Það er orðið langt síðan ég sendi síðast inn kafla svo ég sendi alla kaflana.

Eins og áður þá eru SPOILERAR í áhugaspunanum…

Hefur einhver hugmynd að nafni???





Formáli og persónu upplýsingar.

DARTANÍJA: er 14 að verða 15 í byrjun sögunnar. Hún er vandræða unglingur sem gengur með gaddaól. Hún lætur einungis vel í augnsín móður sinnar, Myrcvu Sól (Sérecu).

Hálfdán Dagur er bróðir hennar, 5 árum eldri, þau hata hvort annað. Hún veit fátt um föður sinn annað en ættarnafnið sem hún hafði lofað móður sinni að segja aðeins í neyð því það gæti komið henni bæði til góðs og ills…

Hún er sú eina í fjölskyldu sinni sem hefur ekki heyrt um galdra. Myrcva hafði áhveðið að segja börnum sínum ekkert um galdra, og yfirgefa því heim galdranna. Þetta gerði hún af ótta við Voldemort, hún vissi ekki hve mikil mistök það voru…

Tieo er kanína Dartaníju, en þó hún viti það ekki, er Tieo engin venjuleg kanína. Hún er talin veik á geði því hún þykist vera varðhundur og ver heimilið gegn þjófum, köttum, hundum og flestu öðru. Hún hafði hlotið miklar gáfur í langri þjálfun, sem Dartaníja veit ekki af.

Til þess að vera alveg örugg hafði Myrcva flutt frá Brétlandi til Íslands.




1. Kafli. Grípa skal gæsina um leið og hún gefst!

Ég, Dartaníja Derów leit í ískápinn,
Eins og vanalega… Ekkert nema, úldin síld, ostur sem leit út eins og heimatilbúinn gráðostur (og hafði áður verið Kotasæla!) miglað brauð og opin kattamatdós (sem fíflið hann Hálfdán hafði talið vera túnfisk! Étur einhver túnfisk hér? Ég hélt ekki.) sem var farin að migla að ofan. (eins og flest annað í ískápnum.)
Ég ætlaði að gá hvort það væri kex í skápnum, en þá heyrðist það, öskur? Eða hvað? Var einhver niðri að öskra? Af sársauka? Hafði Tieo, varðhundurinn af kanínuætt, ráðist á innbrotsþjóf, eða eitthvað?
Ég hljóp niður, en þer var enginn…Þá heyrðist það aftur. Það var úti í garði! og ekki nóg með það þetta var… Móðir mín, en það vissu allir að hún öskraði aldrei að ástæðu lausu!
Það var greinilega eitthvað alvarlegt að. Án þess að hugsa um hve fáranlegt það væri, stökk ég út um næsta glugga! En þó ótrúlegt sé lenti ég vel.
Þarna stóð einhver undarleg vera með prik og beindi því að Myrcvu. Venjulega hefði mér fundist þetta fáranleg sjón en ég hafði heyrt ópin… Það hlaut eitthvað að hafa gerst!
Allt í einu áttaði ég mig á því að ég stóð á fleiri fótum en venjulega, JÁ, FÓTUM… Ég hafði breist en hvernig? Hvað var ég? Úlfur?
Skyndilega verð mér sama, Veran talaði á óskiljanlegri tungu, að vísu bara eitt orð… ,,crusio“ og Myrcva öskraði af sársauka. Veran hló, andstyggilegum hlátri.
Eðli þess sem ég var orðin vildi gera árás…
,, Snögg Deró fylgdu eðli þínu!” tísti óskír rödd.
Ég hlýddi og hljóp af stað, áður en ég náði þangað kallaði ,,veran“, sem reyndist vera skikkjuklæddur maður, tvo orð sem áttu eftir að sitja lengi í minnum mínum.
Samstundis vissi ég að allt væri um seinan fyrir móður mína, Þetta var slagur upp á líf og dauða, hvað kunni ég? Ég beit í háls hans og rykkti, svo hvarf hann og birtist rétt hjá.
Hann kallaði orðin tvö aftur, en ,,tístandi röddin” sagði
,, Deró, niður, strik!“

Ég kastaði mér niður og lék mig dauða, ég fann nístandi sársauka í hálsinum og svo hvarf hann, minn versti óvinur fyrr og síðar.
Ég missti meðvitund eftir það.

Sársaukinn var of mikill til þess að ég gæti opnað augun strax.
Eitthvað straukst við hálsinn á mér, og linaði sársaukann.
,, Mikið var ég heppin, gaddaólin gerði gagn, ég hélt að allar ólar væru pyntingartæki” tísti Röddin.
Ég opnaði augun, loks vissi ég hver ætti ,,tístandi röddina“ það var…


2. kafli. Hvar liggur kötturinn grafinn?

,,Tieo? hví skil ég þig?” spurði ég hissa.
,,Derów… Þú veist of fátt… Hví furrfaði Myrcva þér aldrei neitt…“ nöldraði Tieo.
,,Fyrirgefðu en hvað áttu við? ,,Furrfaði”? Meinarðu sagði?“ spurði ég.
,,Tja, eitthvað svoleiðis.”
,,En hvað hefði mamma átt að segja mér?“
,,Þú ert ættuð frá tveim fornum ,,Hálfúlfa” ættum!“ sagði Tieo.
,,Hálfúlfar? hvað er það?” spurði ég.
,,Hálfúlfar eru Varúlfar með aukna sjálfstjórn og vitund, en hvað um það, við verðum að fara. Þetta er ekki öruggur staður lengur.“
,,En Tieo, hvert?”
,,Út í óbyggðirnar, auðvitað. Hvert annað ættum við eiginlega að fara? En náðu fyrst í flösku, beittan hníf, teppi og reipi. Svo ættirðu kannski að lagfæra ólina svo það blæði ekki um of!“
Ég lagfærði ólina með herkjum því hendurnar á mér voru en loppur.

Ég náði í það sem Tieo bað um, en samt gat ég ekki skilið hvers vegna ég átti að sækja þetta.

Ég elti Tieo af stað út í óbyggðirnar og fór að hugsa út í það hvað yrði um okkur Tieo. Einhvern veginn vissi ég að mamma var dáin, en af hverju var ég þá ekki líka dáin?

Þótt kaldhæðnislegt sé björguðu töffarastælarnir lífi mínu. Þ.e. ég hefði ekki verið með gaddaól ef það væri ekki töff.

Það var komin hánótt þegar við loks fundum ,,öruggan stað”. Það var kalt en úlfsfeldurinn var hlýr. En ég var hræddari en nokkru sinni fyrr. Spurningar eins og ,,Hver var hann? Gæti hann fundið okkur?“ og einfaldlega ,,Hvers vegna?” ásóttu mig stöðugt næstu daga.

Ég var sí svöng og hefði gert hvað sem er fyrir myglaða og úldna matinn heima,
eða jafnvel fyrir það eitt að geta farið heim!“.

Að lokum áræddi ég að spyrja Tieo hvernig ég yrði maður aftur. Ég fékk ekki betra svar en þetta:
,,Það er einfalt, slakaðu bara á og taktu því rólega. Til að verða úlfur verðuru að hræðast eða reiðast, eða hvoru tveggja. Svo að til að verða tvífætlingur á ný verðuru að finna öryggi með því að hugsa um liðna, örugga tíð. En samt…”

Ég hugsaði um hvernig það var heima áður en ,,hann!“ kom til sögunnar.

Ég lá í grasinu og hlustaði á tístið í Tieo, en ég skildi það ekki lengur.

Það liðu tvær vikur áður en eitthvað dró til tíðinda…

Með tímanum hafði ég farið að láta af varkárninni og vera oftar í ,,mannslíki” líkt og Tieo ,,furrfaði“ það.

En einn morgunninn var komið okkur algerlega að óvörum. Þ.e. lögreglan mætti á staðinn. (Með tímanum fluttumst við Tieo nær bænum).

Tieo slapp en þar sem ég gat ekki umbreyst í úlf, (hver veit hvernig þeir hefðu brugðist við því), náðist ég.

Ég var flutt í fangelsi og að sjálf sögðu mótmælti ég hástöfum. Ég hafði ekki gert neitt af mér en þeir svöruðu
,,Ekki það nei?”
,,Hvað gerði ég af mér?“ öskraði ég og hugsaði, hvað gerði ég? Ég hef að vísu oft brotið af mér en ég vissi það vel að í þetta sinn var ég saklaus.
,,Ákærð fyrir morð og segist saklaus?”
,,Ég er saklaus, og hvern á ég svo að hafa drepið?“ sagði ég sem í öllum látunum hafði gleymt einu…
,,Hún heitir Myrcva Sól Shéreca, og hættu þessum lygum það er vitni af morðinu!”

Nú þýddu eingin mótmæli lengur, mér var hent í steininn, vegna lyga einhvers, en hvers?

Dagurinn leið, að vísu hægt en leið þó. Ég hafði nánast náð að útiloka þá hugsun að móðir mín væri að eilífu farin. En nú neyddist ég til þess að sökkva mér inn í raunveruleikan og sætta mig við staðreyndir.

Þegar öll von virtist úti kom Tieo. Ég lagðist í dimmt horn og umbreyttist.
,,Djéró, Á morgunn þegar vörðurinn fer í mat þá stekkurðu upp í gluggann og kemur þér út!“ furrfaði Tieo.
,,En Tieo, ég get ekki stokkið svo hátt!” mótmælti ég.
,,Hvaða vitleysa er þetta, þú ert hálfúlfur! Jafnvel á þínum aldri ættiru að geta stokkið 6 metra léttilega, þetta er bara rétt um 2!“
Ég gat ekki mótmælt, því Tieo var nú þegar farin.

Nóttin leið og virtist vera heil eilífð, þá loks fór vörðurinn í kaffi. Ég reyndi að stökkva upp í gluggann, það tókst í annarri tilraun, en Tieo minntist ekki á neina rimla fyrir glugganum.

Skyndilega réð ég ekki lengur hvað ég gerði, ómeðvitað sagði ég eitthvert undarlegt orð sem ég hafði aldrei heyrt áður. Rimlarnir hrundu niður og urðu að örsmáum sandkornum.

Það fyrsta sem ég heyrði er ég lenti á jörðinni var rödd Tieos.
,,Snögg, Derów, í manslíki, ég kem með”
Ég skildi ekki hvað hún átti við en umbreyttist í mann á ný.

Skyndilega birtust þeir, að minnsta kosti 10 manns sem allir voru með prikin sem Tieo kallaði töfrasprota.
,,Þú ert handtekin.“
,,Jæja, hvað á ég nú að hafa gert af mér?” spurði ég örg um leið og Tieo stökk upp í fangið á mér, ég skynjaði það frekar en fann að Tieo var mjög hrædd.
,,Þú beittir ófyrirgefanlegum bölvunum og brotabölvun, sem þýðir lífstíðarvist í Azkaban.“ sagði einn þeirra.
,,Hvað er ófyrirgefanleg bölvun? og hvað er eiginlega Azkaban?” spurði ég en þeir hlóu bara og létu mig hafa flösku.

Samstundis fann ég að ég gat ekki sleppt flöskunni og á einhvern yfirnáttúrulegan hátt fluttist ég í annað fangelsi en þetta var mikið verra.

Út um allt voru stórar ógnvekjandi hettuklæddar verur, ég heyrði dynja fyrir eyrum mér, vesta atburð lífs míns, atburði síðasta dags móður minnar.

Sú tifinning heltók mig að það væri ekkert lengur í þessum heimi til að gleðjast yfir…



3. Kafli. Þolinmæði þrautir vinnur allar.

Tíminn leið hægar en nokru sinni fyrr, einhverra hluta vegna rifjuðust upp mínar verstu minningar. Aðalega dauði móður minnar, og svo nokrar aðrar. Að lokum skreið ég inn í eitt hornið á klefanum, hringaði mig saman og umbreittist. Nú fann ég ekki lengur jafn mikla vanlíðan og áður. Ég hafði gleymt því að Tieo var með, það hefði aldrei gerst annarstaðar.
,,Dero, mikið erum við heppnar, þeir tóku ekkert af okkur, ertu ekki örugglega með dótið sem ég lét þig geyma?“
,,Heppnar! við erum allt annað en heppnar!” sagði ég reiðilega.

Dótið sem Tieo talaði um saman stóð af: U.þ.b. 40 cm eikar grein, leðurlengju(10cm á breidd og 50cm á lengd), viðarlakki,(sem hún hafði sankað að sér á þessum 2 vikum) ásamt flöskunni, reipinu, hnífnum, teppinu og ólinni hennar(það sem ég tók með af heiman). Þetta ásamt smá brauðmylsnu og vart ætum mat, var geymt í bakpoka sem við fundum.

,,Veistu virkilega ekki hvað þú ert með?“
,,Já, grein, lakk, hníf, flöskur, reipi, leður bút, teppi og kanínu ól? Ætlum við að lakka klefann eða hvað? Binda reipið um teppið og setja leður utanum? Búa þannig til ,,leðursófa”? Kasta prikinu og hnífnum í ,,verurnar“ þær yrðu mjög ánægðar…”
,,Derów, verurnar kallast Dementorar (vitsugur), og svo erum við með allt sem þarf í góðann töfrasprota.“ tísti Tieo.

Ég leit yfir draslið áður en ég sagði:
,,Nema part af máttugri galdraskepnu, þú furrfaðir það sjálf Tieo.”
,,Derów, við höfum nóg af því, þú ert fjögurra lita hálfúlfs hvolpur, blóð, munnvatn og feldur hálfúlfs þótti eitt sinn gott sprota efni, þá var furrfað að því yngri sem úlfurinn væri því kröftugra væri ,,það“, og þú er hvolpur með máttuga liti, svartan, silfraðan, giltan og rauðan…”
,,Já, en Tieo, við kunnum nákvænlega ekkert í sprotagerð…“
,,Ég veit, en það gerir hann…” tísti Tieo og beindi orðum sínum að næsta klefa á móti.

Í þeim klefa var ungur maður, líklega um tvítugt, hann virtist utan við sig og talaði við sjálfan sig, um að ef hann hefði sprota gæti hann komist út.

,,Hver er þetta?“ spurði ég Tieo.
,,Hann heitir Alexander Olivander og vinnur fyrir Fönixregluna, afi hans er sprotasmiður, ættin hefur átt búð sem selur sprota lengur en ég man eftir mér!”
,,Já, það er nú ekki skrítið enda ertu bara tíu ára“(! meðalaldur kanína er 8 ár).

Hvernig Tieo vissi þetta, það hafði ég ekki hugmynd um, en ég varð að treysta henni.

,,Pst, ert þú ekki Alexander Olivander? Geturðu búið til nógu góðan sprota til að komast héðan út?” spurði ég.

Maðurinn virtist ranka við sér og svaraði:
,,Ha? Jú það er ég, kanski… ef þú getur fundið til nógu gott sprotaefni, en það myndi taka langan tíma, við þessar aðstæður, að minsta kosti ár…“ svaraði hann.

Fljótlega hafði ég rétt honum, prikið, hnífinn og aðra flöskuna með, botnfylli af blóði úr sárinu á hálsinum og munnvatni mínu, ásamt fimm hárum af hverjum lit. Tieo lét sig hverfa og birtist von bráðar með eldspítur. Hina flöskuna skárum við í tvent og notuðum sem pott, við notuðum smá teppisbúta sem brenni, og bútuðum reipið niður í sama tilgangi. Hvernig sem á því stóð bráðnaði flaskan ekki.

Tíminn leið, þó að við fyndum lítið fyrir veðrinu, vissi ég hvenar veturinn kom á því að það kólnaði sífellt meir. Loks fór svo aftur að hlýna, og einn daginn vissi ég að nú væri ár liðið frá því móðir mín var myrt. Hvernig gat ég ekki útskýrt en líklega var það vegna þess hve óvenju mikið sú minning sógti að mér. Mánuði síðar tilkynnti Alexander að sprotinn væri tilbúinn, hann lakkaði hann og vafði leðrinu utanum hann.

Hann beindi honum að dyrum klefans og sagði: ,,Alohomora” samstundis opnuðust klefadyrnar, dyrnar á klefanum mínum opnuðust við sömu orð. Í hvert skipti sem við mættum Dementorum, beindi hann sprotanum að þeim og sagði: ,,Expecto patronum.“ og við það kom silfraður köttur og rak þær burt.

Þegar við höfðum synt í land spurði hann hvert ég stefndi núna. Þótt við hefðum haft ár til að kynnast vissum við ekkert um hinn aðilann.
,,Ég veit það ekki, á einhvern öruggan stað…” sagði ég, en í raun vissi ég ekki einu sinni hvar við vorum svo bætti ég við: ,,En hvert ferð þú?“
,,Í höfuðstöðvar Fönixreglunnar, komdu bara með þangað það er mjög öruggur staður.” sagði hann.

Ég samþykkti það og við fórum þangað…


4. kafli. Svara skaltu ávallt í sömu mint.

Í höfuðstöðvum Fönixreglunnar.

,,Alexandrer, veistu hvað þetta er?“ hreitti maður, sem ég hafði sterklega á tilfiningunni að væri Varúlfur, út úr sér með greinilegum viðbjóði.
Áður en Alexander náði að svara, sagði ég ósjálfrátt:
,,Hræddur? Er það? Varúlfur?”
,,Nei, “Helmingur”, það er ég ekki, hvenig getur þú verið viss um að ég sé, Varúlfur?“ spurði hann.

Ég starði illhvittnislega á hann og hálf urraði, en þó í hæðnis tón:
,,Það finnst á rammri stybbunni af eðli þínu, eðli mitt greindi lyktina og furrfaði þig Varúlf, en hví nefnir þú mig Helming?”
,,Ég sá það á svipnuum og greindi það eftir lýsingu, úr bók sem ég las um Helminga.“
,,Dartan? hvað gengur eiginlega að þér?” spurði Alexander hneikslaður.
,,Mikið, hún er Helmingur…“
,,Remus, róaðu þig niður, það er niðrandi fyrir Hálfúlfa að vera kallaðir Helmingar, þeir eru ekki hálfir frekar en við.” sagði gamall maður með sítt silfrað hár og skegg.
,,En Dumbledore…“ sagði Remus.

Tieo krafsaði í fótinn á mér til merkis um að hún hefði eitthvað að segja. Ég umbreittist til að vita hvað hún vildi.
,,Hvað?”
,,Þú hundsaðir viðvörunna mína um að viðhalda ekki fordómum milli Varúlfa og Hálfúlfa…“
,,Sorry, Tieo, en hví kallar hann mig Helming?”
,,Firrr, Helmingur er úrkynjað nafn yfir Hálfúlfa, það er líka furrfað “Hell minkur” og “Vítis minkur” sem er líka mjög úrkynjað, það er fátt líkt með mink og Hálfúlfi…“

Ég umbreittist aftur í mann, allir störðu á mig, hvað gerði ég nú? Gerði ég eitthvað rangt?
,,Hefurðu fulla stjórn á umbreitingunni?” spurði Varúlfurinn Remus.
,,Já, er eitthvað að því? Er það óvenjulegt?“
,,Já sérstaklega á þínum aldri, hvað er það 10. stig?” spurði Remus.
,,Reyndar 11…“
,,Eitthvað hlítur að hafa gerst í fyrstu meðvituðu umbreytingu.” sagði gamli maðurinn.
,,Kanski en það hlítur þá að vera eitthvað mikið, því þeir læra nánast eingöngu af reynslunni, það fer líka eftir tegund…“ sagði Remus.

Alexander einn þekkti mig nógu vel til að vita hvernig fara ætti að mér… Hann gekk hreint til verks og spurði:
,,Hvað gerðist?”

Ég vildi helst ekki tala um það, hvernig ætti ég að orða það? Mér rámaði þá í það að móðir mín hafði sagt að ef maður lenti í svona aðstöðu ætti ávallt að svara spurningu með spurningu. Því svaraði ég lúmsk:
,,Það fer eftir ýmsu… Hvað er “ófyrirgefanleg bölvun” ?“

Allir voru mjög hissa á þessu undarlega svari mínu, en Remus svaraði:
,,Ófyrirgefanlegu bölvanirnar eru 3, sú skaðlegasta er Avada Kedavra, Drápsbölvunin…”
,,Kannast við það…“

Ég vissi samstundis að þetta voru orðin tvö, orðin sem urðu móður minni að bana…
,,Kannastu við það?” sagði Alexander. ,,Áttu við að þér hafi verið sagt frá henni eða?“
,,Það voru þessi orð sem drápu móður mína…” sagði ég.
,,Etu viss? Hvenær?“ spurði Remus.
,,Fyrir ári síðan, ég er viss, ég var þar…” sagði ég.
,,Það passar, var það þá sem þú komst að því að þú værir Hálfúlfur? Þetta væri nóg til að gera hvern sem er vitlausan, og slíkt fer en verr með Hálfúlfshvolpling…“
,,Já, það er eitt af þeim fáu skiptum sem ég hef mist gjörsamlega stjórn á mér.”
,,Ég skil.“ sagði Remus.
,,En hverjar eru hinar tvær?”
,,Önnur er “Crucio”…“
,,Sársauki? Ekki satt?” greip ég inní, ,,Hver er sú þriðja?“
,,Það er ”Imperio“ Stýrisbölvunin.” sagði Remus.
,,Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.“

Það var áhveðið að ég yrði þarna allaveganna út sumarið. Fljótlega hafði ég kynnst fullt af nýju fólki. Auk Remusar og Dumbledore, var þar fullt af rauðhærðu fólki, sem var bara stór fjölskylda, sem hét eftir nafninu ”Weasley“. Yngst var Ginny, eina stelpa, Weasley hjónana Arthúrs og Molly. Svo var strákur, jafngamall mér sem hét Ron, og svo voru það tvíburrarnir Fred og George. Ég á aldrei eftir að fá nóg af uppátækjum þeirra.

Fljótlega stungu Fred og George upp á því að ég reyndi að komast inn í einhvern skóla sem hét Hogwart, ég sagðist hugsa málið, en samþykkti að þeir mættu kenna mér eitthvað. Ég var mjög fljót að læra, fljótlega hafði ég lært ýmislegt eins og t.d. að láta hluti svífa, afvotnunar galdur, kalla hluti til mín og senda þá frá mér.

Við æfingarnar rakst ég á bók sem hét: Hálfúlfar alheimsinns eftir Sókrates ”Sjakala Varg“ Black. Ég las nokkrar blaðsíður og heillaðist gjörsamlega af bókinni (hún var rúmlega 2000 bls.). Ég fékk að eiga hana, því að af einhverjum undarlegum ástæðum var ég sú eina sem skildi hana.

Einn daginn spurðu Fred og George hvort það væri hægt að láta Tieo njósna um fundi sem haldnir voru á vegum Fönixreglunnar.
,,Nei því miður skilur Tieo ekki orð í ensku og einungis örfáar skipanir á íslensku, kóreysku, spænsku og Latínu…”
,,Latínu og kóreysku? En ef við setjum galdra hlerunnarbúnað á hana?“
,,Já, kanski eigiði eitthvað slíkt?”
,,Já, við bjuggum hann til…“


5. Kafli. Margur er knár þótt, hann sé smár…

Tieo stökk út um næsta glugga og inn um eldhúsgluggann…

Það sem mig skipti meiginmáli var:

Fundurinn…

,,Heldurðu að við getum treyst henni Alex?” spurði herra Weasley..
,,Auðvitað, ég hef þekkt hana í rúmt ár…“
,,Þó, úlfar séu varhugaverðir þá er þeim treystandi. Hálfúlfar eru varkárir út í ýtrustu æsar, en þeir berjast með kjafti og klóm sé einkver í hættu staddur nema að hann hafi gert þeim eitthvað vikilega slæmt, það væri mjög sniðugt að koma henni inn í Hogwartskóla. Þar væri hún öruggari, því það vita allir að Voldemort vill fá Hálfúlfa og fleiri hættuleg dýr, í sitt lið… Það myndi muna miklu upp á öryggi Hogvart, að hafa Hálfúlf á staðnum…” sagði Remus.
,,Er ekki til einum of mikils mælst af einum Hálfúfshvolpi?“ sagði ískiggilega, smeðjuleg rödd sem ég þekkti ekki.
,,Severus, það er ekki skynsamlegt að vanmeta Hálfúlfa, þeir eru óútreyknanlegir, og auk þess þyrfti hún að fá að læra fleiri galdra en þessa ósjálfráðu…” sagði Remus.
,,Ég vanmat ekki helminginn… Ég veit vel hversu erfiður fullvaxinn hálfúlfur getur verið, enda var afi minn Hálfúlfs Hálsbítur!“ sagði Severus.
,,Hún er annaðhvort Hálsbítur eða Vargur, líklega Vargur, þeir eru líklega helmingi sterkari en venjulegur Hálsbítur.” sagði Remus.
,,Hvað er kanínan eiginlega að gera hér?“ sagði herra Weasley sem í þessu hafði séð Tieo.
,,Æ, ekki kasta henni út, kanski er hún bara svöng ræfillinn…” sagði frú Weasley.
,,Þetta er allt í lagi, kanínan skilur varla mannamál og ef svo væri skilur hún varla ensku.“ sagði Remus.

Fundinum var lokið…

,,Hefur Lupin rétt fyrir sér?” spurði Fred.
,,Hver?“
,,Remus Lupin, ertu Vargur?” spurði George.
,,Já.“
,,Hvernig geturðu verið viss?”
,,Ég skal lesa upp lýsingu á öllum hálfúlfategundunum 6, úr bókinni sem þið segjist ekki geta lesið:

Hálfúfar eru taldir sjalgæfir og nánast útdauðir, en það eru þeir ekki, þeir eru bara varkárir og því sjaldséðir. tegundirnar eru 6.
Sú fyrsta er einungis hundur eða úlfur sem ber smit á milli manna.

Önnur er Hálsbítur, eining þekktur sem Vampíruúlfur, hann hleypur upp fórnarlömb sín sem úlfur og hegðar sér að öðru leiti eins og vampírur.

Þriðja er Glefarinn, þeir drepa ekki en bíta við öll tækifæri.

Fjórði var Hræskolli, eining þekktur sem Grafarinn, hann réðst ekki á fólk, nema í neið, og át ekkert nema hræ, eldri en dags gömul, þeir voru þekktir furir að grafa upp grafir, nú eru þeir útdauðir, þá skorti varkárni Hálfúlfa.

Fimmti er Kvikskiptingsúlfur, þeir eiga mun auðveldara með að umbreitast í hund eða úlf, þeir eru mis hættulegir.

Sjötti og síðasti, líklega hættulegasti, Vargurinn, þeir þykja grimmustu og hætturlegustu Hálfúlfarnir, Þeir eru svo varkárir að þeir hafa mörg hundruð sinnum verið taldir útdauðir, en alltaf birtst einn en. Eina leiðin til að fá Varg til að láta af varkárninni er að ráðast á vini þeirra, þeir láta allt í sölurnar fyrir vini og kunningja.“

Ég blístraði og einbeitti mér að skipunninni ,,komma” og Tieo var óðara komin.

,,En, Taní, ætlarðu að fara í Hogwart, ef þér verður boðið það?“ spurði George (þeir kölluðu mig alltaf Taní.).
,,Já, já.”
,,Þá er ýmislegt sem við þurfum að kenna þér, þú verður næsti vandræðagemsi skólanns, ok?“ spurði Fred.
,,Okey, hvað þarf ég að læra?”
,,Öll leynigöng inn og út úr Hogwart, og nokkra sniðuga hrekki sem við gátum ekki komist yfir að framkvæma!“
,,Okey.”

Það sem eftir var dagsinns, var ég stöðugt að leggja á minnið, hin og þessi leynigöng, uppátæki og fleira.

Seinna um kvöldið spurði Dumbledore, mig hvort ég vildi fara í Hogwartskóla, og auðvitað svaraði ég ,,Já!“

Svo leið loks að því við áhváðum að fara með flugdufti niður í Skástræti. Ég vissi ekki hvað flugduft væri en hlakkaði mikið til að prufa það.

Eftir langar vart skiljanlegar skýringar, kastaði ég ,,flugduftinu” á eldinn og gekk inn, með Tieo í fanginu, og kallaði skýrt ,,Skástræti“

Mér hafði verið sagt að stóra, hvíta byggingin, væri Gringottbanki, og að ég skildi bara, segja ,,svartálfum!” sem vinna þar, nafn móður minnar, að ég sé dóttir hennar og að hún hafi dáið nýlega.

Ég gekk að Gringottbanka, þar inn og sá þar undarlegar verur, sem hlutu þá að vera svartálfarnir. Ég spurði einn þeirra:
,,Ég heiti Dartaníja Derów Schéreca, dóttir Myrcvu Sól Schérecu. Móðir mín dó hér um árið og mér var sagt að ég ætti að geta nálgast eigur hennar hér.“

Svartálfurinn horfði á mig, fletti svo gegnum þykkan blaðabunka, og svaraði:
,,Það er einginn, Schéreca skráð með reikning hér! Ekki einu sinni ein, sem heitir fornafninu Myrcva!”


6. Kafli. Að vera eða ekki vera, ja… Það er nú spurningin!

,,Engin? Hvorki Myrcva né Schéreca? Eruð þið nokkuð með námsmannalán?“
,,Ekki í dag… en þú gætir prufað aftur á morgun, en snáfaðu nú burt og hættu að ljúga að okkur.” sagði svartálfurinn, með andstyggilegu háði.

Ég fór út og flýtti mér niður götuna og reyndi að muna hverju ég hafði gleymt, það hlaut að vera eitthvað. Kanski hafði mamma ekki einu sinni verið galdranorn. Ég var að drífa mig og ég rakst utan í stelpu á mínum aldri. sem brást illa við.
,, Helvítis, tíkin þín, geturðu ekki gáð að því hvar þú gengur?“
,,Urr… þakka hrósið, en ég er ekki frá helvíti heldur Íslandi…” Tieo urraði stanslaust…

Stelpan hló og spurði svo,,Hvað er annars að henni?“ og benti á Tieo.
,,Ha, Tieo? Það er ekkert að henni, hún heldur að hún sé Schafer”hundur“”

Stelpan horfði undarlega á mig og leit svo á föður sinn og sagði: ,,Pabbi, er hún ekki lík Sércu?“

Pabbi hennar leit á mig.
,,Jújú, hvað heitir móðir þín eiginlega?” sagði hann áhugalaus.
,,Myrcva Sól Schéreca.“ svaraði ég.
,,Ertu viss um að það sé ekki Sólmyrcva Sérca?”
,,Veit ekki… Gæti verið.“
,,Hvað er að frétta af Sércu?”
,,Ekkert, hún er dáin.. fyrir ári.“
,,Ó,mér þykkir fyrir því, bar það brátt að?” spurði hann með vel greynilegri uppgerð…
,,Já mjög svo, hún var myrt!“ sgaði ég kuldalega.

Stelpan skipti snöggt um umræðuefni…
,,Hvað heitirðu annars? Ég heiti Tiger Soprano.” sagði hún og rétti fram hendina.
,, Dartaníja Derów.“ svaraði ég.

Eftir smástund hafði ég sannfærðst um að, móðir mín hefði heitið Sólmyrcva Sérca í heimi galdranna. Móðir mín átti sem sagt, reikning undir nafninu Sólmyrcva Sérca.

,,Ferð þú líka í Hogwart´s?” spurði Tiger.
,,Já reyndar, hittumst við kanski í lestinni?“ spurði ég um leið og ég setti heimatilbúnu keðjuólina á Tieo, setti hana niður því hún var orðin óþolinmóð.
,,Já, við sjáumst þar!” sagði Tiger og gekk af stað á eftir föður sínum, en herra Soprano, hafði röllt úr augnsín meðan við töluðum saman.

Við Tieo hlupum upp í Gringottbanka aftur og spurðum um reikning Sólmyrcvu Sércu. Fljótlega var okkur vísað ígegnum löng og þröng göng, í völltum og hraðskreiðum vagni að Fjárhyrslu 904.

Fjárhyrsla 904 var full af gilltri, silfrað og bronslitaðri mint, sem hétu “Galleon”, “Sikkur” og “Knútar”. Þar sem galleonin voru veðmætust, fyllti ég alla vasa af þeim og einn stórann bakpoka.

Fljótlega hafði ég verslað allar bækur sem ég þurfti fyrir skólann auk nokkurra spennandi fræði bóka, mest spenandi bækurnar voru: “Eru Hálfúlfar= Trygglindir hundar eða morðóðar drápsvélar.” og “Fornar goðsagna verur, sem en fynnast”(sem var reyndar námsbók í vörnnum gegn myrku öflunum).

Sprota átti ég fyrir en lét samt yfirfara hjá Ollivander (afa Alexanders), að hans mati var sprotinn minn mjög góður.

Klukkutíma síðar var ég búin að kaupa allt sem ég þurfti fyrir skólann, þá datt mér í hug að kaupa eitthvað á Tieo og láta skoða hana (ég var ekki viss um hve lengi kanínur lifðu, voru 10 ár nokkuð mikið?).

,,Ertu að spá í ól? Á kanínuna?“ sagði afgreiðslukonan undrandi.
,,Já, heimatilbúnar ólar eru svo óöruggar…”
,,Jæja, hvernig ól ertu að spá í?“
,,Æ, bara eitthvað Tieo hælt, hún nagar allt í sundur og getur slitið flest allt… Áttu eitthvað töff?”

Að lokum fann ég ól við hæfi, litla gaddaól með löngum keðju taum.

,, Hvað, verða kanínur gamlar?“
,,5-8 ára, en þá eru þær oftast farnar að láta á sjá, hve gömul er hún? 2 eða 3 ára?”
,,Nei, hún verður reyndar 10 ára núna í nóvember.“
,,Vá, á hvaða fæði er hún?”
,,Öllu ætu, matarafgöngum og kanínumat þar á milli, áttu eitthvað af góðum vítamínum?“

Næstu vikurnar fram að skóla las ég, námsbækur þessa árs og hinar og þessar frá fyrri árum sem ég fékk lánaðar hjá Weasley fjölskildunni.

Svo rann upp dagurinn sem ég hafði beðið eftir… 1. september.


7. Kafli. Stundum getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.

Ég varð samferða Weasley fjölskyldunni inn á brautarpall 9 og 3/4, við vorum komin þangað kl. 10 mínútur í 11. Ég sagði Tieo í gríni að, núna skildi hún fara inn og finna lausan klefa og passa hann, meðan ég finndi Tiger.

En, einu sinni hafði ég gleymt að Tieo gerir yfirleitt allt sem ættlast er af henni, hún var fljót inn í lestina.

Ég þurfti ekki að litast lengi um til að sjá Tiger inní hópi fólks sem var að forvitnast um nýja fuglinn hennar sem var íslenskur haförn.

Við fórum um borð í lestina, en hvað hafði orðið um Tieo, við byrjuðum að leita. Að lokum kallaði ég hátt
,,Tieo, hvað ertu að gjöra?”

Samstundis svaraði Tieo með urri. við hlupum inn í næsta klefa, þaðan barst urrið.

Þar hafði Tieo króað, fölan strák með ljóst hár, af úti í horni.
,,Tieo, hægjann, hæll!“ kallaði ég skipandi á Tieo.

Samstundis hætti Tieo að urra, kom að hæl, lagðist gjörsamlega á hliðina og velti sér.
,,Vonandi afsakarðu Tieo, hún er mjög óvön fólki, ég er Dartaníja Derów Schéreca og þetta er varðhundurinn minn af Síams kanínu ætt, hún telur sig vera Schafer…”
,,Tiger Soprano, og þú ert?“
,,Draco Malfoy.” sagði hann, og bætti svo við eftir andartaks þögn ,,Þið eruð nýiu nemendurnir, ekki satt? Komið á 6. ár?“
,,Já.”sögðum við samtímis og bættum svo við ,,Ert þú líka ný.“ svo hlóum við að þessari undarlegu tilviljun.

Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, þegar hann var að segja frá ketti húsvarðarinns, Frú Norris, sem var víst leiðinlegasti köttur sem til var, datt mér fyrst í hug að spyrja.
,,Eru margir kettir í Hogwart?
,,Já mjög svo, ef ég væri þú, þá myndi ég ekki þora að taka hana með…” sagði hann og benti á Tieo.
,,Já, ég hef hana bara í bandi fyrstu daganna, og bara grey þeir kettir sem voga sér nálægt henni…“
,,Hvað, ætlarðu að leggja álög á hana?”
,,Nei, nei, þess þarf ekki, hún heldur að hún sé Schafer, og venjulegur Schafer gæti auðveldlega gengið frá ketti, þeir verða nú bara að virða það!“ sagði ég, nánast bara til að sjá viðbrögð hans…

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Norn með söluvagn, leit inn og ég keypti helling handa okkur. T.d. fjöldabragðbaunir og súkkulaði froska.

Ég fékk mér eina baun, hún var nánast óæt, svo ég gaf Tieo restina sem henni fanst æðislega góður!

En við dýrkuðum öll súkkulaði froskana, sérstaklega myndirnar sem fylgdu með þeim.

Fljótlega höfðum við fengið t.d. Dumbledore, Merlín, Glópa-Glám, betur þekktan sem Glópa-Lán, hann var frægasta Glefsi sögunnar, áður en hann náðist beit hann yfir 7000 manns, vegna félags til vendar Hálfúlfa var hann ekki líflátinn heldur voru fjarlægðar úr honum tennurnar, en hann dó ekki ráðalaus og fékk sér gerfitennur! Að lokum var hann aflífaður, í ”sjálfsvörn“ vegna stjórnleisis… og síðan fengu við Tómas, eða Tanna eins og hann er yfirleitt kallaður, Tanni var sérvitur vampíra, hann beit eingöngu ”Hina útvöldu“ en hann dó ungur… úr hungri!

Við, Tiger áhváðum báðar að verða vandræðagemsar skólanns, Draco varaði okkur við því að ræða slík mál þegar hann heyrði til því hann væri ,,Umsjónarmaður”. Ég leysti það vandarmál samstundis. Með því að segja Tieo, að hún skildi sjá um alla uppljóstrara…

Ég gleymdi víst að segja honum að Tieo skildi ekki ensku, en hverjum var ekki sama?

Þegar lestin stoppaði, fórum við í vagna, sem voru dreignir af fallegum en undarlegum “hestum”, og afhverju sá Tiger þá ekki?

Við vorum varla komnar inn í kastalann, þegar kona, sem mér fanst óttalega lík ketti, kallaði okkur inn á skrifstofu til sín.

Hún hét víst Minerva Mcgonagall og var aðstoðarskólastjóri í Hogwart. Það fáa sem ég mundi eftir, eftir á, af því sem hún sagði, var að við Tiger myndum flakka milli Griffindor og Slytherin, til að byrja með, og velja okkur svo þá heimavist sem okkur litist betur á, og að Moonþea, haförninn, ætti að fara í ugluturninn.

Svo sagði hún mér að skilja Tieo eftir fyrir framan salinn, hún væri ekki eitt af gæludýrunum sem skólinn reiknaði með, ég gæti búist við því að hún fengi ekki að koma inn í kastalann, að minsta kosti fyrstu vikuna. Einhver Hagrid átti að sjá um hana. Sú var vongóð, þessi Hagrid yrði þá líklega að vinna þónokkra yfirvinnu…

Tieo er nefnilega ekki auðveld viðfangs ef ég er ekki á staðnum.

Við fórum inn í salinn, og eins og ég bjóst við, gat Tieo ekki beðið fyrir utan og elti mig.

Ég spurði strák sem sat við hliðin á mér hver Hagrid væri. Strákurinn, sem hét víst Neville, benti mér á stæðsta mann sem ég hafði á ævi minni séð, afhverju datt mér í hug risi? En ég vissi samstundis að ef einhver annar en ég réði við Tieo, þá væri það hann…

Ég útskýrði í flýti fyrir Tieo að hún ætti að fara til hans og hlíða honum, hve mikið hún skildi af því vissi ég ekki, en hún hlíddi.

Allt kvöldið vorum við Tiger að reyna að útskýra hvers vegna við værum að byrja svona seint í skólanum og mikið vorum við feignar þegar vinkona Rons, Hermione sem var umsjónarmaður skipaði öllum að fara að sofa. Það síðasta sem ég heyrði þetta kvöld var þegar Tieo kom trítlandi inn og skreið til fóta hjá mér. Þá hugsaði ég með mér aftur, “Sú var vongóð” Tieo myndi aldrei fallast á að sofa á ókunnugum stað með ókunnugri manneskju…
-