Það eru SPOILERAR í þessu.
Bara að láta ykkur vita…
Hefur einhver góða hugmynd af betra nafni en “Dartaníja Derów”???
Ef svo er ENDILEGA LÁTIÐ MIG VITA!

Kv. Regí.










4. kafli. Svara skaltu ávallt í sömu mint.

Í höfuðstöðvum Fönixreglunnar.

,,Alexandrer, veistu hvað þetta er?“ hreitti maður, sem ég hafði sterklega á tilfiningunni að væri Varúlfur, út úr sér með greinilegum viðbjóði.
Áður en Alexander náði að svara, sagði ég ósjálfrátt:
,,Hræddur? Er það? Varúlfur?”
,,Nei, “Helmingur”, það er ég ekki, hvenig getur þú verið viss um að ég sé, Varúlfur?“ spurði hann.

Ég starði illhvittnislega á hann og hálf urraði, en þó í hæðnis tón:
,,Það finnst á rammri stybbunni af eðli þínu, eðli mitt greindi lyktina og furrfaði þig Varúlf, en hví nefnir þú mig Helming?”
,,Ég sá það á svipnuum og greindi það eftir lýsingu, úr bók sem ég las um Helminga.“
,,Dartan? hvað gengur eiginlega að þér?” spurði Alexander hneikslaður.
,,Mikið, hún er Helmingur…“
,,Remus, róaðu þig niður, það er niðrandi fyrir Hálfúlfa að vera kallaðir Helmingar, þeir eru ekki hálfir frekar en við.” sagði gamall maður með sítt silfrað hár og skegg.
,,En Dumbledore…“ sagði Remus.

Tieo krafsaði í fótinn á mér til merkis um að hún hefði eitthvað að segja. Ég umbreittist til að vita hvað hún vildi.
,,Hvað?”
,,Þú hundsaðir viðvörunna mína um að viðhalda ekki fordómum milli Varúlfa og Hálfúlfa…“
,,Sorry, Tieo, en hví kallar hann mig Helming?”
,,Firrr, Helmingur er úrkynjað nafn yfir Hálfúlfa, það er líka furrfað “Hell minkur” og “Vítis minkur” sem er líka mjög úrkynjað, það er fátt líkt með mink og Hálfúlfi…“

Ég umbreittist aftur í mann, allir störðu á mig, hvað gerði ég nú? Gerði ég eitthvað rangt?
,,Hefurðu fulla stjórn á umbreitingunni?” spurði Varúlfurinn Remus.
,,Já, er eitthvað að því? Er það óvenjulegt?“
,,Já, sérstaklega á þínum aldri, hvað er það 10. stig?” spurði Remus.
,,Reyndar 11…“
,,Eitthvað hlítur að hafa gerst í fyrstu meðvituðu umbreitingu.” sagði gamli maðurinn.
,,Kanski en það hlítur þá að vera eitthvað mikið, því þeir læra nánast eingöngu af reynslunni, það fer líka eftir tegund…“ sagði Remus.

Alexander einn þekkti mig nógu vel til að vita hvernig fara ætti að mér… Hann gekk hreint til verks og spurði:
,,Hvað gerðist?”

Ég vildi helst ekki tala um það, hvernig ætti ég að orða það? Mér rámaði þá í það að móðir mín hafði sagt að ef maður lenti í svona aðstöðu ætti ávallt að svara spurningu með spurningu. Því svaraði ég lúmsk:
,,Það fer eftir ýmsu… Hvað er “ófyrirgefanleg bölvun” ?“

Allir voru mjög hissa á þessu undarlega svari mínu, en Remus svaraði:
,,Ófyrirgefanlegu bölvanirnar eru 3, sú skaðlegasta er Avada Kedavra, Drápsbölvunin…”
,,Kannast við það…“

Ég vissi samstundis að þetta voru orðin tvö, orðin sem urðu móður minni að bana…
,,Kannastu við það?” sagði Alexander. ,,Áttu við að þér hafi verið sagt frá henni eða?“
,,Það voru þessi orð sem drápu móður mína…” sagði ég.
,,Etu viss? Hvenær?“ spurði Remus.
,,Fyrir ári síðan, ég er viss, ég var þar…” sagði ég.
,,Það passar, var það þá sem þú komst að því að þú værir Hálfúlfur? Þetta væri nóg til að gera hvern sem er vitlausan, og slíkt fer en verr með Hálfúlfshvolpling…“
,,Já, það er eitt af þeim fáu skiptum sem ég hef mist gjörsamlega stjórn á mér.”
,,Ég skil.“ sagði Remus.
,,En hverjar eru hinar tvær?”
,,Önnur er “Crucio”…“
,,Sársauki? Ekki satt?” greip ég inní, ,,Hver er sú þriðja?“
,,Það er ”Imperio“ Stýrisbölvunin.” sagði Remus.
,,Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.“

Það var áhveðið að ég yrði þarna allaveganna út sumarið. Fljótlega hafði ég kynnst fullt af nýju fólki. Auk Remusar og Dumbledore, var þar fullt af rauðhærðu fólki, sem var bara stór fjölskylda, sem hét eftir nafninu ”Weasley“. Yngst var Ginny, eina stelpa, Weasley hjónana Arthúrs og Molly. Svo var strákur, jafngamall mér sem hét Ron, og svo voru það tvíburrarnir Fred og George. Ég á aldrei eftir að fá nóg af uppátækjum þeirra.

Fljótlega stungu Fred og George upp á því að ég reyndi að komast inn í einhvern skóla sem hét Hogwart, ég sagðist hugsa málið, en samþykkti að þeir mættu kenna mér eitthvað. Ég var mjög fljót að læra, fljótlega hafði ég lært ýmislegt eins og t.d. að láta hluti svífa, afvotnunar galdur, kalla hluti til mín og senda þá frá mér.

Við æfingarnar rakst ég á bók sem hét: Hálfúlfar alheimsinns eftir Sókrates ”Sjakala Varg“ Black. Ég las nokkrar blaðsíður og heillaðist gjörsamlega af bókinni (hún var rúmlega 2000 bls.). Ég fékk að eiga hana, því að af einhverjum undarlegum ástæðum var ég sú eina sem skildi hana.

Einn daginn spurðu Fred og George hvort það væri hægt að láta Tieo njósna um fundi sem haldnir voru á vegum Fönixreglunnar.
,,Nei því miður skilur Tieo ekki orð í ensku og einungis örfáar skipanir á íslensku, kóreysku, spænsku og Latínu…”
,,Latínu og kóreysku? En ef við setjum galdra hlerunnarbúnað á hana?“
,,Já, kanski eigiði eitthvað slíkt?”
,,Já, við bjuggum hann til…"





Hvernig fynst ykkur?

Kv. Regí.
-