Angelina og Annie eru 11 ára tvíburar,sem búa í London.
Þær eiga engin systkini og þær búa einar með mömmu sinni.
Hún heitir Magdalena Clark.Angelina og Annie voru eineggja tvíburar og þessvegna voru þær nákvæmlega eins í útliti.
Þær voru ca.140.cm á hæð og með ljósbrúnt hár niður að öxlum og ljósblá augu.Þær klæddu sig oftast eins,því þeim fannst svo gaman að vera ruglað saman!!.Þær áttu einn hamstur sem hét Maríus.
húsið þeirra var lítið og herbegið þeirra líka.

***

Átsh þú meiddir mig sagði Angelina,Nei ég á bréfið sagði Annie
NEI fíflið þitt komdu með það!Nei ég á það…
Má ég sjá stelpur mínar sagði Magdalena þreytulega,hún tók bréfið og utan á því stóð með grænu bleki : frk.A.Clark,Walley road 56,London herbergið við hliðina á eldhúsinu.
Hún opnaði bréfið og þar stóð : Kæra frk.Annie Clark
Þér hefur hlotist skólavist í Hogwarts-skóla galdra og seiða.
Það fylgir með bréf um það sem þú átt að hafa með og bækur.
hlökkum til að sjá þig,
Minerva McGonagall aðstoðarskólastjóri

Humm það er einmitt það sagði Magdalena.Hvað stendur í því;hrópuðu þær samtaka ??og hver á það bætti Annie við ??
Annie á það (Angelina verður vonsvikinn á svip) Annie rífur það að mömmu sinni og les það.Hún verður himinlifandi á svip og hoppar syngjandi um allt eldhúsið.Þegar Angelina fær að vita hvað stendur í bréfinu verður hún brjáluð að afbrýðssemi.

***

Þegar Annie er búin að kaupa allt skóladótið í Skástræti (það var ekkert erfitt því amma þeirra var norn).Kom hún heim með Uglu sem hún skírði Arsenius og þá varð Angelina alveg kol klikkuð og var í fýlu alla vikuna.En kvöldið áður en Annie átti að fara fékk hún kvikindislega hugmynd.Hún stillti vekjaraklukkuna á 04:30.svo vaknaði hún um nóttina , tók systur sína og tróð uppí hana vasaklút,rúllaði heni inní sængina ,batt bandið á náttsloppnum sínum utan um og kastaði henni inní skáp.Svo kom að morgninum og þá fór hún niður stigann og sagðist vera tilbúin að fara.En hefurðu séð hana Angelinu spurði Magdalena ??,Nei bara í morgun en þá kvaddi ég hana og hún fór til Bellu held ég.Allt í lagi nú skulum við þá bara fara af stað sagði mamma hennar.

***

Amma hennar gerfi Anniar fór með hana á lestarstöðina og var næstum búinað hlaupa á vegg,eða það hélt Angelina.En,nei hún var bara að fara inn á lestarstöð 9 3/4.Þar var fullt af Hogwarts nemum í síðum skikkjum með oddmjóa hatta að veifa töfrasprotum.
Hún fór inn í næst fremsta vagninn og settist hjá stelpu sem var dökk yfirlitum og með sítt svart hár sem sagðist heita Daniella Domino Belany.Hún var úr galdrafjölskyldu og var mjög hrædd um að lenda ,,ekki" í Ravenclaw.hún átti kolsvartan kettling sem hét Dimma.Þær urðu strax vinkonur.Hún sagðist strax heita Angelina.
Brátt kom strákur inn til þeirra sem var greinilega líka nýr og sagði : Hæ ég heiti Joe Goth (hann var lítill ,ljóshærður með skærblá augu) , vitiði,Harry Potter er hér í lestinni,hann er á 3.ári !!.Hver er það spurði Angelina ??Það er strákurinn sem lifði af sagði Daniella og virtist ekki nenna að útkýra það frekar.
Svo á endanum kom lestin á leiðarenda og nemendurnir stukku út.
Fyrsta árs nemar fylgið mér,heyrðu þær risastórann mann kall,ég heiti Hagrid og þið skuluð raða ykkur 4 saman í bát.
Angelina og Daniella fóru saman í bát og með þeim komu Joe og strákur sem sagðist heita Marcus Spellington.
Svo sáu þau stærsta kastala sem þau höfðu séð og fóru inn,þar tók á móti þeim hávaxinn norn sem virtsist vera mjög ströng.
Sæl krakkar,ég er prófessor McGonagall.Þegar hún hafði útskýrt flokkunina fyrir þeim og hvernig hún fór fram gengu þau inn í salinn.Hún byrjaði að lesa upp nöfnin : Abbot,Helena , lágvaxin stelpa með ljósa tíkarspena og rauðar kinnar steigfram og fékk hattin á höfuðið.Hufflepuff æpti hatturinn.Svona gekk þetta fyrir sig og Daniella fór að eigin óskum í Ravenclaw.
Svo var öskrað Clark,Annie og Angelina steig fram og settist og fékk hatinn á höfuðið og öskraði strax : Ravenclaw.
Hún settist við hliðina á Daniellu.Svo var borðað og síðan var
farið upp á heimavistir.Þau stoppuðu við gamalt veggteppi og umsjónarmaðurinn hrópaði : sokkar með sultu !.Þá færðist teppi og þau gengum inn.Þar voru bláir hægindastólar og arnar.Svo sagði umsjónarmaðurinn Angelinu hvar hún ætti að sofa.Hún lagðist niður og hugsaði um hvað mamma hennar mundi segja ef hún vissi um systrasvikin,svo sofnaði hún.

í framhaldinu mun ég tala í 1.persónu
skemmtið ykkur vel, Sykurpúðinn