“Geturðu endurtekið þetta?” var það fyrsta sem Eric sagði eftir að Dumbledore útskýrði fyrir honum allt sem hann hafði sagt við Ionu.
“Nei,nei,nei.” sagði Dumbledore og fléttaði saman fingurnar.“Það er tilgangslaust að velta sér upp úr gömlum sorgum og faðir þinn lifnar ekki við þó að ég segi þér þetta aftur. En hins vegar held ég að það sé kominn tími til að Iona sýni þér það sem hún er með í pokanum.
”Ojá.“ sagði Iona og tók pokann af öxlinni. ”Ég var nærri því búin að gleyma honum.“
Hún opnaði hann og tók upp nokkra gullpeninga.
”Ég fann þetta liggjandi á jörðinni. En ég gleymdi að segja þér frá þessu.“
Eric tók nokkra gullpeninga upp og lét þá ofan í töskuna aftur.
”Við getum ekki lifað á þessu.“ sagði hann og stundi. ”Hvaða búð myndi taka við þessu.“
”Skástræti mun taka við þessu.“ sagði Dumbledore og stóð upp. ”Það er vissara að ég fari með ykkur þangað, því Potter fer að koma.“
”Hver?“ sagði Eric og stóð upp.
”Þið heyrið um það seinna.“ sagði Dumbledore og sveiflaði því sem að hann kallaði víst sprota og bollinn sem Iona hafði misst á gólfið raðaði sér saman aftur.
”Það er allt of margt sem að við fáum að vita seinna.“ hugsaði Iona gremjulega og setti töskuna á bakið.
Dumbledore fór með þeim upp í eitthvað herbergi sem leit út fyrir að vera geymsla og benti þeim á helming af postulínsdisk.
”Hérna.“ sagði hann ”takið í þetta bæði í einu og lokið augunum helst ef ykkur langar ekki að verða óglatt.“
Iona efaðist og Eric sennilega líka en samt gripu þau um diskinn.
Þeim leið báðum eins og kippt væri í krók á bak við naflann á þeim og að þau svifu frá jörðinni.
Skyndilega hætti þessi tilfining eins fljótt og hún byrjaði og þau lentu á gangstétt á dimmri götu.
Dumbledore kom rétt á eftir þeim eins og hann hefði birst úr loftinu.
”Velkomin til Skástrætis.“ sagði hann og sveiflaði hendinni með glæsibrag líkt og hann væri að bjóða Bretadrottningu velkomna.
”Þið getið dvalið á Leka Seiðpottinum þangað til sumrið verður búið og þið farið í skólann.“
Þau gengu inn á stað merktann Leki Seiðpotturinn. Við afgreiðsluborðið stóð gamall maður og var að fægja glös.
”Aaaa Tom.“ sagði Dumbledore og hallaði sér upp að borðinu.
”Hvað get ég gert fyrir þig núna Dumbledore.“ sagði Tom.
”Gistingu fyrir tvo þangað til fyrsta september.“ sagði Dumbledore. ”Á minn reikning.“
”Fyrir þau tvö.“ sagði Tom og brosti tannlausu brosi.
”Já rétt.“ sagði Dumbledore en sneri sér svo að Ionu og Eric. ”Þið verðið hér afganginn af sumrinu. Til að komast til Skástrætis þá sláið þið þrisvar sinnum í þriðja múrsteininn frá vinstri fyrir ofan ruslatunnuna á bak við Leka Seiðpottinn. Þið þurfið að útvega ykkur hlutina á listanum fyrir 1.september. Ef þið þurfið að komast á Brautarpall 9og3/4 sendið mér þá uglu.“
Og þar með var hann rokinn.
”Uglu en hvað ertu að meina brautarpall 9og3/4 en það er ekki til og og.“ Iona hætti að tala þegar hún sá að Dumbledore var horfinn.
Tom ýtti til þeirra lykli.
”Herbergi 26.“ sagði hann og byrjaði aftur að þrífa glös.
Iona og Eric gengu upp í herbergið sitt enn gáttuð á því sem hafði gerst síðustu klukkustundir.
Þegar þau voru farin að sofa sagði Eric allt í einu :”Hvar verðum við? Varla á þessu gistihúsi til eilífðar.“
”Ég held að þetta sé eins konar heimavistarskóli.“ sagði Iona en sofnaði svo.

2.Kafli Uglur og töfrasprotar
Eric og Iona vöknuðu flýttu þau sér á bak við húsið og potuðu þrisvar í múrsteininn.
”Þetta gengur ekki.“ sagði Eric vonleysislega og settist á ruslatunnuna.
”Kanski þarf bara að nota þetta sem þeir kalla töfrasprota til að opna hérna.“ sagði Iona og skokkaði inn á barinn.
”Afsakaðu humm…Tom en við eigum ekki enn töfrasprota svo að getur þú nokkuð opnað fyrir okkur?“ spurði Iona kráareigandann.
”Jájá en útvegið ykkur sprota sem allra fyrst.“ sagði Tom og gekk út. Iona hljóp á eftir.
Tom ýtti þrisvar með sprotanum sínum á þriðja múrsteininn frá vinstri fyrir ofan ruslatunnuna. Allt í einu opnaðist múrsteinaveggurinn og í ljós kom gata.
Fólk í undarlegum fötum labbaði um hana og þau heyrðu það tala um hluti eins og ”töfrasprota,“”galdra“ og ”Quidditch“ sem þau vissu ekki hvað var.
”Bless þá,“ sagði Tom og labbaði aftur inn á Leka Seiðpottinn.
Iona og Eric skoðuðu glæsilegar búðirnar.
”Okkur vantar þrjár einfaldar vinnuskikkjur, svartar.
Einn einfaldann toppmjóann hatt líka svartann. Eitt par af hlífðarhönskum, drekaskinn eða annað álíka, vá þetta verður dýrt.
Eina vetrarskikkju, svarta með silfurfestingum.“ las Iona upp úr Hogwartsskólabréfinu.
”Allt þetta og við þurfum að margfalda þetta með 2 því við erum tvö.“ dæsti Eric.
”Og þetta er bara skólabúningurinn.“ sagði Iona ”Við þurfum líka eftir að kaupa bækur og annann útbúnað.“
Þau fóru í búð sem hét frú Malkins eða einhvað þvíumlíkt til að fá skólabúninginn.
”Bækur eru almenna álagabókin, 1 stig, eftir Miröndu Goshawk, saga galdranna eftir Adalbert Waffling, leiðarvísir í ummyndun fyrir byrjendur eftir Emeric Switch, eitt þúsund töfrajurtir og sveppir eftir Phyllidu Spore, töfradrykkir og elexírar eftir Arsenius Jigger, yfirskilvitleg dýr og eftirlætisstaðir þeirra Newt Scamander og hin myrku öfl handbók í sjálfsvörn eftir Quentin Trimble.“ þuldi Iona upp af listanum. ”Þetta verður langur dagur."