,, Hæ Ginny en hvar eru allir?” Spurði Hermione hissa.

,,Þau fóru að versla í Skástræti ég varð eftir til að taka á móti þér” Svaraði Ginny.

,,En skólinn byrjar ekki fyrr en eftir þrjár vikur” sagði Hermione ,,það er naumast asinn á þeim!”

,,Nei þau fóru ekki að kaupa skóladót” Sagði Ginny leyndardómsfull.

,,Nú hvað þá?” Spurði Hermione.

,,Sko Charlie kemur heim í dag og ætlar að vera með okkur þangað til skólinn byrjar” Sagði Ginny

,,Já gaman en síðast þegar hann kom þá voru þið ekkert að halda veislu” Sagði Hermione.

,,Ja þetta er frekar sérstakt tilefni” Sagði Ginny.

,, Nú hva…” Hermione ætlaði að spurja hvað væri í gangi þegar Ginny greip frammí fyrir henni. ,,Komum og tökum upp úr töskunni þinni” Ginny lyfti töskunni upp og labbaði með hana upp kræklóttann stigann.

,,Allt í lagi” Sagði Hermione og gekk hikandi á eftir henni.

Þegar stelpurnar voru hálfnaðar með að taka upp úr töskunni kom afgangurinn af fólkinu heim aftur.

Þær hættu að taka úr töskunni og hlupu niður stigann.

Þegar Hermione og Ginny gengu inn í eldhúsið blasti við þeim óteljandi pokar og kassar þetta var eins og á útsölu nema allt sveif í lausu lofti, pokar og kassar flugu inn í skápa og á miðju gólfinu stóð Molly Weasley sveiflandi töfrasprotanum sínum til og frá. Hún snéri sér að stelpunum og labbaði hröðum skrefum að Hermione.

,,Hermione” Sagði Molly og faðmaði Hermione að sér ,,Velkomin”.

,,Takk frú Weasley” Sagði Hermione og fór svolítið hjá sér.

,,Artúr sjáðu hver er komin!” Sagði Molly áköf.

,, Nei, komdu blessuð og sæl Hermione mín” Sagði Artúr.

,, Halló herra Weasley ” Sagði Hermione

Allt í einu kom Ron inn hann hélt á heilli tunnu af graskerssafa, þrem fullum pokum af graskers kökum og fullt af pappaglösum og diskum.

,,Hermione” Sagði Ron og leit upp.

,, Ron!” kallaði Hermione ,, passaðu þig þröskuldur “

,, Ha?” Sagði Ron um leið og hann rak tánna í þröskuldinn og seyptist niður og kramdi graskers kökurnar.

,,Æ, Ron þú ert svoddann klaufi” Sagði Molly og fór með viðgerðar galdurinn og kökurnar urðu heilar. ,, farðu með þetta út í garð og byrjaðu að raða stólum fyrir fólkið”.

,, Já” sagði Ron ,, ég tala við þig seinna Hermione”

Hermione kinkaði kolli Ron var (ef það var hægt) orðinn rauðhærðari eftir sumarfríið en freknurnar höfðu minnkað. Hún snéri sér aftur að dyrunum og horfði hún þá í fagurgræn augu.

,, Harry” Sagði Hermione hissa ,, ég hélt ekki að þú kæmir fyrr en eftir nokkra daga!”

,,ég ákvað að koma fyrr enda hafði ég ekkert að gera á Runnaflöt” Sagði Harry ,,þau eru svo hrædd um að Fönixreglan komi á hverri stundu og ég fæ að heyra á hverjum morgni hvort ég sé búin að skrifa indæla fólkinu sem þau hittu á lestarstöðinni.”

,,Já” Sagði Hermione svolítið ringluð ,, En Harry hvernig líður þér?”

,,Bara ágætlega” Sagði Harry stuttur í spuna.

*Hann er kannski ekki tilbúinn að tala strax* hugsaði Hermione

,,Eigum við ekki að fara að hjálpa Ron að gera allt tilbúið?” Spurði Hermione

,,Endilega” svaraði Harry.

Þau hjálpuðu Ron að taka fram borð og stóla.

,,Ron ertu viss um að það eigi eftir að koma svona margir?” Sagði Hermione þegar hún leit yfir garðinn, hann var þakinn í borðum og stólum og kerti svifu í loftinu.

,,Já, þetta er nú ekkert smá tilefni” Sagði Ron.

,,En hvað er þetta tilefni?” spurði Hermione forvitin

,,Veistu það ekki?” spurði Ron.

,,Nei það hefur enginn sagt mér það” Sagði Hermione óþolinmóð.

Í því hringdi dyrabjallan, eða hún hringdi reyndar ekki heldur heyrðist rödd sem Sagði: Bill Weasley er kominn.
Þau fóru fram og heilsuðu Bill.

,,Eru Fred og George komnir?” Spurði Bill.

Allir þögðu. Frá því að Fred og George höfðu farið úr Hogwartsskóla hafði enginn heyrt frá þeim.

Molly táraðist og varð voðalega upptekin af svuntunni sinni.

,,Ó” Sagði Bill ,, Þið hafið ekki enn heyrt frá þeim, þeir sendu mér uglu um daginn” Molly gaf frá sér lítið hamingju óp ,,þeir voru staddir á einhverri eyju og voru að leita uppi kitli duft. En þeir sögðu að þeir ætluðu að koma í veisluna.”

Við þessar fréttir urðu allir glaðari og allt gekk hraðar fyrir sig. Fólkið var farið að safnast saman en Fred og George voru hvergi sjáanlegir.

Bjallan hringdi aftur en í þetta skipti Sagði röddin: Charlie Weasley og hans förunautur eru komin.

Fólkið þagnaði og horfði til dyra.

Hermione sá ekki neitt þó að hún stæði á tám. Hún heyrði fólkið hvísla: ,,Hún er svo falleg hvað er hún að fara að giftast honum svo er hún líka rík”
*Charlie var þá að fara að gifta sig hver ætli unnusta hans sé* hugsaði Hermione *ég sé bara ekki neitt* Hún mjakaði sér framar til að sjá eitthvað og kom alveg fremst.

Hermonie stoppaði, hún sá Fleur Delacour sem hélt í hendina á Bill Weasley.