Dartaníja Derów, áhugaspuni, 8.kafli, spoilerar! Loksins tók ég mig á og skrifaði 8. kaflann, líklega munu fáir skilja hversvegna kaflinn fékk þetta nafn, en það mun koma í ljós í seinni köflum…

Eins og venjulega eru spoilerar í kaflanum en góða skemtun =>

Kv. Regí


8. Kafli. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni…

Tieo vakti mig um morgunninn, ég fór á fætur en það var enginn annar en ég og Tieo vaknaður. Það varð til þess að ég leit á klukku sem stóð á náttborðinu hjá stelpu, sem hét víst Lewander Brown.

Hvað var Tieo að hugsa klukkan, var sex að morgni!

Ég var það vel vöknuð að ég hefði aldrei getað sofnað aftur, svo ég samþykkti að fara með Tieo í göngutúr, hún bað mig um það með því að rétta mér ólina, þótt við vissum það báðar, að ólin yrði ekki notuð.

Auðvitað stóðst ég ekki mátið að vera í úlfslíki öðru hvoru, enda var það mun öruggara, sem úlfur gat ég hlaupið mjög hljóðlega og gæti skilið hvað Tieo furrfaði.

Marg oft munaði litlu að upp um okkur kæmist, en alltaf náði Tieo að vara mig við í tíma, ég hafði en ekki náð tökum á að greina alla þá lykt sem ég fann svo Tieo sá um það.

Þó lentum við í smá vandræðum þegar við mættum kattarófétinu frú Norris… En svo er Tieo að þakka að það bjargaðist, hún réðst á köttinn og rak hana burt. En skömmu eftir að Tieo kom aftur fór ég að hálf skammast mín, því ég vissi vel að Tieo hefði auðveldlega getað drepið köttinn. En kötturinn sást samt, sem betur fer ekki aftur.

Þegar við höfðum skoðað öll göng og leyniherbergi, sem Fred og George höfðu sagt mér frá, fórum við út á skólalóðina.

Skógurinn vakti mesta forvitni okkar, enda var hann bannsvæði, en hví ekki að skoða hann? Forvitnin yfirbugaði skinsemina og við skoðuðum skóginn. En Tieo tók þó af mér það loforð að ég yrði í úlfslíki allan tíman, því að þar gætu leynst mörg hættuleg dýr. Við mættum ótal dýrum af öllum stærðum og gerðum.

Fljótlega fór ég að nýta mér það að geta talað við dýr sem úlfur og eftir að ég náði að króa einn af undarlegu hestunum af, og hafði tekist að koma honum í skilning um að við myndum ekki gera honum neitt. Hann sanfærðist þegar hann fattaði að Tieo var vinur minn.

Hesturinn kallaði tegund sína Festfralfs, en reyndi að útskíra hvað menn kölluðu þá en viðurkendi að lokum að hann vissi það ekki.

Þarna áttaði ég mig first á því að sem úlfur talaði ég allt annað mál en sem maður, því annars hefði Festfralfurinn ekki skilið mig, og ég mundi eftir orðinu furrfaði, og fattaði að furrfaði var þá urraði en Festfralfs væri þá sirka Estrals, það vantaði greinilega fyrri part orðsinns…

Sjálfur sagðist Festfralfurinn heita Fljótfifaferfi, en væri kallaður Fákur. Fákur varð fljótlega orðinn ágætis kunningi okkar og furrfaði okkur frá hinum og þessum dýrum skógarinns. Þegar við fórum yfir svæði sem var erfitt yfirferðar bauð hann okkur á bak, sem við þáðum með þökkum.

En skyndilega mættum við dýri sem Fákur hafði kallað Féntfjár, en var líklega þjóðsagnarskepnan Kéntár…
,,Fljótfæri Fákur, hví dettur fullorðnum Thestral eins og þér í hug að bera dýrbít á baki? Þetta er til háborinnar skammar fyrir tegund þína.“ sagði Kéntárinn.
,,En Fane? Þetta er ekki dýrbítur, heldur hálfúlfur…” furrfaði Fákur.
,,Hálfúlfur? Eru þeir ekki útdauðir? En hálfúlfur eður ei, það er samt úlfur, semsagt dýrbítur, það er líka ekkert skárra þó það sé hálfúlfur, þá er það hálfur maður líka, ekki það að Thestralar séu ekki vanir að niðurlægja sig með samvinnu við menn. Svo verðurðu að venja þig af því að furrfa nöfn, ég heiti Bane ekki Fane…“ sagði Bane reiðilega.

En í þessum orðum réðst Bane á Fák, ég brást strax við og varði hann… Gjörsamlega ósjálfrátt furrfaði ég með langa óskiljanlega þulu:
,,Far foo fyl farfanz, fafafh fem foo frá fomzt, fafafh fem foo fumft faftfur foofa fo fé feyfi furfn fyfn felfl!”

Áhrif þessarar undarlegu þulu voru ótrúlega kröftug, allt í kring um okkur risu upp logar, vítislogar… Bane sem hafði bitið í makkann á Fáki slepti og öskraði af sársauka og geðshræringu. En þrátt fyrir að þetta virkaði svona vel fan ég að þetta tók á einhverju, en ég vissi ekki hverju…

Ég gat ekki haldið bölvunninni lengur gangandi og logarnir hurfu, Bane lét ekki segja sér það tvisvar, hann forðaði sér hið snarasta.

Fákur bauðst til að fylgja okkur út úr skóginum í þakklætisskini fyrir hjálpina. Hann ætlaði að vera um tima hjá Hagrid, sem hann kallaði reyndar Fagfrið, ég var farin að skilja þetta þó það væri torskilið.

Rétt áður en við komum út úr skóginum, umbreittist ég í mann á ný, því nú væru einhverjir kanski komnir á fætur, það brást ekki…
,,Hver er þar?“ spurði Hagrid sem í þessu hafði séð hreyfingu í skógarjarðrinum ,,Hvað ertu að gera þarna, veitu ekki að nemendur meiga ekki fara inn í skóginn!” hélt hann áfram þegar ég hafði gefið mig fram…
,,Það var bara of freistandi að skoða sig aðeins um, en það er haltur Thestral hérna, hann varð fyrir sparki frá Kéntári… Fákur, Komdu!“ kallaði ég, en var þó ekki viss um að Fákur myndi hlusta á mig, sem manneskju, en Fákur kom samt og nuddaði höfðinu vingjarnlega við öxl mína.

,,Sérðu Thestralana?” spurði Hagrid undrandi.
,,Já er það eitthvað athugavert?“
,,Það þýðir að þú hefur séð einhvern deyja…” sagði Hagrid.

Ég sá skyndilega allt í móðu, þess vegna sá Tiger ekki Thestralana, vegna dauða móður minnar, vonandi kæmist Tiger aldrei að þessu…

,,Hvern?“ spurði hann, og nú var greinileg umhyggja í rödd risans, hann gat þá ekki verið heill risi, bara blendingur…
,,Móður mína…”

Þótt ég væri búin að jafna mig á þessum upplýsingum, svimaði mig en… Var ég að verða veik???

Það var greinilegt að Hagrid skildi, ólíkt mörgum öðrum að ég vildi ekki tala um dauða móður minnar, því hann fór að spyrja hvernig stæði á því að ég vissi að Thestralinn væri kallaður Fákur.
,,Hmmm… Orðum þetta svona, það rennur tvenskonar Hálfúlfablóð í æðum mínum…“
,,Ég skil.” sagði hann og sagði svo, eftir smá umhugsun: ,,Yfirleitt þegar Kéntárar ráðast á önnur dýr hafa þeir betur sökum þess hve gáfaðir þeir eru… Hvaða Kéntár var þetta annars?“
,,Mér skildist að hann héti Bane, eða eitthvað slíkt, það er stundum erfitt að skilja hvað þeir furrfa…”
,,Furrfa?“
,,Æ, gleymdu því bara…”

En fljótlega hafði ég sagt honum allt um skógar flakkið okkar Tieo´s, nema þetta sviman… En hann hafði líklega séð að mér leið ekki sem best, því hann spurði.
,,Þú sagðir að þú hafir farið með bölvun, eftir lýsingunum að dæma er þetta “Burn in hell” bölvunin og hún er mjög erfið svo er það málið með Hálfúlfshvolpa, er að þeir hafa takmarkaða töfra, hefurðu orðið vör við það?“
,,Já, mig svimar…”

Fljótlega eftir þetta senti Hagrid mig niður í skóla, með þeim fyrirmælum að ég ætti að hvíla mig og borða vel, helst fara í sjúkraálmuna og narta í súkkulaði.

En samt fór ég bara upp í Griffindor turninn, og ætlaði að fara aftur að sofa, klukkan var bara hálf tíu.

,,Hvar vastu?“ spurði Tiger þegar ég kom inn og bætti svo við ,,Ég vaknaði við að þú fórst á fætur um 6 leitið!”
,,Fyrirgefðu ég ætlaði ekki að vakna svo snemma, Tieo vakti mig og vildi fara í göngutúr…“
,,Okey… Hvað á svo að gera í dag?”
,,Ég ætla að reyna að sofa pínulítið meira, borða svo hádegismat og vita svo hvort ég finni göng sem mér var sagt að liggji alla leið niður í Hogsmade… Kemur þú með?“
,,Auðvitað!”

Eftir þetta náði ég að sofna í 2 tíma eða svo.







P.s. Það þýðir víst ekki frekar en áður að biðja um hugmyndir af nafni, er það nokkuð???

Endilega seigið ykkar álit =>

Kv. Regí.
-