Hér er kominn 4. kaflinn af Fanficinu mínu. Hvernig finnst ykkur?
Plís segið ykkar álit ;)



4. kafli

Þegar þau komu upp í skóla var þeim vísað beint inn í stóra salinn, öllum nema Saskiu og Martini. Mcgonagall fór með þau í annað herbergi. Þegar Harry var að ganga inn um dyrnar á salnum komu Ron og Hermione hlaupandi. Ron var orðinn móður þegar þau náðu til hans.
“Hæ, Harry. Hvernig var í lestinni? Það var ómögulegt fyrir okkur að komast til þín, það var sérstakt prógramm í gangi fyrir umsjónamennina.”

“Það var fínt” sagði Harry um leið og hann settist. Hermione settist við hliðina á honum og Ron þar við hliðina. “Ég var með Harlig tvíburunum í vagni. Þau eru fín.”
“Hvar eru þau?” Það var Ron sem spurði um leið og hann klóraði sér í nefinu. “þau verða flokkuð niður á heimavist núna á eftir.” Harry hafði ekki fyrr slept orðinu þegar dyrnar að salnu opnuðust og fyrsta árs nemarnir gengu inn. Martin og Saskia voru ekki með þeim.

Flokkunin tók skamma stund og fyrr en varði voru allir busarnir, eins og Ron var ekki spar á að kalla þá, sestir niður.

Dumbledor stóð upp og tók til máls. “Eins og sumir vita, þó ekki margir, þá koma tveir nemendur nýjir í vetur, hann tók sér andartaks hlé á meðan hann strauk yfir silfrað skeggið, sem væri þó ekkert að segja frá ef þessir nemendur væru ekki að byrja nýjir í Hogwart en að fara á 6. ár.”

Kliður fór um salinn.

“Bjóðið þið velkomin Saskiru og Martin Harlig. Þau eru komin hingað til að klára skólann. Nú verða þau flokkuð niður á heimavist.”

Martin og Saskia gengu inn í salinn

Harlig, Martin. Komd þú fyrst. Martin gekk upp og settist á kollin, hatturinn var settur á hausinn á honum, og Martin fór að heyra í honum:

Hmm……þú ert ekki ungur en ert þó nýr! Flokkum þig niður….erfiður ertu…… Ravenclaw hentar þér vel….en einnig Gryffindor….Slytherin kemur ekki til greina og ekki Huffelpuff….svo……Gryffindor skal það vera!

“GRYFFINDOR”

Mikil fagnaðarlæti brutust út við Gryffindor borðið við þessa yfirlýsingu.

“Ekki fara að borðinu strax, Martin” það var McGonagall sem talaði

“Harlig, Saskia”

Nú var hatturinn settur á höfuðið á henni, hann var mun fljótari í þetta sinn, það eina sem Saskia náði að heyra var:

Með eins huga og bróðir þinn, hjá honum skaltu vera!

“GRYFFINDOR”

Nú stóðu þau hlið við hlið og biðu eftir að mega fara og setjast hjá hinum krökkunum.
Dumbledor stóð á fætur aftur og tók til máls:

“Jæja, ég treysti því að þið hjálpið þeim að aðlagast, þar sem þessi skóli er talsvert frábrugðinn því sem þau eiga að venjast.” Hann beindi orðum sínum aftur til Harlig tvínuranna, “ Segið yfir salinn fullt nafn og farið svo og fáið ykkur sæti við ykkar borð.”

Saskia var á undan bróður sínum, “Ég heiti Saskia Lisanne Harlig” hún hneigði sig og sté eitt skref til hliðar. “Ég heiti Martin Joran Harlig”. Þegar þau höfðu sagt þetta gengu þau hröðum skrefum til Gryffindor borðsins og settust niður við hliðina á Harry. Saskia settist við hliðina á Harry og bróðir hennar við hliðina á henni.

Martin dæsti um leið og hann sagði “Úff, vonandi fer maturinn að byrtast, þetta tekur á.” Systir hans flissaði. Og ætlaði að segja eitthvað en í því stóð Dumledor á fætur og sagði þessi 2 áhrifaríku orð “Hefjum veisluna!” Í því birtust kræsingar á fötin fyrir framan þau.

Þegar að þau komu upp á heimavist, öll pakksödd af kræsingunum, fóru allir fljótt upp í svefnsali, því flestir voru útkeirðir. Þegar strákarnir komu upp sáu þeir að einu rúmi hafði verið bætt við, við það var dótið hans Martins.

Morguninn eftir fengu þau afhentar stundatöflur. Ron hafði ekki fyrr litið á stundatöfluna sína þegar hann stökk upp úr sætinu sínu “Vúhú!!!”
“Hvað er svona mikið fagnaðarefni Ron” spurði Hermione forvitin um leið og hún helti mjólk út á morgunkornið sitt. “Við erum ekki í neinum tímum með Slytherin á þriðjudögum, og það er þriðjudagur í dag!”

“Í hvaða tímum erum við með Slytherin?” Saskia spurði um leið og hún beit í ristaða brauðið sem hún hafði fengið sér í morgunmat. Hermione var fyrst til að svara “það eru þó nokkrir tímar sem við erum með þeim. Flug, umönnun galdraskeppna, og töfradrykkir. Það eru þessi þrjú fög minnir mig.”

“Ég er fegin að hafa lent á Gryffindor, það virðist vera góð heimavist”sagði Saskia og bróðir hennar tók undir það. “Gryffindor er líka besta vistin” kallaði Seamus yfir allt langborðið, við miklar undirtektir.

Fyrsti tíminn var í ummyndun. “Jæja. Við skulum sjá hvað þið munið. Á hverju borði er par af inniskóm, þið eigið að breyta þeim í kanínur.”
“Bíðið” bætti hún við þegar hún sá svipinn sem kom á nokkra “ekki bara kanínur, skærbleikar kanínur.”

“En prófessor, inniskórnir eru svartir!”

“Uss, ekkert nöldur eða ég læt ykkur setja gular doppur á þær líka, það er að segja læt ykkur reyna að setja gular doppur á þær”

Í lok tímans var Hermione sú eina sem tekist hafði að gera bleikar kanínur. Martin og Saskiu hafði reyndar tekist að gera rauðar kanínur, en annars hafði árangurinn látið standa á sér. Mörgum hafði þó tekist að gera svartar kanínur, sem betur fer því annars hefðu þau þurft að nota tímann fram að jólum í að gera bleikar kanínur. Enginn hafði mikinn áhuga á því.

Dagurinn var fljótur að klárast og fyrr en varði voru þau komin upp í setustofuna og voru þar fyrir framan arininn. Setustofan var fljót að tæmast því allir voru þreyttir eftir fyrsta skóladaginn.

Daginn eftir voru þau í tvöföldum töfradrykkjatíma. Snape byrjaði á að spyrja tvíburana nokkrar spurningar, þau svöruðu öllu frábærlega. Svo lét hann alla brugga erfiðasta drykkinn frá því árinu áður, “til að gá hvort þau væru búin að gleyma öllu”, sagði Snape. Nær öllum, mistókst, reyndar voru aðeins 3 sem gátu gert þetta allveg 100% rétt. Hermione, það kom reyndar engum á óvart. Og tvíburunum. Harry og Ron til mikillar gleði mistókst Draco, hanns pottur var fullur af skærgrænni leðju í lok tímans, þessi blanda var dökk grænn drykkur ef hún var rétt blönduð.

Tíminn var fljótur að líða. Og einn daginn þegar krakkarnir komu upp í turn var stór hópur í kringum auglýsingartöfluna. Þau komu sér í gegn og lásu á miðann sem hafði verið hengdur upp:

Fyrsta Hogsmede ferðin verður um næstu helgi.

“Jess, það verður fínt að losna úr skólanum!”

“Ron þó!” Hermione reyndi að hljóma hneiksluð en það fóru þó brosviprur um munnvikin á henni um leið og hún ávítaði Ron.

“Hvað, ég meina það finnst það öllum”

“Heey, eigum við ekki að kíkja í heimsókn til Hagrids?” það var Hermione sem stakk upp á því.

“Jú, við höfum ekkert geta hitt hann nema í þessum tvemur tímum sem við erum búin að fara í.”

“Þá getum við líka kynnt Saskiu og Martin almennilega fyrir honum. Hann hefur ekkert hitt þau nema í tímunum, og þá ekki getað talað mikið við okkur.”

Þau gengu saman yfir skólalóðina í átt að kofanum hans Hagrids. Skindilega datt Saskia um stein og greip í Harry til að halda jafnvægi, þau duttu bæði á jörðina og veltust í einni flækju um. Þegar þeim tókst að standa upp voru þau bæði eldrauð í framan og mjög skömmustuleg. Hinir krakkarnir skellihlógu og Ron fékk magakrampa og varð að stiðja sig við Martin til þess að falla ekki á jörðina skellihlæjandi.

“Hvað er svona fyndið!” Harry hljómaði reiður, en svo sprakk hann líka og þau skellihlógu öll það sem eftir var leiðarinnar.

Þau náðu ekki að banka því þau voru ekki fyrr komin að dyrunum þegar Hagrid opnaði hurðina. “það var mikið, ég er búin að heyra í ykkur ég veit ekki hve lengi. Hvað í ósköpunum er svona fyndið?”

“Hihi, ég er ekki viss um að einhver af okkur geti sagt þér það án þess að springa úr hlátri” sagði Hermione um leið og hún strauk hendinni í gegnum hárið á sér.

“Hagrid, megum við koma inn?”

“Já, auðvitað.”

Þegar þau komu inn var Harry búinn að jafna sig og hóf að tala við Hagrid.

“Hagrid þetta eru Saskia og Martin.”

“Já, alveg rétt, nýju nemendurnir í Gryffindor. Ég er búinn að vera að bíða eftir að þið komið og kinnið mig fyrir þeim.”

Hagrid rétti fram höndina og Saskia tók í hana, þar á eftir heilsaði Martin Hagrid.

“Jæja, hvernig líkar ykkur svo í Hogwart?”

“Það er bara fínt að vera hér. En þetta er mjög ólíkt Beauxbatons. En við erum flót að aðlaga okkur.”

“Já, svo þið voruð í Beauxbatons.”

“Jebb”

“En heyrið þið ég held þið ættuð að fara að drífa ykkur aftur upp í kastala.”

“Já það er rétt. ” Bless Hagrid” sögðu þau öll í kór.

Þegar að þau komu upp í Gryffindor turn heyrðu þau að einhver bankaði á rúðina. Þau litu upp og sáu að þetta voru þrjár uglur, þrjár alveg eins uglur. Þau drifu sig að opna og þær flugu inn og létu brefin sem þær höfðu meðferðis falla á borðið fyrir framan þau. Þau voru stílað á Harry, Saskiu og Martin. Og það var skrifað framan á þau öll með sama græna blekinu. Þau litu hvert á annað, svo virtist sem að annar fundur væri í nánd.


Svo hvernig finnst ykkur….