Framhaldið:

Svo tók hún bréfin upp og umslagið líka og gekk gekk frekar kvíðin framm.

Pabbi hennar var inn í sjónvarpsherberginu, sat í sófanum og las blaðið eins og hann var vanur að gera á hverju kvöldi, fyrir kvöldmat. Mamma hennar var inni í eldhúsi að elda kvöldmatinn.

,,Mamma og pabbi! Komið þið aðeins hingað, ég þarf að segja ykkur soldið.” Kallaði Hermione.

,,Ekki núnna elskan, fréttirnar eru að fara að byrja.” Sagði pabbi hennar.

,,Ég er að elda Hermí mín” sagði mamma hennar (hún kallaði hana alltaf Hermí),
get ekki talað við þig núnna.”

,,En þetta er mikilvægt!” sagði Hermione frekar óþolinmóð.

,,Allt í lagi, þá!” sögðu þau þá og komu til hennar.

,,Það er best að við setjumst niður áður en ég segi ykkur þetta.” Sagði Hermione og þau fóru inn í stofuna og settust niður.

,,Sko, áðan þegar ég var inn í herbergi hjá mér, þá byrtist allt í einu ugla inn um gluggann. Ég tók eftir stóru bréfi sem var fast við fótinn á henni og ég tók það af og las það. Það var frekar merkilegt bréf og ég vil að þið lesið það líka.” Sagði Hermione og rétti þeim bréfið.

Mamma hennar las bréfið upp hátt. Svo urðu þau orðlaus í nokkrar mínútur eftir að hún hafði lokið við að lesa bréfið. Hermione flýtti sér að segja:

,,Ég sjálf var ekki viss um hvort þetta væri einhver hrekkur eða alvara. Svo að ég skrifaði til baka og spurði hvernig ég kæmist í skólann og ég spurði líka hvernig það gæti staðist að ég væri norn. Meina þið eruð ekki göldrótt, hvernig get ég verið það?”

,,Elsku vinan,” sagði mamma hennar,
okkur grunaði alltaf að þú værir göldrótt. Því að langafi þinn sem er dáinn, hann var það líka og hann fór í Hogwart skólann líka. Er þetta ekki líka það sem þú vildir? Að lifa meira spennandi lífi? Alveg síðan þú varst lítil þá hefur þú alltaf trúað því að galdrar væru til.”

,,Já og við höfum aldrei sagt þér frá því einstaka atburði sem gerðist þegar þú varst aðeins 3 ára. Við vildum ekki segja þér það fyrr en við fengum að vita hvort þú værir norn eða ekki, langafi þinn fékk bréfið sitt akkúrat á sama aldri og þú ert á núnna.” Sagði pabbi hennar.

,,Hvaða atburður varð þegar ég var 3 ára? Ég man ekki eftir honum.” Sagði Hermione forvitin.

,,Auðvitað mannstu ekki eftir honum, þú varst svo ung. En jæja, á því ári sem þú varðst 3 ára þá skéði eitt undarlegt á afmælinu þínu. Þú fórst í fýlu af því að þú vildir ekki vera í bleika kjólnum þínum heldur vildir vera í þeim bláa. En við settum þig í bleika kjólinn og svo heimtaðir þú að fá köku en við vildum bíða eftir gestunum. Þú varst í sófanum og þú horfir á kökuna og skyndilega fór einn hnífurinn á loft og fór að skera sneið af kökunni og svo datt hnífurinn niður á kökuna og kökusneiðin tókst á loft og hún var komin hálfa leiðina til þín þegar dyrabjallann hringdi, þér brá og sneiðin datt í gólfið. Síðan þá hefur ekkert fleirra undarlegt skéð og við hættum að vera viss um hvort að þessi atburður hafði skéð eða ekki.” Sagði mamma hennar.

,,Je minn og þið sögðuð mér ekkert!” sagði Hermione hneyksluð.

,,Við vissum hvað þú varst hrifin af öllum óvenjulegum bíó myndum og þú talaðir stöðugt um hvað það væri gaman að geta galdrað. Við vildum ekki fara að gefa þér einhverja vonhyggju ef að þú værir svo ekki göldrótt. Þess vegna urðum við að bíða og sjá hvort bréfið kæmi eða ekki. Og nú er það komið sem þýðir að þú ert norn.” Sagði pabbi hennar.

Hermione gat varla sofnað um kvöldið og hún var ennþá soldið svekt út í foreldra sína að hafa leynt sér þessu svona lengi en hún var líka mjög glöð yfir því að hún reyndist vera norn.

,,Ég ætla að læra eins mikið um galdra og ég get, svo að foreldrar mínir verði stolt af mér. Ég get ekki beðið eftir að komast í skólann.” Hugsaði Hermione rétt áður en hún sofnaði.




2.Kafli

Hogwarts lestin

Daginn eftir viðburða ríka kvöldið hafði önnur ugla komið inn til Hermione og þessi ugla var líka með bréf. Í bréfinu stóð hvernig hún kæmist í skólann, hún átti að fara til Londons og þar átti hún að fara á King´s Cross lestrastöðina og taka lestina frá brautarpalli níu og þrem fjórðu. Einhvern vegin vissu þau sem höfðu sent Hermione bréfið að foreldrar hennar höfðu þegar sannfært hana um að hún væri norn, því þau sögðu að forleldrar hennar hefðu sagt henni allt það sem hún þurfti að vita.

Það stóð líka í bréfinu hvar hún ætti að kaupa skóladótið og hvernig það ætti að komast þangað.

En núnna voru þrír mánuðir liðnir síðan hún fékk það bréf og nú var hún komin á King´s Cross lestarstöðina, hún fór með foreldrum sínum að kaupa skóladótið degi eftir að hún hafði fengið seinna bréfið svo hafði hún legið yfir skólabókunum allt sumarið og lesið. Svo að nú vissi hún allt um Hogwartskóla og hún vissi alveg hvernig hún átti að komast í lestina. Hún kvaddi foreldra sína og fór beinustu leið í gegnum vegginn á brautapalli níu og þrem fjórðu.

Þá kom hún auga á Hogwartslestina og sá fullt af fólki og krökkum vera á leiðinni inn í hana. Hún fór af stað með koffortið sitt inn í lestina og leitaði að auðu sæti. Hún kom auga á klefa þar sem enginn sat og hún fór þangað inn með kofortið sitt og hún var ný búin að koma koffortinu á góðann stað þegar strákur byrtist í dyrunum.

,,Afsakaðu,” sagði hann, ,,en ég er búinn að týna halakörtunni minni, hefurðu séð hana?”

,,Nei, ég hef ekki séð neina halakörtu hérna, en ég get hjálpað þér við að leita.” Sagði Hermione í stuttum spuna.

,,Það yrði frábært, ef þú nenntir því.” Sagði strákurinn brosandi.

,,Byrjum þá að leita, hvað heitirðu annars? Ég heiti Hermione Granger.”

,,Ég heiti Neville Longbottom.” Svaraði strákurinn.

Svo fóru þau framm á gang og leituðu en fundu ekki halakörtuna framm á ganginum svo að þau ákvöddu að spurja krakkanna í klefunum hvort þau höfðu séð halakörtu.
Hermione oppnaði einar klefadyrnar og kom auga á tvo stráka, annar var eldrauðhærður og var með sprotann sinn uppi en hinn var dökkhærður. Hún spurði þá:

,,Hefur einhver séð halakörtu? Neville týndi sinni.”

,,Við vorum búnir að segja honum að við hefðum ekki séð hana,” sagði rauðhærði strákurinn.

,,Ó, ertu að galdra? Leyfðu okkur að sjá hvað þú kannt.” spurði Hermione þann rauðhærða og settist niður við hliðin á dökkhærða stráknum.

,,Eh – allt í lagi.” Sagði hann og ræksti sig.

,,Sólskin, fífill, galdraþula,
gerðu heimsku rottuna gula.”

Hann veifaði sprotanum en ekkert gerðist. Rottan hélt áfram að vera grár og var steinsofandi.

,,Ertu viss um að þetta sé alvöru töfraþula?” spurði Hermione. ,,Hún er í það minnsta ekkert sérstaklega góð. Ég er búin að prófa nokkrar einfaldar töfraþulur – bara til að æfa mig – og þær hafa allar virkað. Enginn í minni fjölskyldu kann neitt að galdra svo að ég varð alveg steinhissa þegar ég fékk bréfið, ég var svo ánægð, ég meina, þetta er besti galdraskóli sem til er eftir því sem ég hef heyrt – ég er búin að læra allar námsbækurnar utan að, auðvitað, ég vona bara að það sé nóg – annars heiti ég Hermione Granger, hverjir eruð þið?”

,,Ég heiti Ron Weasley,” sagði rauðhærði strákurinn.

,,Harry Potter,” sagði sá dökkhærði.

,,Ertu í alörunni Harry Potter?” spurði Hermione. ,,Ég veit allt um þig – ég útvegaði mér nokkrar grunnbækur og það er fjallað um þig í Galdrasögu nútímans og Uppgangi og falli myrku aflanna og Stærstu galdraviðburðum tuttugustu aldarinnar.”

,,Er fjallað um mig?” spurði Harry.

,,Guð minn góður, vissirðu það ekki? Ég hefði sko lesið allt sem væri þess virði að vita í þínum sporum,” sagði Hermione. ,,Vitið þið á hvaða heimavist þið verðið? Ég hef verið að spyrjast fyrir og ég vona að ég lendi í Gryffindor. Ég held að það sé langbesta heimavistin, ég frétti að Dumbledore hefði verið þar á sínum tíma, en það væri eflaust ágætt að vera í Ravenclaw… Jæja, ég ætla að halda áfram að leita að halakörtunni hans Nevilles. Þið tveir ættuð að fara að skipta um föt, við erum að verða komin.”

Svo fór Hermione framm til að finna Neville en hann hafði haldið áfram að leita að halakörtunni sinni á meðan hún talaði meira við Harry og Ron. Hún var ekki búin að ganga langt þegar einhver steig aftan á skikkjuna hennar Hermione og hún hrasaði fram fyrir sig. Hún heyrði einhverja hlægja fyrir aftan sig og hún stóð upp og snéri sér við. Þá sá hún einn ljóshærðann strák og tvo dökkhærða stráka standa hvor megin við hann. Strákurinn sagði við hana:

,,Æ, fyrirgefðu. Ég sá þig ekki.”

,,Þú sást mig vel! Ég stóð beint fyrir framan þig.” Svaraði Hermione pirruð.

,,Ég geymdi víst að kynna mig. Ég heiti Draco Malfoy.” Sagði strákurinn glottandi.

,,Ég heiti Hermione Granger. Hvað heita lífverðirnir þínir, Draco?” spurði Hermione stríðnislega.

,,Crabbe og Goyle. Er það satt að hinn frægi Harry Potter sé inn í þessum klefa?” spurði Draco og benti á klefann sem að Harry Potter og Ron voru inn í.

,,Gáðu bara sjálfur. Ég ætla ekki að hjálpa þér, því ég farin.” Svo strunsaði Hermione lengra eftir ganginum í leit að Neville og halakörtunni.

,,Fínt! Ég þarf ekki á þinni asnalegri hjálp að halda!” kallaði Draco eftir henni.

Svo fann Hermione, Neville og þau héldu áfram að leita að halakörtunni. En fundu hana ekki, svo ákvað Hermione að spurja lestastjórann hversu langt það yrði þangað til að þau kæmu að Hogwartskólanum, því að hún vildi vita hversu langan tíma hún og Neville höfðu eftir til að leita að halakörtunni.

Stuttu seinna þegar Hermione var að tala við lestarstjórann heyrði hún öskur og sá Draco, Crabbe og Goyle hlaupa inn í klefann sinn. Hún ákvað að athuga hvað væri að ské og gekk hratt eftir ganginum. Þegar hún kom að lestarklefanum þar sem Ron og Harry voru sá hún nammi út um allt gólf og hún spurði:

,,Hvað gengur eiginlega á hér?”

Ron lyfti rottunni sinni upp á halanum.

,,Ég held að hann hafi rotast,” sagði hann við Harry.

Hann skoðaði rottuna nánar.

,,Nei – þetta er lygilegt – hann er sofnaður aftur.”

Og það var engin lygi.

,,Hefurðu hitt Malfoy áður?” spurði Ron, Harry.

Harry útskýrði fyrir honum hvernig fundum þeirra hafði borið saman hjá frú Malkin.

,,Ég hef heyrt talað um fjölskylduna hans,” sagði Ron þungbrúinn.
,,Þau voru meðal þeirra fyrstu til að snúast aftur á okkar band eftir að Þú-veist-hver hvarf. Sögðust hafa verið í álögum. Pabbi trúir því ekki. Hann segir að pabbi hans Malfoys hafi ekki þurft neina afsökun fyrir því að ganga í lið með myrku öflunum.” Hann sneri að Hermione. ,,Getum við gert eitthvað fyrir þig?”

,,Þið ættuð að drífa ykkur í skikkjunar ykkar, ég var að tala við lestarstjórann og hann sagði að við værum alveg að koma. Voruð þið að slást? Strax búnir að lenda í vandræðum og eruð ekki einu sinni byrjaðir í skólanum!”

,,Scabber var að slást, ekki við,” sagði Ron og yggldi sig framan í hana.

,,Allt í lagi – ég kom bara hingað af því að hinir láta eins og smá börn frammi; hlaupandi fram og til baka um gangana,” sagði Hermione móðguð. ,,Og þú ert skítugur á nefinu, bara svo að þú vitir það!” Svo fór hún framm og beint inn í klefann sinn þar sem Neville sat leiður.

,,Er allt í lagi með þig, Neville.” Spurði Hermione hann.

,,Nei, ég er ekki enn búinn að finna Trevor (halakörtuna).”

,,Ég hef ekki komið auga hana heldur en hún hlýtur að finnast. Við erum að verða komin að Hogwarts skóla bráðum.”

Stuttu eftir að hún sagði þetta, heyrðist rödd hljóma um lestina:

,,Við komum til Hogwartskólans eftir fimm mínútur. Vinsamlegast skiljið farangur ykkar eftir um borð í lestinni. Hann verður fluttur í skólann.”

Hermione og Neville flýttu sér út í þvöguna frammi á ganginum.
Lestin hægði óðum á sér og nam að lokum staðar. Þau tróðust öll í áttina að dyrunum og út á lítinn, dimman brautarpall. Skyndilega birtist lugt sem sveiflaðist yfir höfðum nemendann og Hermione heyrði einhvern segja:

,,Fyrsta árs nemar! Fyrsta árs nemar komið hingað! Er allt í lagi með þig, Harry?”

Þegar Hermione sá þann sem hafði verið að tala, vissi hún þetta var Hagrid, skógarvörðurinn sem hún hafði lesið um í Sögu Hogwartskóla, hún hafði séð mynd af honum aftarlega í bókinni.

Stórt, loðið andlit Hagrids ljómaði í glaðlegu brosi þegar hann kom auga á Harry í miðri þvögunni.

,,Eltið mig – eru fleiri fyrsta árs nemar þarna? Gáið að því hvar þið stígið! Fyrsta árs nemar, fylgið mér!”

Þau eltu Hagrid hrasandi niður þröngan og brattan stíg. Það var dimmt beggja vegna stígsins. Flestir þögðu. Neville, strákurinn sem alltaf týndi halakörtunni sinni, saug upp í nefið við og við.

,,Þið komið auga á Hogwartskóla eftir augnablik,” kallaði Hagrid yfir öxlina, ,,við beygjum hér.”

Það heyrðist hávært ,,Váááá!” frá þeim öllum, nema Hagrid.
Við endann á þrönga stígnum var stórt, dökkleitt stöðuvatn. Efst uppi á fjallinu hinum megin við vatnið stóða gríðarstór kastali með upplýstum gluggum og turnum.

,,Ekki fleiri en fjórir í hvern bát!” kallaði Hagrid og benti á heilan flota af litlum bátum sem lágu bundnir við vatnsbakkann. Hermione og Neville eltu Harry og Ron upp í einn bátinn.

,,Eru allir komnir um borð?” kallaði Hagrid. Hann hafði einn bát út af fyrir sig. ,,Leysið bátana – af stað!”

Allur smábátaflotinn lagði samtímis af stað frá bakkanum og leið eftir spegilsléttu vatninu. Þau störðu í þögulli lotningu á stóra kastalann á klettinum. Hann gnæfði yfir þau þegar þau nálguðust hinn bakkann.

,,Beygið ykkur,” skipaði Hagrid þegar fyrstu bátarnir komu að klettinum. Þau beygðu sig og bátarnir báru þau áfram undir bergfléttuþykkni sem huldi stórt gat á hamraveggnum. Þau liðu áfram eftir myrkum göngum sem virtust flytja þau undir sjálfan kastalann. Loks komu þau að nokkurs konar neðanjarðarhöfn þar sem þau stigu á land.

,,Heyrðu, þú þarna! Er þetta halakartan þín?” spurði Hagrid sem var að ganga úr skugga um að enginn hefði verið skilinn eftir í bátunum.

,,Trevor!” hrópaði Neville alsæll og rétti fram hendurnar. Svo klöngruðust þau af stað eftir þrögnum göngum inn í klettinn. Týran frá lampanum hans Hagrids leiddi þau loks út á mjúka, döggvota grasflöt í skugga kastalans.
Þau gengu upp steinþrep og söfnuðust saman í kringum breiðar og miklar eikardyrnar.

,,Eru allir komnir? Þú þarna, hafðu auga með halakörtunni þinni!”

Hagrid lyfti risavöxnum hnefanum og barði þrisvar sinnum á kastaladyrnar.
Miss mistery