Hér er 3 kaflinn af fanficinu mínu. Man ekki hvort það eru spoilerar, og nenni ekki að lesa yfir einu sinni enn. Vonandi líkar ykkur vel.

3.kafli



Lamandi þögn fylgdi þessum orðum. Hún var enn til staðar þegar Silibill tók til máls á ný.

“Félag Slönguhvíslara var stofnað fyrir 100 árum af afa mínum. Í félaginu tala allir meðlimir slöngutungu og eins og þið sjáið erum við ekki mörg. Með ykkur erum við orðin 20, og erum við þó mjög mörg nú. Þið megið aldrei undir nokkrum kringumstæðum segja frá félaginu. Því að eins og þið vitið kannski þá er Voldemort, já ég þori að nefna hann á nafn, slönguvíslari eins og við. En eins og þið sjáið er hann ekki staddur hér. Það er vegna þess að hann er ekki meðlimur í félaginu. Við komumst ekki að því að Trevor væri slönguhvíslari fyrr en hann hafði þegar skipt um nafn og var farinn að vinna hrillileg illverk. Við gátum náttúrulega ekki hleypt honum inn í félagið þegar að hann var orðinn svona spilltur! En allavega, hann komst að því og sór að hefna sín. Og af ótta við að hann standi við þau orð sín förum við eins leynt og mögulega er hægt. Á þessum fundum okkar, sem eru ekki haldnir svo oft, tölum við mikið saman og reynum að komast í botn á ýmsum málum. Einnig eigið þið 3 eftir að komast að ýmsu sem viðkemur slöngutungu og ykkur hefði ekki einu sinni getað látið ykkur detta í hug!”

Þegar að Silibill hætti að tala brutust út mikil fagnaðarlæti.

“Jæja” aftur varð þögn,“ég segi þessum fundi þá slitið. Hann hefur verið mjög stuttur þar sem þetta var einungis vígslu fundur. Þið þrjú verið eftir ég þarf að tala við ykkur.”

Þegar allit voru farnir nema þau þrjú sagði Silibill: “Ég treysti því að þið segið engum frá þessu, og ef þið þurfið að tala um málefni Félagsins ykkar á milli, þá verðið þið að gæta fyllsta öryggis um að enginn og ég tek það aftur fram Enginn heyri til ykkar. Er það skilið?”

“Já” hljómuðu þau öll í kór.

Þið getið farið, ég flyt ykkur heim til ykkar. Haldist í hendur, það heyrðist lágur hvellur um leið og þau tilfluttust.

Harry var kominn í garðinn fyrir utan Hreysið.

“Verið þið sæl, við sjáumst í lestinni á morgun er það ekki? Þið getið verið með mér í vagni ef þið viljið. Bestu vinir mínir eru umsjónarmenn svo þau verða í öðrum vagni.”

“Já, við viljum það endilega.” Það var Saskia sem talaði, “við sjáumst þá á morgun Harry, vertu sæll.”

Það heyrðist lágvær hvellur og þau hurfu.

Harry læddist inn í Hreysið og upp í herbergið hans Rons. Ron var sofnaður. Hann lagðist á dýnuna og fór að sofa. Um nóttina dreymdi hann aftur drauminn með flöskuna. Hann skildi hann ekki, hvaða flaska var þetta, hvað var þetta sem var í henni, hver var að hella og á hvað var verið að hella. Hann skildi ekki neitt í þessu.

Daginn eftir voru allir á fullu til að verða ekki of sein í lestina. Það var ekki fyrr en þau voru að verða komin á lestarstöðina að Harry mundi hvað hann hafði ætlað að segja Ron og Hermione.

“Ron, Hermione ég gleymdi allveg að segja ykkur eitt. Það eru tvö systkini sem ég hitti í gær og þau eru að fara að byrja í Hogwart, þau eru jafn gömul og við og mjög fín held ég.

Hermione var á undan að svara “jafn gömul og við, en hvernig geta þau verið jafn gömul og við en samt verið að byrja í Hogwart?”

“Þau eru að flytja og þau skipta um skóla. Pabba þeirra finnst of langt fyrir þau að fara í gamla skólann og svo þekkir hann Dumbledor víst.”

“Hvað heita þau?” Þessi spurning kom frá Hr. Wealsley

“Saskia Lisanne Harlig og Martin Joran Harlig, þau eru tvíburar.”

“Saskia og Martin Harlig. Þau eru þó ekki börn Michaels Harligs?

“Ég veit það ekki. Það getur vel verið, þau sögðu mér aldrei hvað pabbi þeirra heitir.”

Í þessum töluðu orðum óku þau inn á bílastæðið á lestarstöðinni. Það leið ekki langur tíma þangað til þau voru komin að skilveggnum.

“Jæja, Harry og Ron farið þið fyrst.” Innan skamms voru þau öll komin á brautarpallinn. Það var þegar fullt af fólki. Þau kvöddu hr. og frú Weasley og héldu af stað lengra inn á brautarpallinn. Þegar að þau komu að fremstu vögnunum kvöddust þau. “Bless við sjáumst á eftir, ég hugsa að við verðum í einhverjum af öftustu vögnunum” sagði Harry. “Sjáumst Harry”

Þegar harry var búin að kveðja þau fór hann að svipast um eftir Saskiu og Martin. Hann kom auga á þau innan skamms.

“Saskia, Martin” hann gekk eins hratt og hann gat með koffordið og búrið hennar Hedwig til þeirra.

“Hæ Harry, við vorum að svipast um eftir þér.” Það var Martin sem talaði. “Hvar eigum við að sitja?”

“Mér datt í hug að það væri þægilegt að setjast í einhvern af öftustu vögnunum.”

“Mér líst vel á það” nú var það Saskia sem talaði.

Þegar að þau komu að öftustu vögnunum sáu þau að sá aftasti var allveg auður, þau fóru og settust í hann.

“Hvenær komust þið að því að þið töluðuð slöngutungu?”

“Við höfum alltaf vitað það. Það er í ættinni, strax þegar að við vorum 5 ára athuguðu mamma og pabbi hvort við værum slönguhvíslarar, við erum það”

“Cool.”

“Hvenar komst þú að því að þú værir slönguhvíslari?”

“Ég sigaði einu sinni slöngu á frænda minn, en ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri slönguhvíslari. Það var áður en ég vissi að ég væri galdramaður. Ég komst svo að því að ég væri slönguhvíslari þegar slanga var nærri búin að ráðast á vin minn og ég sagði henni að hætta og láta hann í friði.”

“Það er svallt.”

Allt í einu datt Harry það í hug sem Artúr hafði spurt um. “Hérna hvað heita pabbi ykkar og mamma?”

Það var Saskia sem svaraði “þau heita Michael og Jenna Harlig.” “Hétu mamma þín og pabbi ekki Lilly og James Potter?”

“Jú, þau hétu það.”

“Hvað heita uglurnar ykkar?” spurði Harry og benti á búrin tvö sem voru við koffordin.

“Mín heitir eagle-eye en Saskiu heitir Thunder. Hvað heitir þín”

“Mín heitir Hedwig”

“Eigið þið einhver önnur dýr?” spurði Harry þau

“Já, það eru nokkrir hestar heima. Og svo eigum við hund.”

Áður en tími gafst til að spurja meira í bili var rennihurðinni rennt upp og matarvagninn birtist í dyrunum. “Má bjóða ykkur eitthvað elskurnar?” Áður en góðlega nornin með matarvagninn fór sagði hún við þau “þið ættuð að fara að klæða ykkur í skikkjurnar ykkar, við förum að koma. Það var rétt það leið ekki á löngu áður en lestin byrjaði að hægja á sér.



Hvernig er???
ninas