1.Kafli
Harry sat í tilfluttningsbíl Weesley fjölskyldunnar. Í lok sjötta skólaársins hafði Weesley fjölskyldan loksins haft efni á þessum bíl. Hann gat flust á milli staða en Arthur hafði þurft að skrifa undir fullt af samningum um að hann myndi alltaf vera víðsfjarri muggum þegar hann notaði tilfluttninginn.
Það lág við að Harry fyndi fyrir hálfgerður samviskubiti yfir að hafa næstum hótað Dursley fjölskyldunni. Hann hafði verið að rífast við Vernor í stofunni um að fá að fara þegar Dudley hafði labbað inn. Harry hafði nýtt tækifærið.
“Þú veist að það eru galdramenn sem vernda mig.” sagði Harry við Vernor en sneri sér svo að Dudley. “Og ef ég sendi þeim svo sem eina uglu með kvörtun hafa þeir fullt leyfi til að breyta þér í lítinn spikfeitann grís.”
Þótt Dudley væri orðinn 17 ára þá hvítnaði hann samt sem áður.
“Kanski væri betra að breyta þér í páfugl sem myndi hírast í búri.” sagði Harry hugsandi.
“Pabbi” Andlitið á Dudley var orðið bleikt af hræðslu “út með hann út með hann!” öskraði Dudley rétt áður en hann tók á rás upp stigann.
“Allt í lagi þú mátt vera hjá þessari Weezy fjölskyldu en ef ég heyri einu sinni enn í þér yfir allt sumarið þá..” sagði Vernor og virtist vera að ákveða nægilega góða hótun.
En Harry nennti ekki að hlusta á meiningarlausar hótanir Vernors og tók til dótið sitt í snatri og sendi Ron uglu um að þau gætu sótt hann.
Og nú sat hann í bílnum og brosti við tilhugsunina um andlitið á Dudley þegar hann kæmi sumarið eftir.
“Komdu Harry!” sagði Ron glaður í bragði og tók töskuna hans úr bílnum.“
Um kvöldið var haldin veisla yfir því að Harry væri kominn. En um nóttina svaf Harry illa. Honum dreymdi afskræmt snákaandlitið afmyndað í brosi.
”Búðu þig undir dauðann“ sagði Voldemort og glotti ”og vittu til. Ég hef notið hans og þú munt finna fyrir því sama.“
Harry vaknaði í svitabaði. Hann gat ekki sofnað aftur. Hann hlustaði á hrotur Rons alla nóttina. Voldemort var byrjaður að ásækja hann aftur.
”Er einhvað að?“ sagði Ron við morgunverðarborðið næsta dag.”Þú ert einhvað fölari en vanalega.
“Æj það er bara…” Harry leitaði í huganum að góðri afsökun. “Þú hraust í alla nótt.”
Ginny hló en Ron roðnaði og tautaði: “Þér hefur bara verið að dreyma, ég hrýt aldrei.”
Harry kreisti sjálfur upp úr sér smá uppgerðarhlátur en í raun var honum afar þungt niðri. Allt í einu sá hann smáann hlut fljúgandi í loftinu. Þegar hluturinn kom nær sá Harry að þetta var ugla. Hún flaug að eldhúsglugganum og bankaði.
Ron opnaði fyrir henni og leysti bréfið af löpp hennar.
“Þetta er frá Fred og George” sagði hann og renndi augunm yfir bréfið. Harry leit á bréfið og sá að þar stóð:
Kæri Ron
Við myndum senda þér pakka með nýjustu vörunum okkar ef að við ættum ekki í hættu að mamma myndi komast að því. Hún hefur því miður ekki enn sætt sér við að við sendum “elsuðum bróðir okkar” gjafir. Við ætlum ekkert að fara að rífast við hana því það er nýtt met að hún hafi samþykkt búðina til að byrja með. En taktu þennann pergamentbút og fleygðu honum í drullupollinn vinstra meginn við geymsluna.
Þínir bræður Fred og George.
Es. Sem betur fer megum við senda þér bréf enn.
Ron tróð bréfinu í vasann þegar þau heyrðu að frú Weesley var á leiðinn niður stigann.
“Burt með þig svona burt!” sagði Ron og stuggaði við uglunni sem flaug burt.
“Ertu veikur Harry minn?” sagði frú Weesley og lagði hendina að enni hans.
“Neinei frú Weesley bara pínulítið þreyttur.” sagði Harry og reyndi að hljóma eins hress í bragði og hann gat.
“Það á allavega eftir að gleðja ykkur að heyra fréttirnar sem ugla bar til mín í morgun.” sagði frú Weesley.
“Frá hverjum var hún?” spurði Ginny og stóð upp.
“Hún var frá Charlie. Hann ætlar að koma í dag.” sagði frú Weesley.
“Hmm jess!” sagði Ron og bakkaði að dyrunum. ´
“Við ætlum bara að fara út.” sagði Harry og gekk til Rons.
“Já við skulum byrja að… afdverga garðinn!” sagði Ginny og opnaði dyrnar.
Frú Weesley brosti en Harry, Ron og Ginny þutu út.
“Drullupollurinn vinstra meginn við geymsluna.” sagði Ron hugsi og labbaði að geymslunni.
“Hvernig vita þeir að hann er hér enn.” sagði Ginny og hljóp á eftir Ron.
“Já” sagði Harry “hann gæri bara hafa þornað upp eða einhvað.”
“Hérna er hann.” sagði Ron kátur og fleygði pergamentinu í pollinn. Stafirnir byrjuðu að leysast upp en bréfið breikkaði sífelt. Að lokum var það orðið á stærð við strandbolta, bara ferhyrnt.
“Pakki!” sagði Ginny ánægð og veiddi pakkann upp úr pollinum.
“Þetta hlýtur að vera ný aðferð hjá þeim til að senda okkur gjafir.” sagði Harry og hallaði sér upp að geymslunni.
Allt í einu heyrðu þau fótatak frú Weesley. Ginny fleygði pakkanum inn í runna og Ron fann jarðálf sem að hann hélt á afturlöppunum.
“Megum við taka okkur frí mamma?” sagði Ginny “það er heil plága hér.”
“Já allt í lagi. En hvað er þetta?” Frú Weesley beygði sig niður og tók upp gult pergament. Frú Weesley fleygði því aftur frá sér og labbaði inn. Ginny tók upp pergamentið og skoðaði.
“Hei hér stendur einhvað!” sagði hún glaðlega. Harry og Ron lásu það:
Umbreitipakkinn eftir Fred og Georges Weesley
Fæst í Skástræti.
Bréfið breyttist í höndum Ginnyar aftur í ferkanntaða pakkann. Þau ætluðu að fara að rífa hann upp en þá rétt í þessu kom tilfluttningsbíllinn og lenti með braki við hliðina á bílskúrnum. Charlie sat í farþegasætinu en herra Weesley við stýrið.
Ginny tróð pakkanum aftur í sama runnann en hljóp svo á móti bílnum.
Charlie steig út varla mikið öðruvísi en þegar Harry sá hann síðast. Hann rétti Harry höndina sem var alþakin blöðrum.