spoiler 8.Kafli flugið
Iona og Eric fóru einnig til Hogsmade næsta dag en sáu nokkra þriðja árs nema sem að þau höfðu oft talað við svo að þau fóru aftur til Hogwarts til að það yrði ekki borið kennsl á þau.
“Hlustaðu.” sagði Iona og greip í Eric þegar hann ætlaði að fara að labba í burtu. “Þú mátt ekki segja neinum frá þessu. EKKI NEINUM.”
“Jájá slappaðu af.” sagði Eric. Hann hljóp svo upp á efri hæðina.
“Sennilega til að tala við Joshua eða einhvað.” hugsaði Iona.
Og þó. Eric sankaði að sér vinum. En einu vinir sem að Iona átti í þessum skóla voru Liam og Maxine ef þau kölluðust nú vinir.
Hún hafði ekki talað við þau í heila eilífð.
Allt sitt líf hafði Iona aldrei átt svo marga vini. En þeir vinir sem að hún átti voru sannir vinir.
Það var nóg fyrir Eric að tala við einhvern krakka einar frímínútur og þá var hann orðinn vinur hans.
Iona gat séð afhverju hún átti svona fáa vini. Hún var alltaf mjög dul og lokuð. Opnaði sig aldrei fyrir neinum strax. Og þegar hún hugsaði sig um þá hafði hún hagað sér eins og algjör tík varðandi Liam og Maxine. Hún hafði ekkert talað við þau ekki einu sinni heilsað þeim þegar hún mætti þeim á leiðinni í tíma.
Þetta var síðasta hugsunin sem Iona hugsaði áður en henni skrikaði fótur. Hún reyndi að grípa í handriðið en rak hendina fast í fann hryllilegann sársaukann í hendinn. Þá lenti hún með hausinn í einu þrepinu.
Veröldin flökti og gulir deplar dönsuðu fyrir augunum á henni. Hún neyddi sjálfa sig til að standa upp og hallaði sér yfir handriðið. En þá missti hún jafnvægið og datt yfir handriðið. Hún hélt sér fast með höndunum en afgangurinn af búknum dinglaði í lausu lofti. Ef hún myndi missa takið myndi hún sennilega deyja af fallinu. Hún var jú á þriðju hæð.
Iona svitnaði og þannig byrjuðu hendur hennar að renna. En þá rétti einhver henni hendina. Hún tók í hana og henni var kippt yfir á öruggann stað aftur í stigann.
Iona leit á björgunarmann sinn. Hún öskraði. Hún öskraði og öskraði alveg þangað til að allt loftið í lungunum á henni kláraðist. Þá dró hún inn andann og öskraði aftur.
Þetta var stelpan. Stelpan stóð upp og rétti Ionu hendina. Iona kippti hendinni að sér.
Stelpan yppti öxlum líkt og þetta skipti engu máli og stóð upp.
“Mundu bara tilboðið og greiðan.” hvíslaði hún og gekk í burtu.
Iona lokaði augunum. Henni leið líkt og hún væri á flugi. Hún flaug hátt yfir Hogwartsskóla. Á hægri hönd hennar voru faðir hennar og móðir en á þeirri vinstri Eric.
En allt í einu hvarf þetta líkt og slökkt væri á sjónvarpi. Þarna var stelpan aftur. Hún sveiflaði sprotanum aftur og þetta kom aftur í ljós. Þegar fjögurra mann fjölskyldan sveif þarna ánægð.
Þetta var tæling.
“NEEEEEIIII!” öskraði Iona. Flugtilfiningin hætti. Mamma hennar og pabbi brunnu upp líkt og pappír sem að er kveikt er í.
Iona var ekki lengur á flugi. Hún hrapaði. Beint á gaddabreiðu. Þarna var stelpan aftur.
“Mundu bara tilboðið.” sagði stelpan og benti á hana. “Og mundu hvað ég og þú getum gert.”
Iona reis upp. Hún sá andlit. Var þetta stelpan? Iona gnýsti tönnum. Ef þetta væri hún ætlaði hún að berja tæfuna í klessu alveg sama þótt að hún væri að minsta kosti átján ára en Iona bara ellefu ára. Nei þetta var Maxine.
“Hvað gerðist?” sagði Iona og settist upp. Hún lág í rúmi í sjúkraálmunni. “Maxine?”
“Þú dast í stiganum.” sagði Maxine. “En fröken Pomfrey segir að þú megir fara núna.”
“Fínt.” sagði Iona, stóð upp og labbaði út. En þá rifjaðist upp fyrir henni ástæðan afhverju hún átti svona fáa vini. Hún sneri sér aftur að sjúkraálmunni. Hún ætlaði að tala við Maxine og biðjast fyrirgefningar fyrir að hafa verið svona skrítin upp á síðkastið og hundsað hana.
Skyndilega án þess að vita afhverju tók hún upp sprotann sinn og sagði: “Accio mynd!” og hugsaði um myndina sem að lág ofan í koffortinu sínu.
Það leið smá stund. Svo kom myndin fljúgandi fram hjá nokkrum hissa nemendum.
Iona tók hana og skoðaði. Þrýsti henni að sér. Hún gat ekki lifað án hennar.
“Hvernig gastu þetta?” spurði Maxine sem að hafði komið labbandi á eftir henni. “Við eigum ekki að vera búin að æfa þennann galdur.”
“Ég hef ekki hugmynd.” tautaði Iona og skoðaði myndina.
“Vá en flott mynd.” sagði Maxine og skoðaði myndina. “Á þetta að vera eldri gerðin af þér?”
Iona blindaðist af tárum. Hún ýtti Maxine í burtu og hljóp í burtu. Hún rakst á einhverja en ýtti þeim í burtu af blindni. Hlátur ómaði en henni var svo skítsama. Hún hætti ekki að hlaupa fyrr en hún var komin upp í svefnálmu.
Þar var bara einn annar. Ljóshærð stelpa sat í rúminu sínu með spegilinn sinn, sem að Iona hafði notað fyrir stuttu, greiddi hár sitt og raulaði.
“Varstu að gráta?” spurði stelpan og setti spegilinn og greiðuna aftur ofan í kistuna sína.
“Nei.” sagði Iona og settist í rúmið sitt. “Eða jú ég datt í stiganum.” bætti hún við og sýndi stelpunni sár sem að hafði myndast á hausnum á henni.
“Ó.” stelpan vissi ekki hvað ætti að segja svo að hún skokkaði sönglandi út úr svefnálmunni.
Um leið og hún var farin greip Iona spegilin hennar og bar andlit sitt saman við myndina.
Annað augað hafði gránað pínu en Ionu brá þegar hún sá að það var einnig á myndinni. Iona heyrði einhver staðar að þegar augun gránuðu þýddi það að maður var reiður.
Hún fór aftur að gráta.
Þá áttaði hún sig. Hún var tvíburi. Ekki bara tvíburi Erics. Tvíburi þessarar stelpu sem að hafði komið henni tvisvar til hjálpar og ásótt hana. Hún gat ekki útskýrt það, bara vissi það.
Þessi mynd breyttist semsagt eftir því sem að Iona breyttist. Iona breyttist líkt og þessi stelpa breyttist og þessi stelpa breyttist líkt og Iona. Þær voru háðar hvor annari. Það var ástæðan fyrir að hún gat teiknað hana svona nákvæmlega. Það var ástæðan fyrir að stelpan hafði hjálpað henni. Ef Iona myndi deyja myndi hin stelpan deyja líka.
Iona beindi sprotanum að hausnum á sér. Ætlaði að gera einhvera að bölvununum sem að hún hafði séð sig sjálfa gera í draumnum. Nota þær til að níðast á sjálfri sér. Avada Kedavra. Svipta sig lífi án neinnar vitundar né sársauka.
En þá skyndilega skaut myndinni af Eric upp í höfði hennar. Stóð þarna og horfði á hana, sakbittnum augum.
Iona dæsti og lét sprotann síga. Hún gat ekki gert þetta. Jafnvel þótt þessi tæfa myndi deyja með henni hver myndi hugsa um Eric? Iona bar ábyrgð á honum þótt að afar fáir vissu það.
Iona lagði sprotann frá sér. Hún varð að stoppa þessa sturlun. Í þágu Erics. Í þágu minningu mömmu hennar og pabba. Í þágu sjálfs síns.
Þetta kvöld kom Iona ekkert út úr svefnálmunni og grét sig í svefn.