FanFic - Harry og hin mikla íþrótt 1.Kafli - Morgunmaturinn


Harry lág í rúminu sínu í Hogwartskóla og horfði upp í loftið, hann var að hugsa um lifið og tilveruna…..en fyrst og fremst Hogwartskóla, hvað myndi ske eftir að hann hættir í Hogwartsskóla. Honum hafði fundist líf án Hogwartskóla einhvernvegin svo fjarlægt, eins og fjarlæg hugsun sem myndi aldrei verða, en núna var hún að verða að veruleika. Hann var á síðasta ári í skóla galdra og seiða og hann hafði í rauninni enga hugmynd um hvað myndi gerast í framtíðinni, hann vissi ekki hvort hann myndi áfram vera á sama stað og þrír bestu vinir sínir, Ron, Hermione og Draco. Harry hafði verið mesti óvinur Draco þangað til að Móðir og faðir Dracos höfðu verið drepinn af hinum mikla Voldemort vegna óhollustu við sig, eftir það sór Draco að starfa gegn Voldemort hvað sem það kostaði.
Harry hafði séð Draco einn dag grátandi á bókasafninu og Harry gekk varlega að honum og spurði hvað væri að og Draco útskýrði fyrir honum alla söguna og eftir það ákváðu Harry og Draco að sameinast gegn Voldemort. Ron og Hermione héldu fyrst að Harry væri orðinn brjálaður þegar Harry sagði þeim frá Draco og flölskyldu hans en á endanum fyrirgáfu þau Draco fyrir allt það sem hann hafði gert við þau í fortíðinni.

Harry lá bara þarna í rúminu sínu þangað til Neville rumskaði eitthvað í rúminu sínu og vaknaði, þegar hann var að stíga fram úr birtist allt í einu nýja halakartan hans Neville, en hún hafði ekki enn fengið nafn, en Trevor hafði látist árinu áður við mikla sorg Nevilles. Halakartan stökk ofan á höfðið á Neville og Neville brá svo að hann rann kylliflatur á gólfið og vakti þarmeð alla hina strákana í herberginu, Harry flissaði lágt og hann hugsaði með sér að hann ætti örugglega eftir að sakna Neville eftir að hann útskrifaðist úr Hogwartskóla, eins og í rauninni flestra aðra stráka sem hann hafði kynnst þar.

Harry var vakinn af dagdraumum sínum þegar Ron sagði við hann að þeir yrðu að drífa sig ef þeir vildu ekki mæta of seint í morgunmat og útskriftina……

Þegar Harry, Ron, Herminoe og Draco komu inn í stóra salinn var allt út í 7. árs nemendum og foreldrum þeirra. Harry kom auga á Weasly fjölskylduna í mannfjöldanum og benti Ron og Draco á þau, en eftir að Draco svór að ná fram hefndum á Voldemort vildi enginn í fjölskyldu hans neitt með hann hafa og þessvegna hafði Weasly fjölskyldan tekið hann að sér.

Hermione gekk til foreldra sinna en um leið og hún gekk framhjá Slytherin borðinu horfðu allir krakkarinir illkvittnislega á hana en hún var orðin vön því og skipti sér þessvegna ekkert af því.

Allir í salnum settust í sæti sín þegar Dumbledore gekk hægum skrefum inn í salinn en Harry hafði tekið eftir því að Dumbledore hafði elst eitthvað svo hratt síðustu mánuði en hann vildi helst ekki hugsa um það því að hann vonaði bara að Dumbeldore ætti langt eftir af lífinu.

Dumbledore tók til máls en hann talaði ekki lengi því hann sagðist vilja spara öll orð þangað til í útskriftinni seinna um daginn en hann bauð öllum að gjöra svo vel að byrja að borða og allt í einu kom mesti matur sem Harry hafði séð á ævinni á borðið fyrir framan hann og matnum var svo sannarlega vel fagnað en Harry gat ekki annað en hugsað um hvernig Dudley myndi líta út ef hann sæi veislu sem þessa, en hann reyndi ekki að hugsa um Dursley fjölskylduna því honum langaði bara að njóta þess sem eftir var af síðasta deginum í Hogwartsskóla, en þó var tvennt eftir og það var útskriftin og það sem Harry hlakkaði til mest af öllu, og það var síðasti Quiditch leikurinn í skólanum, en þá áttu að mætast í fyrsta sinn tvö úrvalslið skólans, en þannig var það að það voru valinn tvö lið, og í liðunum voru bestu nemendur í Hogwartskóla í Quiditch þetta ár, þó ekki væru margir leikmenn um að velja í hverja stöðu var þetta samt gaman enda myndu allir foreldrar fylgjast með.

Þegar allir voru búnir að borða stóð Dumbledore upp og tilkynnti öllum að fara út á skólalóðina því þar væri búið að undirbúa hátíðarhöld og að lokum myndi verða útskriftin og svo Quiditchleikurinn……..

Endilega kommentið um þetta svo ég geti gert kafla númer 2 betri……
ViktorXZ