Ég veit að sumt er tekið BEINT úr bókinni en … hér er ritgerðin:

INNGANGUR
Harry Potter og viskusteinninn


Harry Potter og viskusteinninn var gefinn út í Bretlandi 1997 og fékk virtustu barnabókaverðlaun Breta 1998 og 1999. Hún fékk líka Smarties Gold verðlaun
Breta 1997. Bókin var gefin út hér á Íslandi af Bjarti í frábærri þýðingu Helgu Haraldsdóttur árið 1999. Bókin er 263 bls. og í henni eru engar myndir sem margir eru sammála um að sé gott því að myndirnar myndu skemma ímynd
okkar á hlutunum.
Harry Potter er skilinn eftir á tröppunum á Runnaflöt 4 þegar hann er á fyrsta ári, sömu nótt og foreldrar hans eru drepnir af hinum illa Voldemort. Á Runnaflöt 4 búa Dursley-hjónin og þau eiga soninn Dudley sem er jafngamall Harry. Þau vita að Harry er galdramaður en vilja ekki að Harry viti það og þau vilja alls ekki leyfa honum að fara í Hogwarts – skóla galdra og seiða. Dag einn fær Harry bréf segir að hann eigi að koma í Hogwarts en Vernon Dursley passar að Harry nái ekki að lesa þau. Á endanum koma svo mörg bréf að Vernon gefst upp og fer með þau á klett út á hafi. Um nóttina kemur þurs að nafni Rubeus Hagrid með bréfið til Harrys og loksins fær Harry tækifæri til að lesa það. Svo fer hann í Hogwarts og kynnist þar mörgum, góðum og vondum. Í lok skólans lendir Harry svo í ævintýri sem hann mun örugglega aldrei gleyma.


MEGINMÁL
Harry James Potter er svarthærður og beinaber strákur sem er lítill eftir aldri. Hann hefur ekki hugmynd um að hann hafi millinafn en það á væntanlega eftir að skýrast í seinni bókunum. Hann býr heima hjá stjúpforeldrum en honum líður ekki eins og Runnaflöt 4 sé alvöru heimilið hans. Eins og áður sagði vissi Harry ekki að hann væri galdramaður fyrr en Rubeus Hagrid, skógarvörður í Hogwartsskóla kom með bréf til hans. Hagrid, stór og breiður og eiginlega óleyfilega stór, var rekinn á þriðja ári fyrir eitthvað sem hann í rauninni gerði ekki. Um það fjallar bók tvö, Harry Potter og leyniklefinn.
Þegar Harry fer í Hogwartsskóla þá loksins finnur hann það sem að hann myndi kalla heimili. “Heimilið” hans er Gryffindor-turninn og vinirnir eru fjölskyldan. Í lestinni á leiðinni í skólann kynnist hann Ron Weasley, rauðhærðum og slánalegum strák. Ron hlakkar ekkert sérstaklega til að byrja í skólanum vegna þess að allir búast við því að honum gangi vel, þ.e.a.s. allir búast við því nema hann. Elsti bróðir hans, Bill, var efstur í sínum bekk. Charlie, næst elsti bróðir Rons, var fyrirliði Quidditchliðsins, Percy bróðir hans er umsjónarmaður og tvíburabræður hans, Fred og George fá alltaf frábærar einkunnir. Þeir Harry og Ron verða strax góðir vinir og lenda í ýmsu saman. Í lestinni kynnist Harry líka Hermione Granger. Hermione er frekar stjórnsöm og gáfuð og hún er algjör bókaormur. Það fyrsta sem hún segir við Harry og Ron er að hún hafi að sjálfsögðu lært allar bækurnar utan að og það er þess vegna sem Harry og Ron líkar í fyrstu ekkert sérstaklega vel við hana.
Á Hrekkjavökunni er trölli hleypt inn í skólann og saman berjast Harry, Ron og Hermione gegn því og þannig atvikast það að þau verða vinir.
Harry hélt þegar hann bjó hjá Dursleyfjölskyldunni að honum myndi aldrei líka verr við neinn en Dudley en það var áður en hann kynntist Draco Malfoy. Draco, ljóshærður og meinfýsinn strákur, er af svo kallaðri galdramannaætt og hann hefur óbeit á öllum sem koma úr Muggafjölskyldum, sem margir illgjarnir galdramenn kalla blóðníðin og það er það sem Draco kallar Hermione sem er einmitt úr Muggafjölskyldu.
Sagan, sem gerist að mestu leyti í Hogwarts, er spennu og ævintýra saga.
Hogwarts er kastali sem var byggður af fjórum mestu galdramönnum allra tíma: Godric Gryffindor, Helgu Hufflepuff, Rowenu Ravenclaw og Salazar Slytherin. Heimavistirnar í skólanum heita eftir þeim. Gryffindor valdi í sína heimavist þá hugrökku, Hufflepuff valdi þá iðnu, Ravenclaw valdi þá vel gefnu og Slytherin þá metnaðargjörnu. Heimavistirnar hafa líka sérstakt skjaldarmerki. Gryffindor valdi ljónið vegna hugrekkis þess, Hufflepuff greifingjan vegna þess hve iðinn hann er, Ravenclaw valdi örninn vegna þess hve klókur hann er og Slytherin valdi slöngu vegna þess að hún er svo lævís og líka vegna þess að hann talaði slöngutungu, sem sagt gat talað við slöngur. Harry lenti í Gryffindorvistinni ásamt Ron, en það veldur honum hugarangri að flokkunarhatturinn, gamall og fornfálegur hattur, vildi láta hann í Slytherin. Flestir sem fara í Slytherin útskrifast sem vondir galdramenn, ekki lélegir heldur vondir. Heimavistirnar hafa líka hver sína liti en ekki af neinni sérstakri ástæðu held ég.
Í Hogwarts eru hundrað fjörtíu og tveir stigar. Sumir voru breiðir og bogadregnir, aðrir mjóir og hrörlegir. Nokkrir þeirra lágu í mismunandi áttir eftir því hvaða vikudagur er og á öðrum voru sumar tröppurnar horfnar og þá þurfa þau að muna eftir því að stökkva yfir. Svo eru líka dyr sem vilja ekki opnast nema þær væru beðnar kurteisislega eða kitlaðar á nákvæmlega réttum stöðum og enn aðrar sem voru ekki alvöru dyr heldur þykkir veggir í dulbúningi. Það er líka mjög erfitt að muna staðsetningu hluta því að þeir virðast vera á sífelldri hreyfingu. Fólkið á málverkunum er í stöðugum heimsóknum hjá hvert öðru og Harry er viss um að herklæðin gátu gengið um eins og þau vildu. Sum málverk eru líka inngangur að leynilegum klefum, herbergjum, stofum eða sölum. Inngangurinn að Gryffindorvistinni er til dæmis málverk af feitri konu í bleikum kjól. Harry, Ron og Hermione lenda í Gryffindor, þar sem allir meðlimir Weasleyfjölskyldunnar voru eða eru og þar sem skólastjórinn prófessor Albus Dumledore var í á sínum tíma. Engum finnst samt skrýtið að Draco Malfoy skuli lenda á Slytherinvistinni vegna þess að öll fjölskyldan hans var þar. Slytherin er líka heimavistin sem Voldemort var í á sínum tíma.
Að sjálfsögðu eru kennslustundirnar líka öðruvísi en í venjulegum skólum. Í Hogwarts er til dæmis kennd ummyndun, töfradrykkjagerð, töfrabrögð, jurtafræði, stjörnufræði og saga galdranna og svona mætti lengi telja. Fyrsta árs nemum er líka kennt að fljúga og eftir fyrsta flugtímann er Harry kominn í Quidditchlið Gryffindors.
Quidditch er íþrótt galdramanna, leikin á kústum. Það eru sjö leikmenn, einn gæslumaður, tveir varnarmenn, þrír sóknarmenn og einn leitari. Sóknarmennirnir
reyna að koma tromlunni, sem gefur 10 stig, í mark. Við sinn hvorn enda Quidditch vallarins eru þrír gullnir stólpar með hringjum á endunum, líkt og þeir sem við notum til að blása sápukúlunum í gegnum nema þessir voru sautján metra háir og það eru mörkin. Gæslumaðurinn er markvörður og í langflestum tilfellum fyrirliði liðsins. Hann þarf bara að sveima á milli mark stanganna og reyna að koma í veg fyrir að andstæðingarnir skori. Varnarmenn eru með kylfur til að halda svo kölluðum roturum í skefjum. Rotari er svartur bolti sem þeytist um og reynir að slá leikmenn af kústunum. Mikilvægasti leikmaðurinn er án efa leitarinn. Það sem að hann á að gera er að reyna að ná í gullnu eldinguna, sem gefur 150 stig og endar alltaf leikinn, lítinn gullitaðann bolta sem fer rosalega hratt, eiginlega svo hratt að það er næstum ómögulegt að sjá hana. Sá leitari sem nær eldingunni tryggir næstum alltaf því liði sigurinn. Það eru til margs konar kústar til að fljúga á í Quidditch, sá besti heitir Nimbus 2000.

Eins og venjulegt fólk eru galdramenn með ráðuneyti og alls konar dagblöð og teiknimyndablöð. Mest lesnu dagblöðin heita Spámannstíðindi og Nýtt Nornalíf og mjög vinsælt teiknimynda blað fjallar um Ævintýri Martins Migg, Muggans bandóða.
Muggar eru venjulegt fólk sem kann ekkert að galdra og má alls ekki vita um að galdramenn séu til, til þess er einmitt galdramálaráðuneytið. Í galdramálaráðuneytinu er líka stofnun sem hefur eftirlit og stjórnun með galdraskepnum og Muggum. Muggar mega nefninlega alls ekki vita um galdrastarfsemi því að þá myndu allir heimta galdralausnir á öllum sínum vandamálum.


LOKAORÐ:
Bókin hefur flest það sem barnabók ætti að hafa. Hún er allt í senn fyndin, skemmtileg og spennandi. Heimur bókarinnar er öðruvísi og spennunni er haldið fram á síðustu blaðsíðu. Svo er söguefnið sígilt; barátta góðs og ills, þannig að það er ekki skrítið að allir vilja lesa Harry Potter, gamlir og ungir. Harry Potter er fyrir alla, konur og karla!