ÉG heyrði mömmu öskra að ég ætti að vakna,Oh hugsaði ég en þegar ég stóð upp fann ég hausverkinn dynja inní hausnum á mér.Mamma kom inn og ég sagði henni að mér væri illt í hausnum og hún leyfði mér að vera heima, en hún fór í vinnuna.
Sabrina var að mestu leiti mjög eðlileg eða það hélt hún,hún var með kolsvart hár niður á bak og dökkbrún augu,hún hafði mikið skap svo að ef eitthvað pirraði hana varð hún mjög pirruð.hún var einkabarn en mamma hennar var ólétt á tvíburum.Hún átti tvo hunda sem hétu Blackie og Brownie.
Svo þegar mamma hennar var farin og pabbi hennar líka sofnaði hún aftur.Svo þegar hún vaknaði aftur lá bréf í kjöltu hennar á það var ritað með smaragðsgrænu bleki : Sabrina Maria Johnson,herberginu á efri hæðinni til vinstri,Hvammsgerði 36,Surrey.
Hún opnaði bréfið og í því stóð :
Hogwarts-skóli galdra og seiða

skólastjóri:Albus Dumbledore (eftirmaður Merlins,Hæstráðandi seiðmaður Warlocks,Æðsti Mugwump,Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra ungfrú Johnson.
það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafið hlotið skólavist í Hogwart-skóla galdra og seiða.Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsinleg tæki.Önnin hefst 1.september.Við væntum uglu yðar fyrir 31.Júlí.
Hún varð steini lostin,einhverntíman hafði hún heyrt mömmu sína nefna Hogwart ,hvað sem það nú var.Svo sofnaði Sabrina aftur.
Þegar mamma hennar kom aftur heim þá spurði hún hana um þetta,mamma hennar spurði afhverju og þá sagði hún heni frá bréfinu og mamma hennar varð rosalega glöð á svipinn.
Hún sagði henni að hún væri norn en að væri pabbi hennar ekki og að hún væri ekki búðarkona heldur ynni hjá Gardramálaráðuneytinu.
Hún sagði að greinilega hefði Sabrina erft þessa krafta hennar og hún skyldi fara í Hogwarts.Sabrina varð bara himinlifandi og kinkaði kolli.En þær urðu að flýta sér eftir skóladótinu ,því nú var 28.Ágúst.Næsta dag fóru þær í götu sem mammma hennar sagði að héti Skástræti.Þær gengu að subbulegri krá sem hét ,,Leki seiðpotturinn“.Þar inni var fullt af undarlegu fólki ,þar á meðal var risa stór maður sem vitrtist á 2 metrar,mamma heilsaði honu og sagði : sæll Hagrid. Svo fóru þær út í bakgarðinn .mamma hennar tók upp undarlegt prik og sló þrisvar upp og tveir þversum , múrsteinnin sem hún hafði snert byrjaði að hristast og snúast.
Nú kom lítil hola í ljós og hún varð stærri og stærri-og augnabliki síðar stóðu þær fyrir framan bogagöng sem meira að segja þessi Hagrid hefði getað gengið í gegnum án þess að beygja sig.Við endann á göngunum lá steinlögð gata sem hlykkjaðist út í fjarskann.,,Velkomin” , sagði mamma hennar´, í Skástræti.
Fyrst fóru þær í búð með seiðpottum,þar keyptu þær einn sem var úr Tini og hægt var að brjóta saman!!.Svo gengu þær framhjá dýrabúð,Mamma,mamma má ég fá dýr því það stendur að það megi bara taka uglur,körtur og ketti.Já ætli það ekki sagði mamma hennar og þær gengu inn í gæludýrabúðina.Þar valdi hún sér strax lítinn,ljæosbrúnan kettling sem hún ákvað að skíra ,,Sykurpúði“.
Svo gengu þær í skikkjubúð sem hét ,,Frú Malkin” þar fékk hún skikkju í lítilli stærð ,því hún var aðeins 140 cm á hæð!.
Svo keyptu þær bækurnar og svo töffrasprota sem var 26 cm,eik frekar sveiganlegur og með tagli úr einhyrningi.Svo héldu mæðgurnar heim á leið með bros á vör.

P.S. þetta er fyrsti áhugaspuninn minn og takiði tillit til þess
með fyrirfram þökk,
Auður og Sjöfn sykurpúðar ;)