi uppvið hvor aðra. Strákarnir voru stjarfir! Að lokum gat Saskia talað fyrir ekkasogum og öskrum “s-s-strákar þ-þið verðið að t-taka hana n-niður” hún stamaði og hélt svo áfram að gráta. “Öhh, já.” Harry gekk að því sem virtist alblóðugt lík Vinky og kipti spottanum í sundur og hélt á litla líkamanum í höndum sér. Hann strauk yfir hana og fann þá það sem hann átti ekki vona á.
“Hún andar! Hún er ekki dauð!”

Hermione gaf frá sér lágt óp og hljóp til Harry. Hún tékkaði á púlsinum og fann að hann var veikur, fljót náið í hjálp! Martin hljóp og kom aftur í fylgd McGonagall eftir um 20 sec… “hérna prófessor”

“Guð minn góður! Við verðum að koma aumingja húsálfinum strax á sjúkrahúsálmuna!”

“Martinn var kominn til Rons og Harrys og hvíslaði að þeim “ég mætti henni hérna á næsta gangi, sem betur fer!”

“Jamm”

McGonagall sneri sér við á horninu, “þið 5 komið með mér! Ég þarf að tala við ykkur þegar henni hefur verið komið fyrir í góðum höndum, og skólameistarinn líka!”

Harry skildi ekki hvernig Mcgonagall fór að þessu. Hún hálf hljóp áfram, hélt á Vinky með annari hendi og var búin að draga upp sprotann sinn með hinni. *Hvað ætlaði hún annars að gera við sprotann?* Harry fékk svar við þeirri spurningu hálfu augnabliki síðar þegar hún beindi sprotanum að hálsinum á sér og næstum æpti “Sonorus!” Hún hélt enn á Vinky, sprotanum og hálf hljóp þegar hún tók til máls og Harry gat svarið að þetta hlaut að hafa hljómað um allan skólann, og kannski var það tilgangurinn.

“Dumbledor, skólameistari! Komdu strax á sjúkrahúsálmuna! Það hefur komið upp neiðaratvik! Umsjónarmenn fylgi nemundum af sínum vistum strax á þær og bíði þess að forstöðu maður þeirrar vistar komi og tali við hópinn. Þeir kennarar sem geta komið strax á sjúkrahús álmuna!”

Þau voru komin á sjúkrahúsálmuna og frökin Pomfrey var tilbúin og tók strax við Vinky og fór með hana á rúm sem var bakvið hengi og haryr bjóst við að hún væri að athuga hversu alvarlegt ástand Vinky væri. Það leið hinsvegar ekki nema um hálf mínúta þangað til hún kom aftur.

“Húsálfurinn er ekki slasaður. Þetta er ljótur grikkur auk þess sem hú nhefði getað slasast, henni var birlað svefnlyf, og stór skammtur af svefnlyfi sem veldur því að hún á erfitt með andadrátt. Því næst voru skorin skilaboð í hana og þaðan hefur blætt örlítið, svo var hellt að því er virðist uglublóði eða álíka yfir hana og hún…hengd upp segiru? Ótrúlega ljótur og hættulegur leikur og sá sem sá fyir þessu verður að því ég held rekinn.”

“Það verður viðkomandi!” Dumbledor stóð í dyrunum og hraðaði sér til fröken Pomfrey. “En segðu mér Poppy hver voru skilaboðin sem þú sagðir að hefðu verið skorin í álfinn?”

“Þetta er hryllilegt! Það sem hefur verið skorið á maga aumingja hús´lafsins er einfaldlega ‘HAHAHA Þið létuð gabbast’ ”

“Saskia og Hermione hlupu báðar yfir að fötu sem var hinum megin í herberginu og kúguðust.”

Eftir að hafa gefið Dumledor góða lýsingu á því hvernig allt hefði verið fóru þau uppá vist. McGonagall hafði þá þegar komið og talað við hina og allir voru í losti.

Í lok vikunnar hafði enginn gleymt þessu en þá var eins og Harry rankaði við sér. Þau yrðu sótt í kvöld…..



Hvernig finnst ykkur? Á ég að koma með 8.kafla???