Hæ :). Hérna er fjórði hlutinn af sögunni minni, þýddur. Ég vona að ykkur finnist þetta skemmtilegt :).

Ginny trúði því ekki. Hann var dáinn. Harry var dáinn.
“HARRY!!” Öskraði hún, “Harry, vertu lifandi! GERÐU ÞAÐ, VERTU LIFANDI!”, og hún tók hreyfingarlausan líkama hans í hendur sínar, hann var dáinn, hún sá það í augum hans áður en hún athugaði einu sinni púlsinn.
Hún trúði þessu ekki, ekki Harry? Ástin í lífi hennar… dáin?
Hún grét stjórnlaust og gróf andlit sitt að hans.
“Já, hann er dáinn, litla stúlka, og löngu kominn tími til, þar að auki.” Sagði Voldemort illilega, “Jafnvel mér finnst það ótrúlegt, markmiðið mitt, markmið mitt í 18 ár hefur loksins verið uppfyllt! Ég hef endanlega, eilíflega og algjörlega losað mig við Harry Potter! ”Drengurinn sem lifði“, segirðu?!” Æpti hann og hló brjálæðislega.
Ginny hætti allt í einu að gráta, önnur tilfinning tók yfir hjá henni, og hún leit upp, svipur hennar lýsti geðveiki, hún virtist gjörsamlega vitfirrt.
“ÞÚ!” Sagði hún hátt með reiðri röddu, “Þú gerðir þetta! ÞÚ DRAPST HARRY! Maðkurinn þinn…. ég ætla að drepa þig, trúðu mér, rottan þín, ég ætla að MYRÐA ÞIG” hún öskraði síðustu orðin og stóð upp, og skildi lík Harrys eftir á gólfinu.
Það virtust vera ósjálfráð viðbrögð; Voldemort æpti “Stupefy!” og rauða ljósið hoppaði af Ginny eins og garn af múrvegg, það hafði ekki minnstu áhrif á hana. Það skaust hinsvegar til baka af bringu hennar og aftur á Voldemort sem kastaðist aftur að veggnum.
Skelfilegri hugsun laust niður í huga Voldemorts; þetta barn hafði raunverulega getuna til að drepa hann, hún var vernduð, og hún virtist svo sannarlega hafa viljann.
Það sem eftir var af drápurum hans voru umkringdir af muggavininum og undirmönnum hans, enginn gat hjálpað honum.
Honum datt í hug að taka sér gísl, en enginn var nálægt.
“Þú…. þú hræðilegi, litli snákur…” Muldraði Ginny að sjálfri sér, hún var fullkomlega sturluð, skjálfaði frá hvirfli til iljar, tuldraði að sjálfri sér og beinti sprotanum sínum að Voldemort.
Eina hugsunin í huga Ginnyar var að Voldemort yrði að deyja, og hún var rétta manneskjan til að drepa hann; hann gat ekki skaðað hana.
“Expelliarmus” Æpti Ginny en Voldemort var of fljótur, hún sá sprotann hans varla veifast, en galdrinum hafði greinilega verið aftrað af varnar-galdri.
Það var eina von hans, hugsaði hann, varnar-galdrar.
Hann beindi sprotanum sínum að glerbrotunum sem lágu á gólfinu og lét þau skjótast að Ginny.
“Scilt!” Hrópaði Ginny og steinskjöldur varði hana.
Hún æpti “Expelliarmus” nokkrum sinnum, og eins hratt og hún gat, en Voldemort varði öll álögin auðveldlega.
Þau horfðust í augu, hatur og geðveiki skein úr augum Ginnys en nokkur ótti og einbeiting var í augum Voldemorts.
Þau hugsuðu bæði það sama; það var ein bölvun sem Voldemort gæti ekki varist, og í því ástandi sem Ginny var, var hún algjörlega tilbúin að nota hana, og hugsaði lítið um afleiðingarnar.
“AVADA KEDAVRA” Öskraði hún og grænt leiftur skaust að Voldemort, sem gat ekki forðast það.
Andlit Voldemorts varð svipbrigðalaust, og hann féll í gólfið, augljóslega dáinn.
Hugur Ginnyar fylltist af ólýsanlegri ánægju yfir að sjá Voldemort deyja.
Hún labbaði yfir að líki hans, sparkaði fast í hausinn og náði í sprotann sem hann hafði notað.
Þegar hún leit á lík hans, byrjaði brjálæðið að sjatna, og hún sá hvað hafði gerst mun skýrar, hún leit yfir að líki Harrys, ástarinnar hennar, og svo aftur á Voldemort, sem hún hafði drepið með kolólöglegri bölvun.
Hún tók grátinn í háum ekkasogum, byrjaði að gráta óstjórnanlega svo það líktist helst öskrum, missti báða sprotana á gólfið án þess að taka eftir því, og féll meðvitundarlaus á gólfið.

Hvernig finnst ykkur? :)
—————————–