Þssi áhugaspuni er sagður frá sjónarhorni Hermonie Granger þó að þetta sé fyrsta sagan mín hef ég ekkert á móti harðri gagnrýni;)

Bara smá útskýringar: ~* (texti)*~ þetta eru bréf. *(texti)* eru hugsanir. ok?



1. kafli: Bréfið

Hermonie vaknaði við þrusk, hún stóð upp til að gá hvað þetta var. *Þarna var það aftur* hugsaði hún. Hermonie fylgdi þruskinu að glugganum. Fyrir utan gluggan stóð Grís skrækjandi af stolti.

,,Þessi fugl er algjör Egóisti” Sagði Hermonie, en það hefði hún ekki átt að gera. Þegar Hermonie teygði sig í áttina að honum skaust hann undan og byrjaði að garga eins og óður væri.

,,Grís hættu þessu, komdu hérna til mín og láttu mig fá bréfið” Sagði Hermonie ákveðinni röddu.

Grís flögraði niður til hennar og gaf frá sér lítið tíst.
Hermonie tók bréfið og setti það á rúmið sitt. Hún leyfði Grís að fá sér að drekka og gaf honum kjötbita áður en hann flögraði út um gluggan aftur heim.

Hermonie snéri sér að bréfinu hún tók það úr umslaginu og byrjaði að lesa:

~*Kæra Hermonie

Ég sendi þér þetta bréf til að bjóða þér að koma og vera hjá okkur.
Harry ætlar að koma eftir nokkra daga . Sendu mér svar þegar þú hefur tíma.

Kveðja Ron

P.s. Fyrirgefðu að ég sendi þér þetta bréf svona seint ég gat ekki sofið og hafði ekkert betra að gera. Sjáumst.*~


Hermonie lagði frá sér bréfið, tók upp nýtt pergament og byrjaði að skrifa:

~*Ron,

Takk fyrir bréfið, ég get komið til ykkar bráð lega ég þarf bara að tala við mömmu og pabba first. Ég sendi þér uglu þegar ég veit nákvæmlega hvenær ég kemst.

Hermonie.*~

Hermonie læddist niður stigann og inn í stofuna þar sem uglan hennar svaf.
Hermonie vakti hana og sendi hana með bréfið til Rons.

Hún fór aftur upp í herbergið sitt og skreið undir sængina.
Hermonie kveið fyrir að hitta alla aftur sérstaklega Harry. Nú átti hann engan að nú þegar Sirius var dáinn. Það láku tár niður kinnarnar á Hermonie þegar hún hugsaði um Sirius. *Af hverju þurfti hann að deyja* hugsaði Hermonie. Hún hugsaði um þriðja árið þegar þau hittu Sirius first hvað hann hafði verið vesældarlegur og hvað hann var ánægður að Harry vildi eitthvað með hann hafa. Um þetta hugsaði Hermonie þangað til hún sofnaði.
***

Hermonie vaknaði með sólina í augunum hún fór fram úr rúminu og klæddi sig í föt. Hún fór niður í eldhúsið og mætti þar bökunar lykt. Mamma hennar var að ný búin baka brauð. Hermonie settist niður við borðið og fékk sér ristað brauð.

,,Góðan daginn elskan hvernig svafstu?” Spurði pabbi Hermonie.

Allt í einu mundi Hermonie eftir bréfinu sem hún hafði fengið frá Ron.

,,Bara vel” sagði Hermonie ,, en ég fékk bréf frá Ron, hann var að bjóða mér í heimsókn áður en við forum aftur í skólan.”

,,Frábært þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af hvar þú verður þegar við förum á Tannlæknaráðstefnuna hún er eftir tvo daga “Sagði mamma hennar glöð.

,, Já, auðvitað” Hermonie hafði steingleymt tannlækna ráðstefnunni ,, en þyrfti ég þá ekki að fara í dag eða á morgun?”

,,Jú, reyndar” Sagði mamma hennar ,, finnst þér það verra?”

,,Nei nei” Sagði Hermonie ,, ég ætla þá að senda Ron uglu”

Hermonie kláraði brauðið sitt og hljóp inn til sín til að skrifa bréf :

~*Kæri Ron

Mamma og Pabbi eru að fara á tannlækna ráðstefnu þannig að ég reikna með því að koma með flugdufti í dag.

Sjáumst fljótt Hermonie*~

Hún sendi ugluna sína strax af stað, tók fram ferðatösku og byrjaði að pakka.



Hermonie leit á klukkuna hún var hálfþrjú. *best að fara að drífa sig* hugsaði hún.
Hermonie burðaðist með ferðatöskuna niður stigann.

,,Bless elskan mín við sendum þér bréf í skólann” Sagði mamma hennar kjökrandi.

,,Bless” Sagði Hermonie á móti.

,,Vertu stillt” sagði pabbi hennar.

,,Ég verð stillt bless við sjáumst” Hermonie faðmaði foreldra sína. Hún steig inní arinninn tók eina lúku af flugdufti og hrópaði ,, HREYSIД


,,Hermonie! Þú ert komin” Ginny kom hlaupandi og faðmaði Hermonie.

*Þrjár vikur í Hreysinu* hugsaði Hermonie *hvað ætli gerist næst*