Hvarf Freds.
1.Kafli: Óvænt heimsókn.
Harry sat í rúminu sínu á Runnaflöt og 
hugsaði um vini sína hvar skyldu þau vera?
Vonandi hafði  Voldemort  ekki náð þeim. Hann 
ákvað að fara að læra og byrjaði að skrifa ritgerð í ummyndun 
svo var allt í einu bankað á gluggann Harry hrökk við. Þar voru 
Ron, George og Ginny. Harry varð mjög glaður að sjá þau!!!
”Hæ’’ sagði Ron.
“Hæ gaman að sjá ykkur. En hvar er Fred?’’ spurði Harry
“Þú veist hver tók hann.” sagði Ginny. 
“Ha eigum við ekki að fara að leita að honum?’’ spurði Harry 
“Jú við komum til að spyrja þig hvort þú gætir 
komið með okkur?’’ sagði George.
“Ég skal koma, en… hvernig á ég að komast?’’ sagði Harry 
”Nú auðvitað á kústinum áttu ekki Þrumufleyg?’’ sagði Ron
“Jú en allt dótið mitt?’’sagði Harry 
“Ææ þú verður bara að geyma það hér þú 
getur ekki tekið koffortið með en áttu engan 
poka?’’ sagði George
“Jú ég tek sprotann og huliðsskikkjuna og 
eitthvað smá meira.”  sagði Harry
“Ok flýttu þér við vitum ekki um Þú veist hvern.’’
“Allt í lagi“ sagði Harry um leið og þeir flugu upp í himininn.
“ Hvenær tók Voldemort Fred?’’spurði Harry
“ Í gærkveldi við flúðum öll en hann náði Fred 
og við reyndum að ná honum aftur. Við flugum 
hingað. Bill og Pabbi eru á eftir þeim!’’ sagði 
Ginny. “Hvar halðið þið að þeir séu?” spurði George. “Kannski 
þarna’’ sagði Ginny og benti í átt að stórum skógi .
Þau flugu yfir skóginn en sáu ekkert í fyrstu en 
ákváðu að skoða nánar.
Ginny og Fred fóru í austur og Harry og Ron í vestur . Eftir 
u.þ.b. klukkustundargöngu heyrðu þeir ógnvænlega rödd sem 
sagði “Ég drep þig ef þú segir mér ekki hvar Harry Potter er.’’ 
Svo heyrðu þeir rödd Freds “Ég segi ekkert hann er vinur 
minn.’’
Harry og Ron gengu á hljóðið og sáu þá Fred bundinn og 
Voldemort stóð ógnvægilega yfir honum ,Harry stökk til og 
sagði skýrum en örlítið  óstyrkum  rómi “Hér er Harry Potter.’’
Voldemort  snéri sér við, hann var í svartri skikkju 
með hettu, með sprotann á lofti.Hann horfði á 
Harry og sagði “Þú færð Fred ef ég fæ ÞIG.’’
Harry hugsaði sig um örlitla stund. “Samþykkt” sagði hann og 
gekk til Voldemorts . Hann sá ljótt andlit með fölu brosi sem 
glotti til hans . Veran leysti Fred, gekk svo að Harry og sagði 
“Gott og vel” Ron og Fred tóku upp sprotana og hugsuðu. 
Hvað áttu þeir eiginlega að gera .	
Allt í einu hljómaði rödd Voldemorts “crucio” Harry fann 
gríðalegan sársauka kreppast  um allan líkamann í smá stund, 
svo hætti það. Voldemort  sagði ”var þetta vont?” Og hló Harry 
gretti sig hann fann enn svolítið til í örinu .
“Hvað ætlaru að gera við mig?” spurði Harry .
“Hmmm hver veit kannski ….. Drepa þig. Nei 
ekki strax kannski seinna þegar þú ert búinn að 
fletta ofan af leyndarmálunum þínum. ” sagði 
veran “ALDEI!” sagði Harry 
“Nú?” sagði veran með smeðjulegri rödd.. “Þá er best að 
drepa þig bara núna ekki satt?,,. Sagði veran.
“Avada Kedavra” heyrðist  hljóma um skógarrjóðrið . Harry  bjó 
sig undir það versta en ekkert gerðist. Hann opnaði augun og 
sá veruna liggjandi á jörðinni  og yfir henni stóðu  Ron og 
Fred.
“Við rotuðum hann einhvern veginn” sagði Fred 
“Við gátum ekki horft uppá hann drepa 
þig” Sagði Ron.
“Takk,” sagði Harry ”En hvað eigum við að gera” “Öhh… binda 
hann 
og fara að  finna George og Ginny,,.Sagði Ron. “Góð 
hugmynd” sagði Fred ”förum.” 
“En eigum við að gá hver þetta er? …Veran." sagði Harry.
Þeir tóku Hettuna af. Harry tók andköf…. Þetta var ekki 
Voldemort eins og þau héldu…………….
….heldur  Servius Snape.
                
              
              
              
               
        



















