6. árið 3. kafli MEÐ SPOILERUM
****ATH******Í þessum áhugaspuna geta komið fram spoilerar úr 5 bókinni, er búin með hana. Bíðið frekar með að lesa þetta þangað til þið getið klárað bókina. (annaðhvort að lesa hana á ensku eða bíða með þessa fram til nóvember, mæli með seinni kostinum.) Þessi saga er skrifuð fyrir 6. ár Harry í Hogwarts.
kafli 1: http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16331364
Ka fli 2: http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16331595
(e kki linkar.)
Lesendur athugið. Til þæginda bæði fyrir höfundinn og ykkur lesendur verða öll samtöl aðkomufólksins skrifuð á réttri íslensku.

Þegar Dumbledore birtist í arninum í Stóra salnum voru engin ljós kveikt, og inni var jökulkalt. “Lumos”, muldraði Dumbledore, það brakaði í sprotanum hans þegar ljós kviknaði á sprotaendanum. Brakið var það hátt að húsálfur sem svaf á bekk inní Stóra salnum hrökk við og datt á gólfið. En svo sofnaði hann strax aftur. Dumbledore labbaði þvert yfir tóman salinn. Þessi salur var mikið stærri en Stóri salurinn í Hogwarts, en kannski virtist það bara vera þannig vegna þess að öll borðin voru horfin. En að vísu varð Dumbledore að viðurkenna að Durmstrang var miklu stærri skóli, enda kenndu þeir öllum galdramönnum Austur-Evrópu galdralistina. Þeir höfðu nú líka um 10. heimavistir. En núna var hann kominn að opinni hurð. Hún lá um löng göng, Dumbledore hlýtur að hafa gengið í uþb. 5 mínútur þegar hann loks komst inn í stórt herbergi sem leit út fyrir að vera anddyri skólans. Jæja, núna vissi Dumbledore hvar hann var staddur. Hann mundi vel eftir því að hafa fengið mjög hlýjar móttökur hér þegar hann kom á fund Karkaroff að skipuleggja Þrígaldraleikana.

Þegar hann hafði gengið í smá tíma um á þriðju hæð skólans fann hann skrifstofu Próf. Karkaroffs. Dumbledore bankaði á dyrnar, og þegar hann heyrði lífsmark koma innan frá opnaði hann hurðina. Skrifstofa Karkaroffs, sem hafði verið svo glæsilega skreytt seinast þegar Dumbledore kom þangað var núna öll fljótandi í pergamentmiðum, svo mikið að varla sást í skrifborðið, né þá manninn sem sat við það, hann hafði varla undan að taka við bréfum frá uglum sem streymdu inn um gluggann í tugatali. Dumbledore beið rólegur þangað til seinasta uglan hafði afhent bréf sitt og flaug út um gluggann. Þá ræskti hann sig hátt og skírt, þannig að manninum bakvið skrifborðið varð mikið um og hoppaði á fætur, straumur af pergamentrúllum rann af borðinu og bæði á gólfið og á manninn sjálfann. “Uhrm… nei, Albus, komdu inn, hva..hrmm..hverju má ég þakka þennan heiður?” sagði Karkaroff vandræðalega þegar hann dustaði ugluskít af skikkjunni sinni. “Hrrmm.. allir að staðfesta komu sína aftur í skólann.”
“Já ég sé það.” sagði Dumbledore og brosti. “En ég er einmitt kominn hingað til þess að ræða við þig um fjóra nemendur skólans. Þau heita Dmitri og Petra Riljankov og Sajel og Olga Federol. Þau eru frændsystkini sem þurftu að flýja heimili sitt þegar foreldrar þeirra voru myrtir. Þau eru í London núna, gista á kránni Þrem kústum. Þau eru hrædd við að fara aftur heim til sín vegna ofsókna sem galdramenn í Síberíu hafa orðið fyrir, það voru Muggar sem stýrt var með Stýribölvuninni sem lögðu heimili þeirra í rúst og drápu foreldra þeirra. Þú ættir að þekkja þau, það voru þau Viktor og Liljana Federol og Mikjael Riljankov og kona hans Petra.” Próf. Karkaroff varð þrumu lostinn af skelfingu. “E..en Viktor er..ég meina var frændi minn. Þau öll fjögur tóku mikinn þátt í baráttunni gegn Honum sem ekki má nefna. Algjört hneyksli, þau voru nýbúin að stofna sína eiginn deild af Reglu Fönixins. Settu sig í mikla hættu. G..gæti það hafa verið Dráparar sem drápu þau?” Dumbledore tók aftur til máls. “Það veit ég nú ekki, en þau hafa beðið mig um að taka sig inn í Hogwarts. Strax eftir að ég fékk bréfið frá þeim lagði ég af stað hingað. Ég vil endilega taka þau inn í Hogwarts, en ég varð að koma hingað til þín og spyrja þig álits. Petra hefur ekki hafið nám ennþá, þar er ekkert vandamál, en þar sem Sajel, Olga og Dmitri eru að hefja 6.árið sitt gæti það flækt stöðuna. Hvað finnst þér?” Karkaroff var þögull skamma stund. “Ég veit ekki..aldrei hefur það verið leyft, en aðstæðurnar hljóta að veita undanþágu…” Þannig muldraði hann við sjálfann sig í smá tíma. “Ég held að þetta sé hægt, ég skal kanna málið í kvöld, þú getur verið hérna í nótt. Er það í lagi?”
“Já, ég kem mér bara fyrir hérna á gólfinu.”
“Neinei, ég fæ einn húsálfinn til að búa um þig í herberginu hérna við hliðina.” Sagði hann óðamáll. Og svo kallaði hann á húsálf sem gerði herbergið íbúanlegt fyrir Dumbledore yfir nóttina. Örþreyttur gekk Dumbledore til náða. En í herbergi sínu á Þrem kúsum sváfu líka fjórar aðrar manneskjur, öll dreymdu þau sömu martröðina.

Dumbledore vaknaði snemma um morguninn, hann hafði varla sofið í 5 tíma. Hann stóð í flýti upp og gekk inn á skrifstofu prófessor Karkaroffs. Prófessor Karkaroff gekk um gólf óþolinmóður, sem var mjög erfitt vegna þess að um nóttina höfðu en fleiri uglur komið með bréf, núna var komið botnfylli á gólfið líka. En hann hafði rýmt sér smá pláss til þess eins að ganga um gólf á. Þegar Dumbledore hafði fengið sér sæti við skrifborðið skoðaði hann skrifstofuna örlítið betur. Hún var öllu ólík hans eigin skrifstofu, hún var mikið minni, og einungis var uppi eitt málverk þar. Og það hreyfðist ekki. Það var af stofnanda skólans, Dorel Hecke. Á málverkinu sat hann og horfði stýft á Próf. Karkaroff þar sem hann gekk um gólf. En í því sem Dumbledore var að hugsa um ástæðu þess hvers vegna málverkið hreyfðist ekki var bankað á gluggann sem var næstur Próf. Karkaroff. Aftur brá honum við hljóðið, það mikið að hann missteig sig og datt í gólfið. Dumbledore gat ekki annað en brosað, rosalega var Próf. Karkaroff taugaóstyrkur. En núna var hann sestur á gólfið, og las bréf sem uglan hafði rétt honum. Hann las það nokkrum sinnum, andaði svo djúpt, og leit á Dumbledore. “Jæja Albus, það er eins og þú hélst. Ég sendi kunningja mínum uglu, hann á heima ekki skammt frá þeim stað þar sem þau bjuggu, Viktor og Mikjael, og hann staðfesti alla söguna, þau, þau voru drepin af Muggum í æðiskasti, me..með glampa í augunum segir hann. En svo sendi ég líka mínum diggustu kennurum bréf, þau halda þessu öllu leyndu. Þau staðfestu þann grun sem ég hafði fengið. Allt seinasta skólaár var ákveðin hópur krakka alltaf að stríða tvíburunum og Dmitri, þau hæddu þau og ögruðu, sögðu að ef þau færu ekki varlega fengju þau að finna fyrir því. Og núna eru foreldrar þeirra dánir. En þau segja mér líka að þetta ætti ekki að verða erfitt að koma þeim öllum inn í Hogwarts. En við gefum bara þá skýringu að þau eru flutt. Ekkert um foreldra þeirra, þá yrði þetta erfiðara. Ég hef þegar tilkynnt um flutninginn. Far þú núna heim og tilkynntu þeim um það. En farðu fljótt. Og þau meiga ekki hafa nein samskipti heim. Hérna, notaðu arininn minn.” Dumbledore ætlaði að opna munninn til þess að kveðja, en Karkaroff gaf honum merki með augunum að sleppa því. Og að því búnu gekk Dumbledore að arninum, fleygði dufti á hann, logarnir urðu grænir, þá steig hann inn, og örstuttu síðar var hann horfinn.
Prófessor Karkaroff settist aftur við skrifborð sitt, og hóf að gramsa í bréfahrúgunni, en það glitti á tár í augum hans
- MariaKr.