1. Kafli – Uglur og UGLur

Nóttin var hlý. Yfir húsunum við Runnaflöt lá algjört myrkur. Aðeins var ljós í einum glugga. Harry Potter var glaðvakandi. Eins og svo oft áður þetta sumar, gat hann ekki sofnað. Hann sat á rúminu sínu og naut þess að finna hlýja goluna á andlitinu. Hann strauk hendinni yfir svartan spegilinn sem Sirius hafði látið hann fá fyrr á árinu. Hann starði á svart svæðið, þar sem hefði átt að vera spegill, og sagði í lágum hljóðum: „Sirius Black“, þó að hann vissi að það virkaði ekki. Hann hélt áfram að virða fyrir sér auða svæðið. Það leit út eins og svarthol. Ef eitthvað færi inn í það þá kæmi það aldrei til baka. Eða einhver. Harry andvarpaði, stóð upp og lagði spegilinn frá sér á skrifborðið, innan um gömul Spámannstíðindi, skólabækur og bréf.
Þetta sumar hafði verið mun betra en flest önnur sumur. Dursleyfjölskyldan hafði verið talsvert bertri við Harry en áður. Þau áttu hvort sem er bara tvo valkosti; að vera góð við Harry, eða að eiga það á hættu að fá galdramenn til þeirra, en þannig hyski vildu þau helst alveg vera laus við. Þau höfðu því valið illskárri kostinn og reynt að vera eins góð við Harry og þau gætu. Þau höfðu meiraðsegja leyft honum að horfa á sjónvarpið með sér, sem var mjög heppilegt fyrir Harry af því að núna gat hann fylgst með fréttum án þess að þurfa að liggja í blómabeðinu fyrir utan stofugluggann. En þrátt fyrir alla „góðmennsku“ Dursleyfjölskyldurnar, reyndi Harry að vera sem mest út af fyrir sig. Á daginn var hann oftast í bakgarðinum og á kvöldin fór hann á rólóinn sem var við Magnolíugötu. Hann átti enga vini í hverfinu vegna þess að allir krakkarnir voru hræddir við að hann mndi koma með vini sína af „Hæli heilags Brútusar fyrir unga og óforbetranlega glæpamenn“ og ráðast á þau. Harry leit út um gluggann. Hann sá eitthvað fljúga í átt að honum og vissi strax að það var Hedwig, uglan hans. Hún hafði farið fyrir nokkrum dögum með bréf til Rons og Hermione. Hún lenti á skrifborðinu og rétti út fótinn svo að harry gæti losað bréfin, svo fór hún að fá sér vatn úr vatnsdallinum. Harry losaði sundur bréfið frá Ron.

Halló Harry og takk fyrir bréfið. Það er mest búið að vera rólegt síðan
ég skrifaði síðast. Fred og George eru fluttir burt. Þeir fluttu í íbúð fyrir
ofan hrekkjabúðina sína í Skástræti, þannig að nú eru það bara við Ginny
eftir. En þetta er ágætt því við fengum bæði stærri herbergi, ég fékk gamla
herbergið hans Percys og Ginny fékk herbergið sem Fred og George voru í.
Við erum að fara í nr.12 eftir viku, á 30. júlí, og við verðum þar þangað til
að lestin fer. Ég ætla að spyrja pabba hvort að þú megir koma líka.
Ert þú búinn að fá UGLurnar þínar? Ég er ekki búinn að fá mínar, en pabbi segir að þær hljóti að fara að koma. Ég vona bara að ég hafi fallið í Spádómafræði.
Jæja, ég verð að hætta. Ég læt þig vita ef þú mátt koma með.
Allir biðja að heilsa
Ron

Harry brosti, lagði bréfið frá sér og opnaði bréfið frá Hermione.

Hæ Harry, hvað segirðu gott? Ég hef það frábært! Ég er núna í Rússlandi
í heimsókn hjá Viktori. Ég kom þangað fyrir viku og verð þar þangað til
16.ágúst. Það er búið að vera svo gaman hérna. Þú getur varla ýmindað
þér hvað það voru háðar margar svartálfaorustur hérna. Ég vildi að ég
hefði komið hingað áður en ég fór í UGLuprófið í sögu galdranna.
Ég er ekki enþá búin að fá UGLurnar mínar og ég er að farast úr spenningi.
Vona bara að þær komi vel út hjá mér. Jæja, get ekki skrifað meira í bili,
við Viktor erum að fara í fjallgöngu. Sjáumst vonandi fljótlega.

Hermione
Harry lagði bréfið frá sér á skrifborðið og var á leiðinni undir sæng, þegar önnur ugla kom fljúgandi inn um gluggann. Uglan var stór og brún og Harry þekti hana sem skólauglu. Hún rétti fram fótinn svo að Harry gæti losað umslagið, og flaug svo út aftur. Harry opnaði umslagið, tók út fyrra bréfið og las:

Hogwarts- skóli galdra og seiða.

Niðurstöður úr UGLum

Harry James Potter

*Töfrabrögð – VF
Ummyndun – VF
Varnir gegn myrku öflunum – F
Töfradrykkir – F
Umönnun galdraskepna – F
Spádómafræði – H
Stjörnufræði – Á
Saga galdranna – L

Ánægjutilfinning fór um Harry; hann gat orðið skyggnir! Hann tók upp hitt bréfið og sá að það var bókalisti fyrir næsta ár. Hann ákvað að skoða hann seinna. Hann var svo glaður að hann gæti sungið. Hann skreið undir sæng og í eitt af fáum skiptum þetta sumar sofnaði hann.

*VF=Vonum Framar
F=Frábært
H=Hræðilegt
Á=Ásættanlegt
L=Lélegt