Þeir sem lesa þetta þurfa helst að vera búnir að lesa hinar þrjár greinarnar um þetta.
3.Kafli Harry Potter hættulegur og truflaður
Iona og Eric fóru næsta morgun til Skástrætis upp á eigin spítur. Þau slógu þrisvar sinnum í þriðja múrsteininn frá vinstri fyrir ofan ruslatunnuna.
Skástræti opnaðist jafn spennandi og fyrri daginn en í þetta seinn voru þau ekki að kaupa inn heldur að leita að fréttum um Harry Potter.
“Kanski er hann frægur íþróttamaður í þessu Quidditch.” sagði Eric og hoppaði á milli gangstéttahellanna. “Svona líkt og Beckham. En þessi strákur sagði að hann ætti besta kúst í heimi. Kanski er hann ekkert góður, kanski er það bara kústurinn.”
“Mér líkaði ekkert allt of vel við þennann strák sem að við hittum.” sagði Iona með nefið ofan í Almennu Álagabókinni. “Kanski var hann bara öfundsjúkur út í þennann Harry. Ég meina margir eru öfundsjúkir út í Beckham. Kanski er hann svona galdrakvikmyndastjarna.”
“Og hvernig ættu þessar galdrakvikmyndir að vera?” sagði Eric háðslega.
“Ég var ekkert búin að hugsa það upp.” sagði Iona og roðnaði. “Eða þá að hann er tónlistarstjarna í galdraheiminum. Þeir í galdraheiminum hljóta að hlusta á einhverja tónlist.”
“Kanski getum við lesið einhvað hér” sagði Eric og benti á eina búð. Á henni stóð Ísbúð Floreans Fortecue.
Þau tóku tvö tímarit og settust við gluggann.
“Skrumað og skælt furðulegt nafn á tímariti.” sagði Iona og fletti blaðinu sem hún var með.
“Hér er einhvað áhugavert.” sagði Eric og blaðaði í tímariti sem hét Spámannstíðindi. “Harry Potter hættulegur og truflaður.”
“Má ég lesa hjá þér?” spurði Iona og lagði Skrumað og skælt frá sér.“Hér stendur bara einhvað bull um krumpinhærða snurta eða einhvað þvíumlíkt.”
Harry Potter hættulegur og truflaður
“Það er engann veginn hægt að treysta því sem að þessi drengur segir.” sagði herra Cornelius Fudge galdramálaráðherra í viðtali við spámannstíðindi.
“Hann lýgur stanslaust og ef ég mætti ráða myndi ég senda hann inn á Sankti-Mungo. Á þriðja ári kom hann með þá fáránlegu sögu að Sirius Black væri saklaus og að Peter Pettigrew, hetja sem að Sirius myrti fyrir fjórtán árum væri kvikskiptingur og að hann hefði framið hin skelfilegu morð.
Svo að nú er maður ekkert hissa að hann lýgur þessari fáránlegu sögu um endurkomu Voldemorts.”
Kunngjört er að Harry Potter keppti á Þrígaldraleikunum aðeins fjórtán ára gamall. Enginn veit hvernig nafn hans komst í eldbikarinn en allir keppendur þurftu að vera sautján ára til að keppa. Harry Potter vann Þrígaldraleikana en Cedric Diggory dó í þriðju þrautinni.
“Cedric Diggory dó af slysförum. Það er enginn efi um það.” sagði Cornelius Fudge. “Þegar Harry snéri aftur með lík Cedrics spann hann upp fáránlega sögu um að Þrígaldraleikabikarinn hefði verið leiðarlykill sem hafði flutt þá til Voldemort sem að hafi myrt Cedric og að Harry hafi verið vitni að endurkomu Voldemorts. Samkvæmt sögunni á Voldemort að hafa heigt Harry í einvígi og Harry hafi náð að sleppa með lík Cedrics aftur til Hogwarts.
Þessi saga er að sjálfsögðu bara hugarórar móðursjúks fjórtán ára drengs svo að ég skil ekki að Dumbledore kaupi alla þessa vitleysu.”
Og þetta var það síðasta sem að við náðum frá Cornelius Fudge.
“Hver er þessi Cornelius Fudge?” sagði Iona.
“Galdramálaráðherra. Ég hef heyrt talað um Galdramálaráðuneyti, hann hlýtur að vera svona aðal þar.” sagði Eric og lokaði blaðinu.
Ísbúðin var að loka svo að þau röltu aftur á Leka Seiðpottinn.
Eric hékk niðri á veitingahúsinu og ætlaði að reyna að safna sér upplýsingum um Cornelius Fudge en Iona fór upp í herbergið þeirra og hélt áfram að lesa Almennu Álagabókina.
Eric kom ekki aftur fyrr en Iona var sofnuð.
“Ég er búinn að finna út hver þessi Cornelius Fudge er.” sagði Eric og hristi Ionu þangað til að hún vaknaði.
“Ha hann já hver er hann.” tautaði Iona svefndrukkin.
“Galdramálaráðuneytið er svona líkt og ríkisstjórnin og hann er aðal þar. Næstum eins og forseti yfir galdraheiminum. En Tom segir að hann sé nú óttalega blindur bjálfi.” sagði Eric og settist í rúmið sitt.
“Fíntfíntfínt.” sagði Iona og lagðist aftur niður.
En hún sofnaði ekki fyrr en hún heyrði Eric hrjóta.
Henni hafði alla ævi fundist eins og hún þyrfti að vernda Eric. Þegar þau höfðu verið í hverfisskólanum þá verndaði hún hann alltaf fyrir föntunum. Hún var bæði stærri og sterkari en hann. Sennilega mikið þroskaðri líka. Eric gat oft hagað sér eins og lítill sex ára krakki, sérstaklega þegar hann hugsaði um mömmu þeirra. En hún hafði þurft að vera mamma þeirra allt sitt líf.
“Mamma.” hugsaði Iona. Stundum fannst henni að hún gæti talað við mömmu sína í huganum. Og núna líka pabba sinn. “Mamma og pabbi. Hugsuðuð þið að þetta yrði svona? Mamma hugsaðirðu að þegar þú dæir þyrfti ég í raun að breytast í þig? Pabbi, þegar Voldemort drap þig, vissir þú þá að hann var að leyta að mér og Eric? Varstu að vernda okkur? Afhverju lætur Eric stundum svona barnalega en ekki ég? Afhverju er það ég sem hugsa um hann? Mamma vissirðu að þú myndir deyja þegar þú myndir fæða okkur?”
Með þessar spurningar og margar fleiri suðandi í höfðinu sofnaði hún.
Næstu vikur liðu hratt. Iona og Eric borðuðu morgunmat á Leka Seiðpottinum slógu svo þrisvar sinnum í þriðja múrsteininn frá vinstri fyrir ofan ruslatunnuna og löbbuðu inn á Skástræti.
Eric eyddi deginum vafrandi um Skástræti og kynntist öðrum krökkum sem voru að fara í Hogwarts í fyrsta sinn. Iona talaði líka við krakka en eyddi líka talsverðum tíma í að lesa skólabækurnar.
Eina bókin sem Eric lagði í að lesa Quidditch í aldanna rás. Þau áttu hana ekki en hann las hana hjá Flourish & Blotts en komst ekki lengra en í annann kafla.
Í ágúst þekktust þessir krakkar varla lengur. Þau höfðu verið föl og Iona með stuttklippt hár.
Hárið á henni hafði lengst og þau voru orðin afar frekknótt bæði tvö. Iona var orðin lengri og frekknóttari og dökka hárið orðið ljósara. Eric hafði safnað síðum lubba og var næstum kominn með skollitað hár.
Dumbledore hafði sent þeim fötin þeirra viku eftir að þau komu til Skástrætis.
En 1.september birtist Dumbledore allt í einu og fór með þeim (Ionu og Eric til mikillar undunnar) með leigubíl til King´s Cross lestarastöðvarinnar.
“Krakkar hlaupið nú á þennann vegg með koffortin ykkar.” sagði Dumbledore og benti á skilvegginn á milli brautarpalls níu og tíu.
“Ha hvað meinarðu?” sagði Iona og hugsaði að nú myndi hann segja brandari eða einhvað.
“Þið treystið mér ekki satt?” sagði Dumbledore og brosti.
Tvíburarnir jánkuðu því.
“Hlaupið þá þarna í gegn.” endurtók hann.
Iona og Eric tóku tilhlaup og hlupu að vegginum.
Þau bjuggust við að heyra krass þegar koffortin þeirra klesstu á vegginn. En það gerðist aldrei. Allt í einu voru þau komin á einhvern brautarpall. Það stóð á skilti fyrir ofan þau : Brautarpallur 9 og 3/4.
Dumbledore kom á eftir þeim. Hér var hinn helmingurinn af skilveggnum.
“Þarna er lestin ykkar.” sagði Dumbledore “Við sjáums í Hogwartsskóla.”
Og þar með var hann horfinn.