Formáli

Hailie var ósköp venjuleg 11 ára stelpa, kom úr ósköp venjulegri fjölskyldu og átti ósköp venjulegar vinkonur. Hún var með rennislétt ljósrautt hár niður á axlir, sem margir öfunduðu hana af, frekar há og mjó. Hún átti heima í tveggja hæða húsi í fínni götu sem mamma hennar, Margaret, og pabbi hennar, Harold áttu. Hún átti eina systur sem var 9 ára og hét Anette. Hún gekk í skóla í hverfinu hennar, en engan heimavistarskóla heldur var þetta almenningsskóli fyrir bæði kyn.

1. kafli

Hailie vaknaði við að góður matarilmur barst inn í herbergið hennar. Mmm, lykt af beikoni og ristuðu brauði. Yndisleg ró var í húsinu, Annette var nefnilega að gista hjá vinkonu sinni. Hún settist upp í rúminu og litaðist um í herberginu, jú, allt var eins og hún hafði skilið við það í gær. Kirsuberjalitt tréskrifborðið með öllu föndrinu hennar á, skápurinn í sama stíl og náttborðið með lampanum og vekjaraklukkunni, ásamt bók sem hún var að lesa. Á ljósbláum veggjunum héngu myndir af hinum og þessum poppstjörnum og af uppáhaldsliði hennar, Arsenal. Sjónvarpið á litlu borði úti í horni og litli ruggustólinn sem afi hennar hafði smíðað handa henni.

Hún fór fram út og klæddi sig í ljósar gallabuxur, dökkbláan bol og svarta sokka.

Hún var á leiðinni niður stigann þegar mamma hennar kallaði :

-Hailie! Viltu fá egg og brauð með beikoni eða bara kelloggs í morgunmat ?
-Bara brauð, ég er ekkert sérstaklega svöng!

Hún settist neiður og fékk sér tvö ristuð brauð með beikoni sem mamma hennar hafði gert handa henni. Hún fór að fletta í gegnum póst dagsins : Símreikningur, kort frá ömmu sem var í fríi á Jamaica, boðskort í afmæli til Craigs, frænda hennar, og…
,,Guð minn góður!\“ hugsaði hún.

,,Mamma…Sjáðu!\” Sagði hún óstyrkri röddu. Mamma hennar sat í stól við hliðina á henni og horfði á aðra átt á meðan hún sötraði kaffi og sönglaði takt við lagið sem var í útvarpinu.
,,Sjá hvað, elskan?\“ Spurði mamma hennar loks og hélt áfram að söngla
\”Love is all you need\“ með Bítlunum sem sungu háum rómi í útvarpinu.

,,ÞETTA!\” endurtók hún ákveðnari og rak gulleitt bréf með smaragðsgrænum stöfum framan í mömmu sína. Á því stóð :

Ungfrú H. Williams
herbergið á annari hæð til hægri
Deansville 32
London
England

Mamma hennar greip bréfið og las það sem stóð framan á því. Smám saman áttaði hún sig á hvaða bréf þetta var. Hailie horfði á mömmu sína á meðan hún las. Þegar hún var búin að lesa allt bréfið henti hún því á borðið og faðmaði Hailie svo fast að hún var viss um að nokkur bein höfðu brotnað. Því næst rauk mamma hennar í símann og hringdi í pabba hennar. Hailie elti mömmu sína og stóð fyrir framan hana þar sem hún sat í símastólnum og hlustaði á hvert orð.

,,Harold! Hailie var að fá bréfið! Já! Í Hogwartshraðlestina á brautarpalli 9 og þrem fjórðu Þann 1. september. Hún þarf að fara í Skástræti. Ert þú með lykilinn að fjárhirslunni? Ekki? Nú, við verðum þá bara að leita að honum…\“
Hún heyrði ekki meira af því sem þau töluðu um af því að mamma hennar stuggaði henni út úr dagstofunni.

Hún fór upp í herbergið sitt og lagðist á óumbúið rúmið.

,,Hvað er Hogwarts?\” hugsaði hún, mamma hennar hlaut að vera orðin eitthvað rugluð. ,,Brautarpallur níu og þrír fjórðu?\“
Hah, þetta var örugglega eitthver vel undirbúinn hrekkur af hálfu mömmu hennar. Að gera bréfið og hringja svo í pabba hennar. Hún hló að þessum \”hrekk\“ í hljóði.

En þá laust niður í huga hennar. Bréfið!

Hún þaut niður eins hratt og hún gat, en þess gerðist ekki þörf,því mamma hennar var ekkert á leið að ná í bréfið, hún sat í símastólnum og blaðraði áfram við Harold.

Nú voru þau byrjuð að ræða um eitthvað sem kallaðist \”Qudditch\" eða það heyrðist Hailie. Hún var komin með höfuðverk af öllum skrítnu hlutunum sem höfðu gerst þennan morgun. Á eldhúborðinu lá bréfið, og það var eins og það bæði Hailie að lesa sig. Hún tók það upp og las :

Hogwart - skóli galdra og seiða

Skólastjóri: Albus Dumbledore
(Eftirmaður Merlins, Hæstráðandi seiðmaður Warlocks, Æðsti Mugwump, Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra fröken Williams
Það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwart - skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Önnin hefst 1.september. Við væntum uglu yðar fyrir 31 júlí.

Bestu kveðjur
Mierva Mcgonnagall,
aðstoðarskólastjóri

Á öðru blaði var listinn yfir bækur og annað nauðsynlegt. Hailie las hann. Á honum stóð:

Hogwart – skóli galdra og seiða

Skólabúningur
Fyrsta árs nemendur þurfa:
1 Þrjár einfaldar vinnuskikkjur (svartar)
2 Einn einfaldan toppmjóan hatt (svartan) til daglegra nota
3 Eitt par af hlífðarhönskum (drekaskinn eða annað álíka)
4 Eina vetrarskikkju (svarta með silfurfestingum)
Vinsamlegast athugið að öll föt nemenda skulu vera merkt þeim

Bækur
Allir nemendur þurfa að eiga eintak af eftirfarandi bókum:
”Almenna álagabókin (1.stig)” eftir Miröndu Goshawk
”Saga galdranna” eftir Bathildu Bagshot
”Galdrakenningar” eftir Adalbert Waffling
”Leiðarvísir í ummyndun fyrir byrjendur eftir” Emeric Switch
”Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir” eftir Phyllidu Spore
”Töfradrykkir og Elexírar” eftir Arsenius Jigger
”Yfirskilvitleg dýr og eftirlætisstaðir þeirra ”eftir Newt Scamander
”Hin myrku öfl: handbók í sjálfsvörn” eftir Quentin Trimble

Annar útbúnaður

1 Töfrasproti
1 suðupottur (tin, stærð 2)
Eitt sett af tilraunaglösum úr gleri eða kristal
1 sjónauki
1 látúnsvog
Nemendendur mega einnig taka með sér uglu eða kött eða halakörtu
Foreldrar eru minntir á að fyrsta árs nemar mega ekki taka með sér eigin galdrakústa

Hailie starði á bréfið sem lá í höndum hennar. Enginn, ekki einu sinni mamma hennar myndi nenna að gera svona langt bréf bara til að hrekkja hana. Hún náði ekki að hugsa meira um bréfið af því að nú kom mamma hennar. Hailie mun aldrei gleyma orðunum sem hún sagði.

,,Hailie, þú ert galdramaður!”


Ég er að gera annann kafla og hann verður sendur inn ef ykkur líkar þessi. Frábært ef þið segið mér álit ykkar á kaflanum, hverju mætti breyta og hvað má laga og svoleiðis. :)

-Sveindis-