Ég er ekki að skrifa þessa grein til að vera vond við Daniel, Emmu, Rupert og alla hina leikenduna en ég er bara að segja einhvað sem að gæti gerst.
Leikarar falla í áliti ef að þeir hætta að leika í myndum og mann langar helst ekki að Daniel, Rupert, Emma og öll þau haldi að þau fái allt upp í hendurnar út af því að þau leika í þessu. Nefninlega ef þau minnast á þetta eftir nokkrum árum eftir að þau hafa leikið í síðustu myndinni grunar mig að allir verði búnir að gleyma þessu og líti bara á þau eins og venjulegt fólk.
Það hefur líka gerst við sumar stjörnur að á meðan þær eru á besta tíma leikferilsins þá líta þær svo á að þær séu yfir annað fólk hafin og hafna mörgum góðum tækifærum á að leika í myndum því þær álíta sig merkilegar. Svo skyndilega eru allir búnir að gleyma að þær léku í öllum þessum stórmyndum og þá er bara allt búið. Þá hafa sumar stjörnur reynt að fá aftur hlutverk í myndum sem að þær höfnuðu en to late og þá eru þær bara algjörlega dauðar. Semsagt ég vona að krakkarnir sem að leika í Harry Potter telji sig ekki of merkileg og yfir aðra hafin því að þá eiga þau eftir að sjá eftir því seinna. Og að þau verði áfram opin fyrir því að leika í einhverju öðru, til að það geti ennst og það verði enn munað eftir þeim eftir svona sirka tíu ár.
Því að ef maður vill hafa blóm lifandi þá er bara ekki nóg að vökva það einu sinni mikið heldur verður alltaf að hugsa um það jafnt og þétt til að það deyi ekki.
Ókei lélegt dæmi en þið skiljið hvað ég meina.
Ekki fleira að segja um þetta í bili en Daniel, Rupert og öll þau, það er bara að vona að þau hugsi svona nema þau vilji enda illa.