Iona og Eric fóru í búð sem hét Flourish & Blotts til að kaupa bækurnar og líka blek, fjaðurstafi og pergament. Sú ferð gekk vandræðalaust fyrir sig nema að búr fullt af bókum sem að voru með afar beittar tennur réðust á þau þegar þau fóru út en búðareigandinn náði að stoppa þær.
“Okkur vantar enn.” sagði Iona og leit á listann. “Suðupott, tin stærð tvö, sett af tilraunaglösum úr gleri eða kristal vá vissara að kaupa úr gleri það ætti að vera ódýrara, sjónauka og látúnsvog. Já og töfrasprota.”
“Þeir hljóta að gegna miklu hlutverki.” sagði Eric og klessti nefinu upp að gleri í búð sem hét Quidditch-gæðavörur. “En má ég fá kúst? Gerðu það.” Hann benti á kúst sem stóð á Þrumufleygurinn.
“Ertu að grínast við munum aldrei ná að safna okkur fyrir svona dóti. Og við megum ekki koma með galdrakústa í Hogwarts út af því að við erum á fyrsta ári. Hvað viltu auk þess gera við kúst?” sagði Iona og vonaðist til að þetta með kústinn væri brandari.
“Ég er búinn að tala við krakka um þetta og þetta er svona íþrótt.” sagði Eric og hann roðnaði þegar hann minntist á orðið íþrótt. Annahvort hafði alltaf verið of dýrt fyrir hann að vera í íþróttafélögum eða þá að hann var lélegur. Það var oftast það fyrrnefnda.
“Þeir fljúga um á þessu og reyna að skora í þrjá hringi sem eru hátt uppi í loftinu. Og svo á víst einn af leikmönnunum að leita að litlum fljúgandi bolta úr gulli og ef hann nær honum þá fær hans lið fullt af stigum og leiknum er lokið.”
“Já en við höfum ekki næga peninga fyrir honum.” sagði Iona.
“Rétt hjá ykkur.” sagði fölur drengur, sirka 15 ára sem hafði verið að skoða búðargluggann líka. “Enginn hefur efni á honum og enginn fyrsta árs nemi má koma með kúst nema hinn frægi Harry Potter.”
“Er ekki ósanngjarnt að bara þessi nemandi fái bara að koma með kúst þegar öllum öðrum er bannað það?” spurði Iona.
“Ekki bara það.” augu stráksins voru orðin að mjóum rifum. “Hann fékk Nimbus 2000 þriðja besta kúst í heimi gefins frá skólanum á fyrsta ári þótt að hann eigi fullar hyrslur af gulli.” strákurinn hnussaði. “Hvað er svona hrikalega merkilegt við að lifa einhvað af sem að maður man svo ekki eftir.”
“Man ekki eftir?” Eric var kominn inn í samræðurnar en strákurinn snerist á hæli og labbaði að götu sem hét Hlykkjasund.
“Ojæja eigum við að koma og finna hlutina” sagði Iona.
“Ég held að það sé búð hérna sem að selur allt nema töfrasprotann.” sagði Eric og hljóp af stað.
Þau fóru í búð sem Iona man ekki hvað hét til að kaupa suðupottana sína, sjónaukann, tilraunaglasasettin (úr gleri eins og Iona hafði sagt) og látúnsvogina.
“Hvar getum við fundið töfrasprotana?” sagði Iona og skoðaði sjónaukann sinn.
“Þarna er einhver búð.” sagði Eric og benti á hurð.
Á henni stóð Ollivander: höfum framleitt vandaða töfrasprota síðan 382 f.Kr.
Tvíburarnir gengu inn. Gamall maður stóð við afgreiðsluborðið og var að raða sprotum í kassa.
“Afsakið.” sagði Iona hikandi. “Við ætlum að kaupa sprota.”
“Já auðvitað ætlið þið að kaupa sprota.” sagði maðurinn “Annars hefðu þið sennilega ekki komið hingað.”
“Allt í lagi getum við fengið tvo sprota td. þessa.” sagði Eric og tók upp tvo sprota sem lágu á afgreiðsluborðinu.
“Neineinei.” sagði maðurinn. “Þið verðið ekki að velja sprota. Sprotinn velur ykkur. Ungfrú, veldu þér sprota af þessum og sveiflaðu.” hann benti á hrúgu af kössum sem sprotar voru í.
Iona tók upp einn sprotann varlega og sveiflaði. Mörg hundruð sprotar flugu upp í loftin og skullu í jörðina. Iona greip í einhvað til að tosa sog upp því að sprotahrúga var komin upp að hné hjá henni. Hún hafði gripið í sprota. Hún sveiflaði honum og beyndi að löppunum á sér. Kassarnir skutust burt líkt og sprenging hefði átt sér stað.
“Ahh sprotinn hefur valið þig ungfrú.” sagði maðurinn og virti sprotann fyrir sér “Eik, tuttugu og níu sentímetrar, fjöður úr fönix og hár af hippogriffóna. Afar undarleg blanda.
Iona hélt fast um sprotann og fann sælutilfiningu. Það var líkt og sprotinn væri fullur af dásamlegum hita sem að streymdi í hendi hennar. En þegar hún sneri sér við sá hún hlut sem kom hjartanu til að stöðvast.
Stór kassahrúga skalf og var komin að því að hrynja yfir Eric.
”Eric! Fyrir aftan þig!“ öskraði hún.
Eric snéri sér við. Andlit hans hvítnaði. Hann greip sprota og sveiflaði. Kassahrúgan stööðvaðist.
Eric skalf líkt og hann væri að halda kassahrúgunni uppi sjálfur. Hann bakkaði hægt en lét svo sprotann síga.
Kassahrúgann hélt áfram að hrynja.
”Wingardium leviosa!“ öskraði maðurinn og sveiflaði sprotanum sem hann hafði greinilega verið með í vasanum og kassahrúgann sveif um hálfum metra fyrir ofan gólfið. Hann lét hana falla varlega á gólfið.
”Sprotinn hefur líka valið þig.“ sagði hann. ”Fjaðurmagnaður, kristþyrnir,einhyrningshár, tuttugu og átta sentímetrar, fjaðurmagnaður, merkilegt.“
Iona borgaði fjórtán galleon (eins og þetta var víst kallað og þau löbbuðu út.
Þau borðuðu hljóð kvöldmat á Leka Seiðpottnum og fóru svo snemma í háttinn.
Iona vaknaði um nóttina. Hana hafði verið að dreyma martröð. Veran stóð yfir látnum föður þeirra. En andlitið hafði ekki verið hulið. Í staðin fyrir mannaandlit var snáksandlit. Þá hafði hún vaknað.
Hún tók upp sprotann sinn. Sama sælutilfining kom, líkt og gerst hafði í búðinni.
”Ef það er rétt sem að hann sagði að sprotinn velji sér galdramann.“ hvíslaði Iona. ”Þá ert þú sko sprotinn minn."
Hún lagðist aftur niður og lagði sprotann frá sér. Sælutilfiningin dvínaði.
Iona brosti. Hana langaði mest að fara að skellihlægja. Svona nokkuð gæti varla verið að gerast við Ionu Harwing.
Hún lokaði augunum og sofnaði.
Eða gat þetta verið að gerast?