JKR smá innskot í líf Joanne

Joanne Kathleen Rowling er eins og flestir vita höfundur harry potter bókanna. Hérna er smá úr ævi hennar.

Árið 1960 hittust foreldrar hennar Peter vélstjóri hjá Rolls Royce í bristol og Anne sem er hálfur skoti og hálfur frakki, hún vann á rannsóknarstofu.

Joanne Kathleen Rowling fæddist árið 31 júlí 1965 á Cipping Sodbury sjúkrahúsinu í Gloucestershire.

Árið 1971 skrifar JKR fyrstu söguna sína um kanínu sem fær mislinga. Þetta sama ár flytur fjölskyldan í smábæ rétt hjá Bristol og kynnist hún þar dreng Ian Potter að nafni.

Rowling gengur alltaf vel í skóla og árið 1982 er hún útnefnd fyrirmyndarnemi eða “head girl” í skólanum sínum í Wyedean Comprehensive.

Árið 1983 fær hún inngöngu í University of Exeter til að læra frönsku og klassískar bókmenntir. Tvemur árum seinna gerist hún aðstoðarkennari í parís.

Árið 1990 situr hún í lest þegar fullsköpuð Harry Potter persóna með allan sinn heim labbar inn í hövuð hennar (svona lísti hún því) hún er þvímiður ekki með penna og leggur þetta bara á minnið. Mánuði síðar lést móðir hennar.

Hún giftist portúgölskum sjónvarpsfréttamanni árið 1992 og ári seinna eignaðist hún dótturina Jessicu sem hún skírði í höfuðið á Jessicu Mitford rithöfundi sem JKR leit mjög mikið upp til.

Hún skilur við mann sinn stuttu eftir það og flytur með jessicu til Edinborgar

1994 gengur hún í gegnum erfitt tímabil og er staurblönk og þarf að lifa á 69 pundum á viku (um 8400 kr) hún á heima í tveggja herbergja íbúð. Hún fer á þunglyndistímabil (þar sem hún fékk hugmyndina um Vitsugur) og eiðir miklum tíma á kaffihúsum, þar krassar hún Harry Potter söguna niður á minnisblöð meðan Jessica sefur í kerrunni sinni.

1995 flytur hún söguna á blað með vélritunarvél sem hún kaupir á 5000 kr á útimarkaði.

Febrúar 1997 fær hún styrk frá skoska lystamannasjóðnum uppá tæpa hálfa milljón ísl. og kaupir sér tölvu til að ljúka við leyniklefan. Í júní sama ár kemur Harry Potter og Viskusteinninn ú í bretlandi

Bókin kemur ekki út í íslenskri þýðingu fyrr en 1999
.
fyrsta myndin kom út nóvember 2001. og ég bíst við að þið vitið restina ef ekki þá veit ég ekki hvað þið eruð að gera á þessu áhugamáli.

takk fyrir
kv. fyrirbaeri
ég tel mig vera hugara!!!