VARÚÐ. Ef þú hefur ekki lokið við lestur fimmtu bókarinnar um ævintýri Harry Potters þá gæti þessi grein spillt fyrir þér ánægjunni. Það ætti samt ekki að saka að lesa greinina ef maður er hálfnaður með bókina eða svo.

Þið sem hafið lesið eitthvað í Harry Potter 5, þó það sé ekki nema rétt svo byrjunin, hafið eflaust tekið eftir skapbreytingum Harrys. Harry er orðinn fullur af hræsni og búinn að missa mikið af hógværðinni sinni sem hann hafði í fyrri bókunum. Harry hikar ekki við að gagnrýna fólk upp í opið geðið á því og hann hugsar ekkert um afleiðingarnar sem það getur haft í för með sér. Harry tilheyrir nú þeim hópi samfélagsins sem fæstir þola eða geta umgengist. Harry er orðin að hræðilegu fyrirbæri sem stórhluti galdra heimsins fyrirlítur. Harry er orðin unglingur

Nútíma samfélag er fullt af fordómum gegn unglingum. Meira sjálft orðið “unglingur” hljómar neikvætt í eyrum flestra. Orðið unglingur var strax farið hafa hafa neikvæða merkingu fyrir mér þegar ég var lítið fallegt einlægt barn sem allir fullorðnir elskuðu.

Þið þekkið líklegast mörg af eigin reynslu hvernig það er að vera allt í einu orðinn unglingur. Það var/er ekkert sérlega auðvellt fyrir okkur flest og allir unglingafordómar fullorðna fólksins gera þetta ennþá erfiðara fyrir mann.

Mér finnst fimmta Harry Potter bókinn vera svolítid afl gegn unglingafordómdómum Því að lesandinn skilur alveg að það er ekkert auðvelt að vera vera Harry og maður skilur tilfinningar hans. Þannig að með því ad láta mann skilja hug unglings thá vinnur bókin svolítid gegn þessum fordómum med því ad auka fræðslu og skilning á vandamálinu því flestir fordómar eiga jú rætur sínar ad rekja til vankunnáttu og skilningsleysis.

Harry var bara svona leiðilegur í framkomu því að fólk skildi hann ekkert og taladi aldrei við hann sjálfan heldur taladi fólk bara um hann og skrifadi og las um hann í blöðunum. Fólkið sem las um hann í blöðunum var alveg nákvæmlega sama um hvað hann hafði sjálfur að segja um málið eða hvernig honum sjálfum leið.
Þetta er nákvæmlega það sama og á sér stað í nútíma samfélagi. Það er mikið talað um ungligna, þá kanski aðalega hegðun þeirra, en það er sjaldan talað við unglina. Það er líka mjög sjaldan talað um tilfinningar unglinga. Fullordið fólk talar ekki við unglinga (auðvitað eru til undantekningar.

Hvað er það sem Harry þráir mest ad gera í fimmtu bókinni???
Jú það sem Harry þráir mest að gera er að tala við Sirius, fullorðinn guðföður sinn.
Harry vill(þráir) líka nálgast Cho í bókinni, en hann langar rosalega ad spyrja Sirius út í hvernig hann á að bera sig í þeim málum.

Ég held líka að þeir unglingar sem fara hvað auðveldast í gegnum gelgjuskeiðið eru þeir unglingar sem tala mikið við foreldra sína og/eða aðra fullorðna.