Hreysið Hreysið
“ Þetta er besta hús sem ég hef komið inní”
– Harry Potter

Hreysið er galdrahús, sem Weasley fjölskyldan á.Það er að minnsta kosti fjögra hæða, en byggt svo undarlega að það hlýtur að standa vegna galdra. Það er staðsett fyrir utan þorpið Ottery St. Catchpole, en er svo vel falið að blaðberinn veit ekki hvar það er. Í húsinu eru þau með ófreskju sem ber alltaf á rörin og rymur í sífellu. Í garðinum eru þau hinsvegar með jarðdverga eða gnóma.
Eldhúsið
Notalega lítið herbergi, með arni og vel skrúbbuðu viðarborði.

Herbergi Rons:
Herbergi Rons er á toppnum á húsin, á fimmta stigapalli,í þröngum stiganum, rétt undir háaloftinu með skrímslinu, veggirnir og loft á herbergi Rons er þaktir með appelsínugulum plakötum af Chudley Cannons. Cannon – rúmteppið hans er dálítið snjáð; og er skreytt með Chudley Cannons lógóinu: tveimur svörtum C-um og þeysandi rotara. Það er búr með froskaafkvæmum, stokkur af sjálf-stokkandi spilum og undarlegum hlutum. Á dyrunum er skilti sem á stendur “Herbergi Ronald’s.”

Herbergi Percy:
er staðsett á annari hæð, herbergið hans er með glugga sem opnar útí garðinn.Hann eyðir miklum tíma sínum í herberginu sínu. Þegar hann var í Hogwart eyddi hann mestum tíma sínu í að skrifa bréf til kærustu sinna Penelope Clearwater. Eftir að hann útskrifaðist úr skóla, vann hann við skýrslugerð fyrir vinnu sín í Galdramálaráðaneytinu í herbergi sínu.

Herbergi Fred og George:
Tvíburarnir gera töfrabragðatilraunir í herberginu sínu. Dularfullar sprengingar og hávaði koma frá því. Þeit hafa fundið upp alls konar áhugaverða (og stundum hættulega) töfrahluti.Þegar móðir þeirra þreif herbergið þá uppgötvaði hún pöntunarlista fyrir þá að selja þykjustinni sprotanna og galdranammi fyrir krakk í skólanum. Molly brenndi listana.

Herbergi Ginny:
Herbergi Ginny er á þriðja stigapalli. Þegar Hermione gistir í Hreysinu gistir hún hjá henni.

Garðurinn:
Garðurinn fyrir framan Hreysið, er með klifurtré upp eftir veggjunum, miklum arfa og óslegnu grasi, stórri tjörn og fullt af gnómum. Þegar öll fjölskyldan er heima í sumarfríinu og Hermione og Harry eru í heeimsókn, þá eru of margir fyrir litla eldhúsið, svo þau borða girnilegan mat í garðinum!

Skúrinn:
Herra Weasley er búinn að fylla skúrinn af allskonar hlutum frá muggum sem honum finnst gaman að taka í sundur og setja saman, sér til gamans. Hann geymdi Ford Anglia bílinn í skúrnum fyrir mörgum árum síðan en núna er hann týndur.
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*