5. Kafli. Margur er knár þótt, hann sé smár…

Tieo stökk út um næsta glugga og inn um eldhúsgluggann…

Það sem mig skipti meiginmáli var:

Fundurinn…

,,Heldurðu að við getum treyst henni Alex?“ spurði herra Weasley..
,,Auðvitað, ég hef þekkt hana í rúmt ár…”
,,Þó, úlfar séu varhugaverðir þá er þeim treystandi. Hálfúlfar eru varkárir út í ýtrustu æsar, en þeir berjast með kjafti og klóm sé einkver í hættu staddur nema að hann hafi gert þeim eitthvað vikilega slæmt, það væri mjög sniðugt að koma henni inn í Hogwartskóla. Þar væri hún öruggari, því það vita allir að Voldemort vill fá Hálfúlfa og fleiri hættuleg dýr, í sitt lið… Það myndi muna miklu upp á öryggi Hogvart, að hafa Hálfúlf á staðnum…“ sagði Remus.
,,Er ekki til einum of mikils mælst af einum Hálfúfshvolpi?” sagði ískiggilega, smeðjuleg rödd sem ég þekkti ekki.
,,Severus, það er ekki skynsamlegt að vanmeta Hálfúlfa, þeir eru óútreyknanlegir, og auk þess þyrfti hún að fá að læra fleiri galdra en þessa ósjálfráðu…“ sagði Remus.
,,Ég vanmat ekki helminginn… Ég veit vel hversu erfiður fullvaxinn hálfúlfur getur verið, enda var afi minn Hálfúlfs Hálsbítur!” sagði Severus.
,,Hún er annaðhvort Hálsbítur eða Vargur, líklega Vargur, þeir eru líklega helmingi sterkari en venjulegur Hálsbítur.“ sagði Remus.
,,Hvað er kanínan eiginlega að gera hér?” sagði herra Weasley sem í þessu hafði séð Tieo.
,,Æ, ekki kasta henni út, kanski er hún bara svöng ræfillinn…“ sagði frú Weasley.
,,Þetta er allt í lagi, kanínan skilur varla mannamál og ef svo væri skilur hún varla ensku.” sagði Remus.

Fundinum var lokið…

,,Hefur Lupin rétt fyrir sér?“ spurði Fred.
,,Hver?”
,,Remus Lupin, ertu Vargur?“ spurði George.
,,Já.”
,,Hvernig geturðu verið viss?“
,,Ég skal lesa upp lýsingu á öllum hálfúlfategundunum 6, úr bókinni sem þið segjist ekki geta lesið:

Hálfúfar eru taldir sjalgæfir og nánast útdauðir, en það eru þeir ekki, þeir eru bara varkárir og því sjaldséðir. tegundirnar eru 6.
Sú fyrsta er einungis hundur eða úlfur sem ber smit á milli manna.

Önnur er Hálsbítur, eining þekktur sem Vampíruúlfur, hann hleypur upp fórnarlömb sín sem úlfur og hegðar sér að öðru leiti eins og vampírur.

Þriðja er Glefarinn, þeir drepa ekki en bíta við öll tækifæri.

Fjórði var Hræskolli, eining þekktur sem Grafarinn, hann réðst ekki á fólk, nema í neið, og át ekkert nema hræ, eldri en dags gömul, þeir voru þekktir furir að grafa upp grafir, nú eru þeir útdauðir, þá skorti varkárni Hálfúlfa.

Fimmti er Kvikskiptingsúlfur, þeir eiga mun auðveldara með að umbreitast í hund eða úlf, þeir eru mis hættulegir.

Sjötti og síðasti, líklega hættulegasti, Vargurinn, þeir þykja grimmustu og hætturlegustu Hálfúlfarnir, Þeir eru svo varkárir að þeir hafa mörg hundruð sinnum verið taldir útdauðir, en alltaf birtst einn en. Eina leiðin til að fá Varg til að láta af varkárninni er að ráðast á vini þeirra, þeir láta allt í sölurnar fyrir vini og kunningja.”

Ég blístraði og einbeitti mér að skipunninni ,,komma“ og Tieo var óðara komin.

,,En, Taní, ætlarðu að fara í Hogwart, ef þér verður boðið það?” spurði George (þeir kölluðu mig alltaf Taní.).
,,Já, já.“
,,Þá er ýmislegt sem við þurfum að kenna þér, þú verður næsti vandræðagemsi skólanns, ok?” spurði Fred.
,,Okey, hvað þarf ég að læra?“
,,Öll leynigöng inn og út úr Hogwart, og nokkra sniðuga hrekki sem við gátum ekki komist yfir að framkvæma!”
,,Okey.“

Það sem eftir var dagsinns, var ég stöðugt að leggja á minnið, hin og þessi leynigöng, uppátæki og fleira.

Seinna um kvöldið spurði Dumbledore, mig hvort ég vildi fara í Hogwartskóla, og auðvitað svaraði ég ,,Já!”

Svo leið loks að því við áhváðum að fara með flugdufti niður í Skástræti. Ég vissi ekki hvað flugduft væri en hlakkaði mikið til að prufa það.

Eftir langar vart skiljanlegar skýringar, kastaði ég ,,flugduftinu“ á eldinn, gekk inn, með Tieo í fanginu, og kallaði skýrt ,,Skástræti.”

Mér hafði verið sagt að stóra, hvíta byggingin, væri Gringottbanki, og að ég skildi bara, segja ,,svartálfum!“ sem vinna þar, nafn móður minnar, að ég sé dóttir hennar og að hún hafi dáið nýlega.

Ég gekk að Gringottbanka, þar inn og sá þar undarlegar verur, sem hlutu þá að vera svartálfarnir. Ég spurði einn þeirra:
,,Ég heiti Dartaníja Derów Schéreca, dóttir Myrcvu Sól Schérecu. Móðir mín dó hér um árið og mér var sagt að ég ætti að geta nálgast eigur hennar hér.”

Svartálfurinn horfði á mig, fletti svo gegnum þykkan blaðabunka, og svaraði:
,,Það er einginn, Schéreca skráð með reikning hér! Ekki einu sinni ein, sem heitir fornafninu Myrcva!"
-