Hvernig finnst ykkur nýja fanficið mitt? Please segið ykkar álit!




Harry Potter og dropinn

Harry hljóp og hljóp, hann var að koma, hann var að ná honum. Hvert gat hann farið! Hann var á eftir honum! Hann nálgaðist, Harry heyrði másið fyrir aftan sig og hása röddina. Þetta var að verða búið, hann gat ekki hlupið lengra. Hann hlaut að ná honum. Þá sá hann eitthvað svart koma æðandi á móti honum. Hestur! Hann stökk á bak og þá sá hann að þetta var einhyrningur. Svartur einhyrningur.

Harry hrökk upp, hvað hafði hann verið að dreyma. Eitthvað um svartan einhyrning og Hann, Voldemort, þann sem allir galdramenn óttuðust og nefndu ekki á nafn! Harry leit í kringum sig. Hann svaf á dýnu í herberginu hans Rons. Hann hafði komið hingað í vikunni áður. Það hafði ekki verið mikið mál að fá samþykki Vernons frænda og Petuinu frænku. Hermione var líka hér, en hún svaf í herberginu hennar Ginny. Bréfin frá Hogwart höfðu komið deginum áður svo þau ætluðu í Skástræti seinna í dag að kaupa það sem vantaði fyrir skólann.Harry leit á klukkuna sem hékk upp á vegg, hún var appelsínugul eins og næstum allt annað í herberginu hans Rons. Harry náði sér í tyggjó og tugði. Hann tók það útúr sér og teygði sig í annað. Fyrra tyggjóið festi hann á vegginn fyrir ofan hausinn á sér, það var sjálflýsandi og virkaði eins og lampi. Það var ein af uppfinningum Freds og Georges. Þeir voru búnir að opna Hrekkjavörubúð í Hogsmede og aðra í Skástræti, þær gengu undir nafninu “Hrekkjavörur Weasley” og voru mjög vinsælar. Og þar sem Harry hafði gefið þeim pening fyrir búðunum fékk hann sendar reglulegar byrgðir af nýjum uppfinningum. Í vikunni þar áður hafði hann fengið sendan fullan kassa af betur bættum tröllatungu karmellum, og Dudley hafði látið platast, Aftur. Tungan hafði ekki aðeins stækkað heldur orðið skærgul með bleikum oag grænum doppum.

Harry náði sér í fjaðurstaf og Pergamennt auk bókanna sem hann átti um galdraskepnur og byrjaði á eina verkafninu sem hann átti eftir að klára fyrir skólann, ritgerð um gladraskepnu að eigin vali. Hann hafði ætlað að skrifa um dreka en í staðinn skrifaði hann efst á blaðið “Svartir einhyrningar”. Hann byrjaði að leita að öllu sem hann fann um þá, og punktaði jafnóðum niður hjá sér.

Ron vaknaði þegar græn-gult ljósið frá tyggjóinu logaði ennþá glatt.
“Vóóó, hvar fékkstu þetta eiginlega? Þetta er geðveikt töff!”

“Það kom sending frá Fred og George í gær” svaraði Harry.

“Hvað ertu annars að skrifa” spurði Ron forvitinn.
“Ég á eftir að skrifa ritgerðina um galdraskepnu að eigin vali” svaraði Harry og hélt áfram að punkta niður allt sem hann fann um svörtu einhyrningana.

Við morgunverðarborðið töluðu allir um það hvað þeir vildu fá fyrir skólann.

“Mig langar í rauða samkvæmisskikkju mamma, því að ég á að koma með þannig í ár!” sagði Ginny.

Samkvæmisskikkja. Harry hrökk upp af hugsununum sem höfðu verið að hrjá hann allan morguninn. Hann yrði að fá sér nýja. Petunia frænka hafði allveg óvart sett hana í þvott, svo nú var hún svo lítil að það væri ekki víst hvort hún passaði einu sinni á Dobby! Hann mundi enn glottið á þeim öllum þegar hún sagði honum að hún hefði sett skikjuna í þvott. Hann hafði mest langað til að breyta þeim öllum í bleika froska.

“Jæja, kröftug rödd frú Weasley glumdi í eldhúsinu, það er best að fara að huga að því að leggja af stað. Krakkar farið að klæða ykkur.”

Fyrr en varði voru þau öll tilbúin að leggja af stað og stóðu við arininn. Harry greip handfylli af flugdufti og gekk inn í logana.
“Skástræti” kallaði hann sterkri röddu, og var kominn þangað nær samstundis.
Þegar þau voru öll komin í Skástræti og búin að dusta af sér rykið fóru þau í bankann að taka út pening. Þegar út kom skildust leiðir og Harry, Ron og Hermione héldu af stað upp strætið. Það var mikið sem þau þurftu að kaupa og þegar að þau voru búin að kaupa um helminginn af dótinu voru þau orðin þreytt á því að labba fram og til baka á milli búða svo þau settust niður og fengu sér ís. Þau ákváðu að fara líka í gæludýrabúðina og athuga hvað ól á Skakklappa kostaði.
Þegar að þau voru að ljúka við að kaupa skóladótið mættu þau Neville og ömmu hans.

“Ahh, þið eruð krakkarnir sem við hittum á sjúkrahúsinu er það ekki? Harry Potter, Ronald Weasley og hvað heitir þú aftur vina?” amma Nevills var ekki lengi að þekkja þau aftur.

“Hermione, Hermione Granger”

“Já, það var nú gaman að mæta ykkur hér. Við hittum svo sjaldan vini Neville, er það nokkuð vinur?”

“Ehh, Nei” Neville var orðinn mjög vandræðalegur.

“Eruð þið búin að kaupa skóladótið ykkar elskurnar?” spurði amma Nevilles þau.

“Já við vorum að klára” svöruðuð þau öll í kór. “Þarna eru mamma og pabbi” sagði Ron skindilega og þau kvöddu Neville og ömmu hans og gengu til þeirra.

“Hvað voruð þið að gera” spurði frú Wealsley

“Við hittum Neville og ömmu hans og vorum að tala við þau.”

“Já, Longbottom, það er fín fjölskylda. Hefur alltaf verið réttu megin og barist gegn myrku öflunum, en það fór því miður illa fyrir ungu Lonbottom hjónunum” sagði frú Wealsley og dæsti mæðulega.

“Jæja, það er best að halda af stað heimleiðis” sagði frú Wealsley. “Það er nóg að gera þrátt fyrir að innkaupin séu afstaðin.”

“Já það er rétt” sagði herra Weasley.

“Harry, Hermione sjáið nýju skikkjuna mína! Er hún ekki flott?” Ginny var mjög upp með sér þegar hún sýndi þeim nýju samkvæmisskikkjuna sína.

“Mér finnst hún-“ byrjaði Ron

“Ekki þú segja neitt! Ég var að spurja þau” sagði Ginny reiðilega “það vita allir að þér finnst rautt ekki fallegur litur og þú skalt spara þér ómakið að segja það.”

Allir fóru að skellihlæja

Þegar að þau voru nýkomin í Hreysið kom svört ugla fljúgandi með bréf. Stafirnir voru eiturgrænir, hann tók það úr umslaginu og las……..


Herra Harry Potter

Okkur hefur borist fregnir af því að þú sért slönguhvíslari og þar sem þú hefur náð tilskildum aldri höfum við ákveðið að bjóða þér hér með að ganga í Félag Slönguhvíslara. Við bíðum eftir svari, og sé það játandi muntu fá sendar nánari upplýsingar aftur.

Yðar Silibill Manquake, sonarsonur stofnanda og núverandi stjórnandi Félags Slönguhvíslara.


Cool, Harry var ekki seinn að ákveða sig og sendi strax ugluna með svar:

Ég vil endilega ganga í félag ykkar og tel þetta vera mikinn heiður.
Harry Potter.

Við kvöldverðinn spurði Harry herra Wealsley: “Arthur hvað er Félag slönguhvíslara?”

“Félag Slönguhvíslara, ég hef heyrt talað um það. Enginn nema meðlimur veit hvar og hvenar fundir eru og hvað fer fram á þeim. Þetta eru allt galdramenn sem tala slöngutungu, og flestir ef ekki allir eru þeir réttu megin. Stiðja ekki myrku öflin” bætti hann við þegar hann sá spurnarsvipinn á Harry.

“Jahá”

“Afhverju spyrðu annars?”

“Ég fékk uglu í dag, mér var boðin innganga.”

“Þú ert ekki að grínast er það? Geriru þér grein fyrir hversu mikill heiður þetta er! Þú skalt vera mjög stoltur Harry”

“Enn hvað þetta var ánægjulegt, til hamingju Harry minn” frú Weasley var ekki sein að óska honum til hamingju með inngönguna.

“Öh, já þakka ykkur báðum fyrir. Ég ætla upp í herbergi, ég er orðinn þreyttur eftir daginn.”

“Já, góða nótt Harry minn”

“Góða nótt Harry”

Þegar að Harry kom aftur upp í herbergi beið hans ugla, svarta uglan. Og hún var með þykkt bréf sem skrifað var á með grænum stöfum, það var komið bréf frá Félagi Slönguhvíslara…..



Jæja, hvernig finnst ykkur?