((((((((((((( hér er smá : )))))))))))))
((((((((((((( SPOILER VIÐVÖRUN )))))))))))))
((((((((((((( atriði úr 5.bók )))))))))))))




((Okei, þetta er fjórði kaflinn af fanficinu mínu. Þið verðið helst að lesa hina kaflana til að sjá hvað er í gangi, því miður kann ég ekki ennþá að gera linka þannig að þið verðið bara að klikka á “fleiri greinar eftir höfund” hér fyrir ofan og þá ættuð þið að finna hina kaflana.
Góða skemmtun við lesturinn. :) vonandi líkar ykkur þetta.))



Þau gengu þögul út úr salnum og alla leið að skrifstofu hennar. Hann gekk inn á eftir henni og settist niður, eins og hún benti honum. Prófessor McGonagall settist niður fyrir framan og starði brúnaþung á hann.
”Þér lentir aldeilis í því í nótt, herra Potter” Sagði hún. Harry hallaði sér aftur á bak og krosslagði hendurnar. ”Ég dottaði aðeins í setustofunni og datt úr stólnum.” Svaraði hann og leit undan.
”Ekki ljúga að mér, Harry Potter!” Sagði hún með hárri og ákveðinni röddu og Harry dauðbrá. ”Segðu mér hvað gerðist í nótt. Ég veit að þú muldraðir nafn guðföðurs þíns í nótt og að hann væri á lífi.” Harry passaði sig að líta ekki upp.
”Harry?” Sagði Mcgonagall með mildari röddu. ”Harry, kom hann til þín í nótt?”
Hann leit snöggt upp. Hún vissi það! Var hann þá á lífi? Það hlaut að vera víst að prófessor McGonagall sagði það.
Hann þagði um stund en opnaði svo munninn til að svara henni. McGonagall leit niður og tók frammí fyrir honum. ”Ég óttaðist að þetta myndi gerast. Harry, Sirius er ekki á lífi. Ég veit það og þú ættir nú líka að vita það”.
Harry leit aftur niður, ákveðinn að hann skyldi ekki trúa henni. Hann sá Sirius. Sirius talaði við hann. Hann var á lífi.
Það var bankað á hurðina. Harry og prófessor McGonagall litu bæði upp og um leið opnaðist hurðin og prófessor Donahue gekk inni, brosandi út í annað.
”Afsakið hvað ég er sein, Minerva, en þessi kjöthleifur hérna er bara alveg einstaklega góður”. Það hnussaði í Mcgonagall. ”Jæja, ég skil ykkur tvö þá eftir”. Hún stóð upp og gekk út.
”Hvað er í gangi?” Hugsaði Harry og leit undrandi á prófessor Donahue er hún settist niður í sætið fyrir framan hann.
”Jæja, Harry.” Sagði hún og brosti. “Minerva sagði mér að þér hafði dreymt eitthvað illa í nótt..”
Harry fann hvernig reiðin braust út innra með honum. “Þetta var ekki draumur!” sagði hann reiðilega en sá þó eftir því um leið. Donahue var aðeins að spyrja hann út frá einhverju sem henni hafði verið sagt.
En prófessor Donahue brosti enn til hans, róleg eins og ekkert hafði í skorist.
”Allt í lagi Harry minn. Segðu mér þá, hvað gerðist í nótt?”
Út af einhverri ástæðu fann Harry til léttis. Kannski trúði hún honum? Áður en hann vissi af var hann byrjaður að segja henni frá öllu því sem hafði gerst. Og ekki aðeins því. Hann sagði henni líka frá því hvernig guðfaðir hans hafði komið til hans á þriðja árinu í Hogwarts, hvernig þeir höfðu hist og hvað hafði í raun gerst fyrir föður hans. Hann sagði henni hvernig guðfaðir hans hefði þurft að vera í felum svo lengi, hvað honum leið illa og frá því hvernig hann hafði komið honum til bjargar í ráðuneytinu og þar með látist.
”Og svo kom hann í gær. Ég sá hann og hann talaði við mig. Hann er á lífi” Bætti Harry við.
Donahue kinkaði kolli rólega, íhugul á svip. ”Segðu mér Harry, hvernig vissi guðfaðir þinn hver í raun sagði frá felustað foreldra þinna?”
Harry áttaði sig þá á, að í þessari ræðu sinni hafði hann aldrei sagt nafn Siriusar. Hann leit niður á gólfið.
”Þeir voru bestu vinir í skólanum, pabbi og Sirius.”
Það var löng þögn og Harry leit upp eftir smá stund til að líta á prófessor Donahue. Hún starði hissa á svip á hann.
”Sirius? Ertu að tala um Sirius Black?” spurði hún. Harry andvarpaði. Þarna kom ástæðan af hverju hann hafði ekki fengið sig til að segja nafnið hans. Í augum allra var Sirius ennþá morðinginn sem hafði sloppið út úr Azkaban, morðinginn sem myrti muggana og Peter Pettigrew úti á götu.
”Sirius var saklaus af þessum glæpum. Hann myrti ekki þessa mugga og Peter Pettigrew er ennþá á lífi” Sagði hann pirraður í skapi.
”Ég veit það, Harry” Nú var það prófessor Donahue sem leit niður. ”Ég veit að Sirius er saklaus. En ég vissi ekki að hann væri dáinn”.
Harry brá þegar hann sá tár falla niður á bókfellið á skrifborðinu fyrir neðan Donahue.
”Prófessor Donahue?” Sagði hann rólega. ”Þekktir þú Sirius?”.
Hún leit upp, þurrkaði tárið í burtu og reyndi að brosa. ”Já, við vorum saman hér í Hogwarts. Hann var í Gryffindor en ég var í Ravenclaw. Ég var vinkona Lily, mömmu þinnar, og þegar hún og pabbi þinn fóru að vera saman, byrjuðum við að kynnast. Við urðum mjög góðir vinir eftir skólann líka. Ég flutti svo út til Bandaríkjanna eitt árið þar sem mér bauðst mjög góð vinna í galdraskóla þar og var alltaf í stöðugu sambandi við Sirius og James og Lily.” Hún brosti til Harrys og tár féll niður kinnina aftur. ”Ég man eftir því þegar Sirius kom einu sinni í arininn hjá mér og tilkynnti mér að James og Lily höfðu eignast barn. Þig. Tíminn leið og ég heyrði frá þeim annað slagið. Svo…..” Hún þagnaði og horfði sorgmædd á Harry. ”Svo kom það fyrir að ég heyrði ekki frá þeim öllum í langan tíma. Ég heyrði fréttirnar fljótlega. Lily og James dáin og Sirius í Azkaban. Ég fór aftur hingað, reyndi að útskýra fyrir ráðuneytinu að Sirius hefði aldrei getað gert nokkuð svona. Enginn trúði mér, ég var álfur og á þessum tíma voru álfar ekki mikils metnir.” Hún leit niður á borðið aftur, hálfbrosandi þó að tárin léku niður kinnarnar.
Harry starði undrandi framfyrir sig. Hann hafði alls ekki átt von á þessu. Svo Donahue þekkti mömmu hans, pabba og Sirius. Hann hafði aldrei hitt annan skólafélaga þeirra fyrir utan Lupin, Peter og svo að sjálfsögðu Snape.
”Jæja, þrátt fyrir það….” Sagði Donahue og þurrkaði seinasta tárið á burt. ”Prófessor McGonagall bað mig um að ræða þetta við þig, þetta með drauminn þinn. Eins og mér hefur verið tjáð deilduð þið hinn myrkri herra hugsunum í fyrra.”
Harry kinkaði kolli rólega.
”Já…. Þegar prófessor McGonagall var tjáð að þú hafðir…..séð Sirius Black í nótt, fór hún til Dumbledores og þau hafa áhyggjur af því að þetta gæti verið einhver ný aðferð herrans að ná til þín.”
Harry andvarpaði. Þetta var ekkert þannig, hann hafði séð Sirius og það var hann sem hafði setið fyrir framan hann í setustofunni.
”Þess vegna munt þú sækja svokallaða hjálpartíma hjá mér eftir skóla í hverri viku þar sem við getum reynt að spjalla um þetta og komast til botns í þessu. Mér skilst að þú hafir lært hughrindingu í fyrra?” Sagði prófessor Donahue og skrifaði eitthvað niður á smá pergamentsbút. Harry kinkaði kolli, annars hugar. Átti nú að senda hann í aukatíma aftur af því að Sirius var á lífi og kom til hans? ”Jæja, sem betur fer eru þetta ekki tímar hjá Snape…” hugsaði hann og tók við pergamentsbútnum, sem Donahue rétti honum.
”Það er flott, þetta verður eitthvað svona svipað hjá okkur en samt ekki eins.” Hún benti á pergamentið. ”Þetta er tíminn sem við hittumst næst, þá verðum við á skrifstofunni minni. Þú ættir að geta fundið hana.” Hún brosti og stóð upp.
”Við sjáumst bara þá, Harry minn.”Sagði hún og gekk út.
Harry stóð í rólegheitunum upp og gekk út, hugsi. Hann gekk þannig alla leiðina upp í Gryffindorturninn. Þegar hann kom inn í setustofuna gaut hann augunum strax í áttina að arininum.
”Harry!” Ariana stóð við tilkynningartöfluna og benti honum að koma. ”Sjáðu, fyrsta Hogsmeade helgin er þessa helgi. Þú hefur komið þangað, er það ekki? Hvernig er það?” Spurði hún óðamála og Harry mundi að hún var glæný í þessum skóla.
Hann brosi og byrjaði að segja henni frá bænum; hann sagði henni frá Þremur kústum og hunangsölinu sem þar mátti fá, frá Zonkos og frá Sælgætisbaróninum.
”Þú munt skemmta þér ótrúlega vel þarna, ég er viss um það” Sagði hann og brosti.
Hann tók eftir Ron og Hermione í horninu og saman gengu þau til þeirra.
Kvöldið var ekki svo slæmt. Harry og Ron kepptu í galdraskák meirihlutann af kvöldinu með sigri Rons allan tímann. Hermione og Ariana ákváðu að gera þetta meira spennandi og tóku að hvetja þá áfram.
Þegar lengsta leiknum lauk, með sigri Rons, ákvað Ariana að prófa að keppa á móti honum.
”Ég er ekkert góð í skák” Sagði hún brosandi um leið og þau byrjuðu en eftir tíu mínútur af skákinni lauk henni, nú með sigri Ariönu.
Hermione og hún fögnuðu gríðarlega en Harry lét sér nægja að klappa á bak vinar síns, þar sem hann sat og starði hissa fram á skákborðið.
Ron fór snemma í háttinn þetta kvöld, sem uppskar mikinn hlátur frá Hermione.
En þegar Ariana og Hermione fóru fljótlega að tala um sögu galdranna, byrjaði Harry að geispa ógurlega og tilkynnti þeim að hann ætlaði bara að fara að sofa.
Harry var ánægður og glaður þegar hann lagðist til svefns þetta kvöld, þó að honum kviði svolítið fyrir tímanum hjá prófessor Donahue.
Hann veiddi samankurlaðann pergamentsbútinn úr skikkjuvasanum sínum og las:

Á morgunn, klukkan átta
skrifstofan mín er í suðurturninum
á fjórðu hæð.
virðingarfyllst,
prófessor Cecilia Donahue.

Harry leit upp til loftsins og andvarpaði. Sirius hafði reynst vera á lífi og nú átti hann að fara í aukatíma til að reyna að bæla það niður. Og það var bara annar dagur hans í skólanum!
Hann lagði pergamentið á borðið og lét gleraugun sín við hliðina á þeim. Svo snéri hann sér á hina hliðina og sofnaði, djúpum svefni.