Hæ, hérna er hluti af sögunni minni, þýddur, ég gerði það fyrir ykkur sem viljið frekar lesa á íslensku, ég er ekki búinn að þýða alla söguna, en samt smá.
Það eru spoilerar í þessu, ég vona að þið njótið hennar :).

36. kafli.
Gott og illt

Harry hafði sjaldan verið jafn glaður; lok prófanna, trúlofun Rons og Hermione og brúðkaup Hagrid's gáfu allar saman Harry mjög góða tilfinningu þegar hann sat í setustofu Gryffindor með Ginny, Ron og Hermione.
Allt í einu datt Harry nokkuð í hug, hann hafði ekki heimsótt Hagrid síðan í brúðkaupinu, áður en hann náði að minnast á það við Ron og Hermione vöru þau farin upp, og hann ákvað að trufla þau ekki, kvaddi Ginny í staðinn og lagði af stað.
Þegar hann labbaði niður stigann frá feitu konunni heyrði hann kunnuglega rödd fyrir aftan hann.
“Hvert ert þú að fara á þessum tíma dags, drengur?” Sagði máluð ímyndin af Sirius, sem var að fá sér te með feitu konunni.
“Hvað í…?” Sagði Harry furðu lostinn; Sirus og feitu konunni hafði aldrei komið vel saman, aðallega út af áras Siriusar á hana nokkrum árum áður.
“Ó, já, ég er hérna til að semja frið við… mjóu konuna hérna” Sagði Sirius brosandi.
“En, þú drekkur ekki…” Byrjaði Harry, en Sirius greip fram í fyrir honum, glottandi: “Sssh!”.
“Allt í laig þá… uh… bæ” Sagði Harry vinalega og hélt áfram niður stigann.
Þegar hann kom niður í aðalsalinn helltist yfir hann óþægileg tilfinning; eitthvað var í gangi… hann tók sprotann sinn í höndina til að vera öruggur og opnaði aðaldyrnar.
Það var áreiðanlega eitthvað skrítið í gangi, hann fann greinilega fyrir því að einhver bað hljótt fyrir handan hornið. Harry stökk þangað sem hann hélt að einhver væri að fela sig og tók andköf.
Ormshali beið eftir honum með sprotann uppi, og Harry heyrði sína rödd ásamt rödd hans æpa “rænulaus”, og þó að Harry heyrðist hann sjálfur vera fyrri til, var það til lítilst, þar sem að önnur rödd hafði æpt það bakvið hann, rödd sem Harry þekkti mjög vel, og síðasta hugsun Harrys áður en hann varð rænulaus, var “Þú hættir aldrei að reyna, er það, Lucius?”

***

Harry vaknaði í myrku herbergi með einum stórum, lokaðum glugga og svörtum, ellilegum veggjum, og í hinum enda herbergisins sat Voldemort með sprotann sinn lauslega í hendinni og í dökkgrænu skikkjunni sinni, og leit út fyrir að vera nokkuð ánægður í hægindastólnum sínum með Lucius Malfoy og Ormshala á hvorri hendi með sprotana á lofti.
Og, úr myrkrinu, kom stór hópur af drápurum (Harry sýndist það vera allir) . Harry var viss um að Voldemort ætlaði sér að drepa sig frammi fyrir drápurunum sínum.
Voldemort, samt sem áður, staraði bara á hann, og Harry sá ljós fyrir framan sig og fann störu Voldemort's grafa inn í sig (prófessor Flitwick, frú Pomfrey og Dumbledore höfðu loksins getað hindrað sársaukanum sem Harry fann svo oft í örinu sínu)
“Eftir hverju ertu að bíða?” Spurði Harry, reiður.
Voldemort hélt áfram að stara….. Harry hugsaði að hann væri að fara að deyja, hann væri að fara að deyja, Voldemort ætlaði að drepa hann, en hann mundi samt ekki vinna stríðið, Dumbledore mundi vinna það, Dumbledore mundi drepa Voldemort… Dumbledore mundi vinna…
Loksins, eftir það sem virtist vera heil eilífð fyrir Harry, talaði Voldemort:
“Ég er að kvelja þig með vopni sem ég hef komist að að er mjög öflugt, láta þig vita að þú ert þar sem ég vil hafa þig, að bíða eftir því óumflýjanlega….” Sagði hann, “jæja, Potter, hlakkar þú til að vera drepinn?”
“Auðvitað,” Sagði Harry, “ég fæ að hitta foreldra mína og Sirius, ég get varla beðið.
”Jæja… þá skulum við byrja…“ Sagði Voldemort rólega.

***

Dumbledore var sitjandi á skrifstofunni sinni, ánægður, að lesa bók sem prófessor McGonagall hafði gefið honum í afmælisgjöf, þegar það birtust allt í einu nokkrar bláar fjaðrir í kringum Fawkes.
”Einhver er í hættu! Hver er það, Fawkes?!“ Sagði Dumbledore hátt og einbeitti sér að huga fönixins, ”Harry…. hvar er hann?!“ sagði hann og notaði hugarlestur aftur til að svara sjálfum sér, ”Á setrinu… sýndi hann mér hollustu, ha? En ég get ekki fjarflust þangað tímanlega, það er vel varið fyrir því, thestralarnir eru ekki fáanlegir, ég lánaði ráðuneytinu þá…. Grágoggur!“ áttaði hann sig á og Fawkes flaug á öxk hans og þeir hurfu í loga og birtust strax í kofa Hagrid's.
Hagrid, sem virtist nokkuð hissa á ferðamáta Dumbledores, var þegar með gesti: Neville Longbottom, Hermione Granger, Ron og Ginny Weasley voru öll sitjandi þar, að tala við hann, og virtust ekki taka strax eftir Dumbledore.
”Hagrid, Harry er líklegast í bráðri hættu, ég þarf Grágogg til að fara að hjálpa honum“ Sagði hann og krakkarnir fjórir hoppuðu á fætur, andlit Harrys varð kríthvítt.
”Auðvitað, prófessor, en hvar er hann? Ég vil koma með þér.“ Sagði Hagrid æstur.
”Hann er í höfuðstöðvum Voldemort's, sem Fawkes komst að vegna þess að Harry sýndi mér tryggð, þeir eru hérna.“ Sagði Dumbledore og teiknaði kort með staðsetningunni, með sprotanum sínum fyrir Hagrid, ”Og, mér þykir það leitt, en þú getur ekki komið með mér, Grágoggur getur ekki borið okkur báða auðveldlega, þú veist það. Og þú ert í brúðkaupsferðinni þinni, þú hefur þínar skyldur sem eiginmaður, og þar að auki ertu ekki lærður galdramaður, þó að líkamlegur styrkur þinn kæmi sér örugglega vel, þá væri mun hagstæðara að fá þessa útskrifuðu galdramenn með mér, þau eru mun léttari en þú og geta kannski komið með mér, og, þrátt fyrir allt eru þau góðir vinir Harrys, þú getur skilið það, er það ekki?“ sagði hann örvæntingafullur, honum fannst að meiri vandræði við að kjósa sér samferðarmenn mundi taka allt of langan tíma, Hagrid virtist vera að bæla niður mikil mótmæli.
”Allt í lagi þá,“ Sagði hann, leiður ”farðu, og gangi ykkur sem allra best“.
”Þakka þér, Hagrid, ég veit að það hlýtur að vera erfitt, en ég hef ekki nógan tíma til að vandræðast, og við getum ekki fjarflust, Norbert er í Rúmeníu og thestralarnir eru í láni í ráðuneytinu, vertu sæll.“
Sagði Dumbledore vingjarnlega og gekk út að Grágoggi, hneigði sig fyrir honum, og Grágoggur hneigði sig samstundis til baka.
Dumbledore klifraði á hann og sá að krakkarnir höfðu fylgt honum út.
”Hermione, hneigðu þig fyrir Grágoggi.“ Bað Dumbledore, og hún gerði það.
Grágoggur hneigði sig fljótt til baka, og hún klifraði á hann, og það gerðu hin líka (Neville mjög stressaður) og þurftu að troða sér.
”Ég vona að hann geti flogið með okkur öll… bless, Hagrid.“ Sagði Dumbledore og tók á loft, og svo virtist sem Grágoggur gæti borið þau öll.
***

Hagrid var mjög hræddur, en ákveðinn, ekki einu sinni Dumbledore hafði vitað að Hagrid hafði farið í fjarflutningstíma strax og hann fékk aftur rétt til þess að galdra.
Hann sveiflaði sprotanum sínum að sjálfum sér og hugsaði um staðinn sem hann vildi fara til: Rúmeníu…
Hann birtist í skógi nálægt heimili Norbert's, og labbaði að háu, sterku viðarhliði og bankaði hátt á það.
Maðurinn sem hann hafði vonast til að hitta opnaði hliðið; Charlie Weasley.
”Halló, Hagrid, gaman að sjá þig, hvernig komstu hingað?“ Sagði Charlie brosandi.
”Halló, Charlie, ég þarf að fá Norbert lánaðan, ég er að fara til að hjálpa við björgun Harrys, Voldemort hefur rænt honum.“ Sagði Hagrid fljótt, því hann vildi ekki eyða neinum tíma, og svipur Charlies breyttist strax.
”Allt í lagi, Hagrid, en ég ætla að koma með þér.“ Sagði hann ákveðinn.
”Það er fínt, en flýttu þér“ Sagði Hagrid og labbaði að Norbert, og heilsaði honum meðan Charlie greiddi úr hlutunum með hinujm vörðunum.
Charlie hljóp til Hagrids og Norberts og sagði: ”Þeir vildu endilega lána okkur Norbert og þeir óskuðu okkur góðs gengis, og ég hef líka látið aðra meðlimi reglunnar vita, ég bað þau um að hitta okkur í Þýskalandi.“ og hann klifraði upp á Norbert, Hagrid fylgdi, og þeir tóku á loft.

***
Þegar hópurinn á Grágoggi var rétt kominn í loftið, datt Ron allt í einu nokkuð í hug; ”Accio málverk Siriusar“ sagði hann, og málverkið af Siriusi heitnum flaug til þeirra, og í hendur Rons.
”Hvað er í gangi?“ Spurði Sirius.
”Ja,“ Sagði Ron, ”við erum á leiðinni að bjarga Harry frá Voldemort, og mér datt í hug að þig langaði að koma með okkur."

***
Hagrid, Charlie og Norbert komu til ákveðna staðsins í Þýskalandi, og sáu hóp fólks sem beið eftir þeim; þarna voru Snape, McGonagall, Lupin, Tonks og Skröggur Illauga, sem betur fer geta drekar borið mun fleira fólk en hippógriffinar, þannig að þau komust öll sjö á Norbert, og þau lögðu af stað til höfuðstöðva Voldemorts, til að berjast við Voldamort og fylgismenn hans með hinum.
—————————–