((Hér gætu leynst nokkrir SPOILERAR úr fimmtu bókinni.
Þetta er annar hluti úr fan fiction sögunni minni. Fyrsta hlutann má nálgast: <a href=http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=1633224 2>Hér</a>
Takk fyrir.))

Harry gaut augunum á Ron sem endurgalt augnaráðið. Allur bekkurinn virtist standa á öndinni. Harry grunaði þó að það væri út af úliti nýja kennarans frekar en að fólk kannaðist við hana.
Höndin á Hermione skaust snögglega upp í loftið. Cecilia leit á hana. ”Hermine Granger, ekki satt?” sagði hún brosandi og Hermione kinkaði kolli undrandi.
” Prófessor Donahue?” Spurði hún. ”Varst það ekki þú sem varst frægur njósnari hjá ráðuneytinu á sínum tíma?” Cecilia kinkaði kolli.
”Mikið rétt. Ég vann þar um sinn.”
”En…En þú varst talin vera dáin!” Baunaði Neville út úr sér og roðnaði.
Svo virtist sem að margir fleiri vissu um Ceciliu Donahue heldur en bara Ron og Harry.
Cecilia hló mjúklega. ”Það héldu langflestir, herra Longbottom. En í sannleikanum sagt fluttist ég á rólegan stað til að fá smá frið.” Hún brosti. ”En hvernig væri að við helltum okkur í lærdóminn núna.”
Allir drógu upp bækurnar sínar en Cecilia tyllti sér upp á borðið sitt og leit yfir hópinn.
”Ég vil að þið vitið hvað þið munuð læra í tímunum hjá mér í vetur.” Sagði hún og bekkurinn starði þögull á hana. ”Þið munuð læra að verja ykkur gegn alls konar bölvunum og illum meinvættum sem alls staðar eru á sveimi. Eins og þið öll ættuð að vita núna, þá er hinn illi herra kominn aftur á sjónarsvið okkar og í þetta sinn mun hann vera enn grimmari til þess eins að ná takmarki sínu.” Harry fannst eins og augu Ceciliu hvíldu á honum eitt augnablik.
”Gerið ykkar besta í tímum. Ef ekki vegna einkunnanna, þá til verndunar ykkar sjálfra. Og munið, engum er fullkomlega treystandi nú til dags.”
Allur bekkurinn gapti. Cecilia stóð upp og settist aftur niður bakvið skrifborðið.
”Vinsamlegast opnið bækurnar ykkar á fyrstu blaðsíðunni. Við skulum fara saman yfir grunnatriði bókarinnar.”
Tíminn var eldsnöggur að líða og áður en þau vissu hafði bjallan hringt og allir hófu að taka saman. ”Gryffindor fær tíu stig vegna þess hversu dugleg þið hafið verið í dag!” Hrópaði Cecilia og það fór ánægjukliður um hópinn. Harry, Ron, Ariana og Hermione voru seinust til að taka til og ganga út.
”Ertu álfur?” Missti Ron út úr sér þegar þau gengu framhjá Ceciliu og eyrun á honum urðu eldrauð.”Ron!” Sagði Hermione hneyksluð en Cecilia brosti bara.
”Þetta er allt í lagi” Sagði hún og sneri sér að Ron. ”Ég er hálfur álfur. Móðir mín var álfur en faðir minn var galdramaður. Ég fékk eyrun frá henni, eins og þú sérð.”
Hún glotti og ýtti hárlokk frá eins og til að sýna þeim eyrun.
”Váááááá…..” Sögðu bæði Ron og Hermione í einu og störðu á eyrun í aðdáun en Harry og Ariana brostu aðeins til hvors annars í laumi.
Á leiðinni í tvöfaldan ummyndunartíma töluðu Ron og Hermione stöðugt um Donahue.
”Spáiði í því,” Sagði Ron ”við erum með álf sem kennara”
,,Hvað er svona merkilegt við það að hún er álfur?” Sagði Harry. ”Ég meina, það eru bara eyrun sem gera hana öðruvísi en hina kennarana.”
Ron og Hermione störðu á hann. ”Harry?” Sagði Hermione. ”Þú veist það líklegast ekki en þegar Voldemort var uppi áður en…” Hún hikaði en hélt svo áfram. ”Áður en hann missti allan máttinn hafði hann sérstaka andstyffð á álfum sem fengu aðgang að Hogwarts, líkt og þeim sem komu úr muggaættum.” Hún þagnaði en Ron tík við þess í stað. ” Þú-vei…..Voldemort hóf hálfgerða herferð til að útrýma álfum. Og honum tókst það eiginlega. Nærri því öllum ”hreinum” álfum var eytt en restin af þeim flúði land. Núna eru eiginlega bara til hálfir álfar og galdramenn með smá álfablóð í sér.”
Þau gengu inn í kennslustofuna. ” Svo eru það ekki bara eyrun sem gera prófessor Donahue frábrugðna hinum kennurunum” Sagði Hermione þegar þau settust niður.
”Allir álfar hafa sérstaka galdrahæfileika, sem gera þeim kleift að galdra án töfrasprota. Allir þeir sem hafa visst magn af álfablóði í sér geta gert það.”
Allt í einu þögnuðu allir þegar bröndóttur köttur gekk inn í kennslustofuna og stökk upp á kennaraborðið. Hann leit yfir bekkinn sem starði á móti og stökk svo niður í sætið við borðið.Þar tók hann á sig sína réttu mynd sem prófessor McGonagall sem leit yfir hópinn.
”Ég sé á ykkur að þið hafið hitt prófessor Donahue nú þegar” Sagði hún og nokkrir nemendur kinkuðu kolli.
”Þið getið að minnsta kosti verið örugg á því að þið munuð læra eitthvað í ár” Sagði McGonagall og brosti. ”Ólíkt því sem þið lentuð í í fyrra hjá þáverandi kennara ykkar” Bætti hún við og uppskar hlátur hjá öllum nemendunum, jafnvel Ariönu en það var eftir að Hermione útskýrði fyrir henni um hvað var að ræða.

Fyrsti dagurinn var fljótur að líða. Þau fóru í tvöfaldan tíma hjá prófessor Spíru og lauk deginum svo með tvöföldum tíma hjá Hagrid. Hagrid virtist vera í góðu skapi þegar Gryffindor nemarnir mættu á svæðið. Hann veifaði til Harrys en kom þó ekki til hans, enda virtist hann vera að bagsa við eitthvað bakvið kofann sinn.
”Nei sko, hverjir eru mættir. Hinn heilagi Potter með væskilinn og blóðníðinginn í eftirdragi” Drafaði í einhverjum fyrir aftan þau. Þau þurftu ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau sneru sér við. Slytherin nemendurnir voru mættir á svæðið með Draco Malfoy í fararbroddi.
”Haltu þér saman Malfoy” Urgaði í Harry sem greip þéttingsfast um sprotann sinn í skikkjuvasanum.
”Eða hvað?” Svaraði Malfoy, dró upp sprotann sinn og horfði ögrandi á Harry. Slytherin hópurinn hló og brátt voru Crabbe og Goyle komnir fyrir aftan Malfoy.
”Þið ættuð að sjá hvað Hagrid er með fyrir aftan kofann sinn” Sagði Ariana sem skyndilega steig fram og horfði á Harry, Ron og Hermione. Hún hafði greinilega skroppið frá með hinum Gryffindor nemendunum til að kíkja á hvað Hagrid var með í felum. Ariana horfði undarlega á þau og sneri sér við og horfði á Malfoy og Slytherin nemendurnar. Hún brosti til þeirra og Malfoy lét sprotann sinn síga, Harry til mikillar undrunar. ”Sæl. Ég hef ekki séð þig áður. Ég heiti Malfoy, Draco Malfoy.” Hann gekk fram og rétti út hendina. Ariana tók í hendina hans. ”Ég heiti Ariana Carmicheal”
Lengra varð samtal þeirra ekki því að Hagrid gekk fram með undarlega skepnu í eftirdragi.
”Safnist saman, vinsamlegast” Kallaði Hagrid yfir hópinn. ”Þetta…” Sagði hann og benti á veruna brosandi. ”..er Yndisfríður.”
Harry leit á veruna og gat ekki gert neitt annað en að brosa. Þetta var stór vera með búk eins og bangsi en höfuð eins og kú. Yndisfríður, eins og Hagrid kallaði hann, var dökkbrúnn á litinn með hvítum skellum og sat nú við hliðina á Hagrid og át gras.
”Yndisfríður er af tegund sem kallast Elsvar og finnast þeir aðallega í Vestur-Þýskalandi. Ég fékk samt leyfi til að flytja nokkra inn til að kenna ykkur um þá.” Sagði Hagrid og klappaði Yndisfríði á kollinn. ”Elsvar eru vanalega friðsamar verur sem láta allt og alla í friði en um leið og þú gerir eitthvað á hlut eins af Elsvörunum áttu von á því að minnsta kosti einn hópur af þeim ráðist á þig. Elsvarar eru mjög samrýndar verur og standa með þeim sem þeir álíta vera vini sína að eilífu. Jæja, ef að þið viljið klappa honum Yndisfríði hérna þá skuluð þið endilega mynda tvöfalda röð hérna svo honum finnist honum nú ekki vera ógnað.”
Allir flýttu sér að mynda raðir til að komast nálægt Yndisfríði og á meðan Harry og Ron biðu eftir að komast að, spjölluðu þeir saman í hálfum hljóðum.
”Sástu hvernig Malfoy breyttist þegar Ariana kom” hvíslaði Ron. Harry kinkaði kolli og gaut augunum að Ariönu sem stóð aðeins fyrir framan þá með Hermione.
”Ron og Harry?” Sagði Hagrid allt í einu. ”Þið eruð næstir.” Þeir gengu út á grasblettin rólega að Yndisfríði, sem var farinn að ganga um á fjórum fótum í leit að meira grasi. Ron beygði sig niður og reif upp smá gras. ”Hérna, kallinn. Sjáðu grasið sem ég er með handa þér” Sagði hann og rétti út hendina með grasinu. Yndisfríður sneri sér við og þefaði út í loftið. Hann starði á Ron og grasið og gekk svo hægt í áttina til hans.
”Stattu alveg kyrr.” Sagði Hagrid þegar Ron fór að ókyrrast.
Yndisfríður stoppaði nokkur skref frá Ron, teygði fram hálsinn og nartaði í grasið.
”Frábært Ron!” Hrópaði Hagrid og Ron róaðist niður. Honum tókst meira að segja að brosa og þegar Yndisfríður kláraði grasið og fór að sleikja á honum hendina, fór hann að skellihlæja ásamt því að klappa honum á bakið.
”Gryffindor fær fimm stig út af þér Ron” Sagði Hagrid brosandi.
Þegar tímanum lauk átti Ron erfitt með að slíta sig frá Elsvarnum og það var ekki fyrr en Hagrid lofaði Ron að hann mætti heimsækja Yndisfríð þegar hann gekk til Harry og Hermione.
”Kemurðu með?” Sagði Hermione við Ariönu þegar þau ætluðu að labba aftur upp að kastalanum. Ariana stóð við hliðina á Malfoy og var í miðjum samræðum við hann.
”Farið þið bara, ég ætla að tala smá meira við Draco. Ég hitti ykkur í Stóra salnum á eftir.” Hún brosti til þeirra og veifaði og Draco sneri sér aftur að henni með smeðjulegt bros á vör. Harry hugsaði hum þetta alla leið upp í setustofuna. Af hverju varð hún eftir með honum? Malfoy átti ekki skilið að tala við hana. Ekki einu sinni að koma svona nálægt henni. Hann gat varla einbeitt sér og tapaði viljandi fyrir Ron í galdraskák.
”Hvað í ósköpunum er að mér?” Hugsaði Harry og leit út um gluggann. ”Af hverju tek ég þessu svona nærri mér?”
Loksins leið að kvöldmat og Harry rölti með hinum Gryffindor nemendunum niður í sal.
Hann settist niður við borðið sem hlaðið var af mat og skimaði eftir Ariönu. Hún var ekki komin. Harry fékk sér að borða og reyndi að stara á innganginn inn í salinn án þess að það væri of áberandi. Svo gengu þau inn, Ariana og Draco.
Þau virtust bæði skemmta sér konunglega, skellihlæjandi og brosandi. Harry gaut augunum yfir að Slytherin borðinu og sá þar Pansy Parkinson sem horfði á þau afbrýðisfullum augum.
Malfoy og Ariana kvöddust með bros á vör og héldu svo á sitt heimavistarborð. Ariana settist niður hliðina á Hermione og brosti til hennar, Rons og Harrys.
”Hvernig var með Malfoy?” Sagði Ron og hljómaði frekar bitur og svolítið pirraður.
”Mjög gaman.” Sagði Ariana brosandi og virtist ekki hafa tekið eftir tóninum í rödd Rons. ”Hann kynnti mig fyrir nokkrum krökkum úr heimavistinni hans og sýndi mér svo skólann.” Hún leit yfir að Slytherin borðinu þar sem Malfoy sat. ” Hann er virkilega skemmtilegur. Þekkið þið hann vel?” Spurði hún.
Ron ætlaði að fara að segja eitthvað en Harry greip fram í fyrir honum.
”Já, við þekkjum hann vel. Mætti segja að við þekkjum hann of vel.” Sagði hann og náði í eina brauðsneið. ”Þið verðið að afsaka mig, en ég ætla að fara upp í setustofu og læra.” Hann stóð upp og gekk út úr salnum. Hann fór þó upp í svefnsalinn sinn í stað setustofunnar því hann hafði satt best að segja voða lítinn áhuga á að hitta Ariönu í augnablikinu. Hvernig var hægt að segja að Malfoy væri skemmtilegur?
Einhvers staðar á milli þessara hugsanna um Malfoy og Ariönu og þess að læra fyrir ummyndunartíma sofnaði Harry.

((Þriðji hluti kemur eftir verlsunarmannahelgina. ég verð að vinna í því alla helgina þar sem ég verð föst á ættarmóti austur á landi.))