Hér er 4.kafli af sögunni minni. Hvernig líkar ykkur?



4.kafli


Þegar að Harry kom uppá ganginn á sjöundu hæð sá hann að þar voru alskonar styttur. Hann fór að drekastyttunni og sló sprotanum sínum tvisvar í tunguna á drekanum. Og viti menn drekinn lyftist upp eitt andartak og Harry sá að á vegnum var hurð. En þá dró einhver hann inn, það var Cho.
Þegar að þau gengu saman hlið við hlið rúmum hálftíma seinna var Harry glaðari en hann hafði verið lengi. Hann gat ekki hætt að hugsa um að hann og Cho höfðu átt sinn fyrsta leynilega ástarfund.
Svona gekk þetta í rúman mánuð. Kennslustundirnar hjá Snape voru voru hræðilegar, hjá pr. Spíru voru þær………eins og venjulega, hjá Hagrid voru tímarnir fræðandi og skemmtilegir og hjá Circe voru þeir spennandi og svo mátti áfram telja. Svo áttu Harry og Cho leynilega ástarfundi út um allan kastala öðru hvoru, þar sem þau töluðu í einrúmi……..og fleira.

Svo skeði það, eitthvað spennandi. Það byrjaði um miðja nótt, Harry dreymdi ekki svo vel. Hann og Cho voru stödd úti í skógi og þau hlupu. Eitthvað var á eftir þeim, og það nálgaðist. Harry heyrði skerandi hlátur og hann logsveið í ennið, en hann slepti ekki Cho. Þá, þá sá hann eitthvað gyllt. Það var eynhyrningur. Gylltur einyrningur! Þau stukku á bak og svo fundu þau það. Þau flugu! Cho sat fyrir framan Harry og hann hélt verndandi utan um hana meðan að þau svifu þarna og bar við fölbleikan mánann. Einhyrningurinn lenti í skógarjaðrinu og hleypti þeim af baki. Harry leit framan í einhyrninginn til að þakka honum fyrir, og þá sá hann það. Svo mikla sorg að Harry fann til og ósk um hjálp. Allt það las hann úr augnaráðinu. Hann vissi hvernig hann átti að orða það. Ó þögullar sálar.

***

Harry hrökk upp. Hann var lengi að sofna aftur. Daginn eftir var fyrsti Quidditch-leikurinn, Gryffindor-Slytherin. Gryffindor vann með 170 stiga mun. Það kvöld hittust Harry og Cho í mannlausri kennslustofu, og það var komið að þeim.

“Harry Potter, Cho Chang! Nú er ég hneyksluð. Þið sitjið hér og talið saman og klukkan er rúmlega miðnætti. 25 stig missir hvort ykkar. Komið þið niður á skrifstofu til mín.”

Þau mættust dyrunum.

“Luu! Thi! Hvað eruð þið að gera hér?” Cho hljómaði mjög æst.

“Við tókum eftir að þú hvarfst annað slagið á kvöldin. Eða okkur var sagt það” sagði Luu. “Og við ákváðum að elta þig næst þegar að þú færir. En þá mættum við prófessor Circe á ganginum” bætti Thi við.”

“Setjist!!” þau voru komin á skrifstofu pr.Circe
“Ég ætla ekki að sourja hvað þið tvö voruð að gera. Því ég tel mig vita það, ég var líka eitt sinn ung” en þið sitjið öll eftir annað kvöld. Þetta verður þún önnur ferð í skóginn, Harry Potter.”

“Í skóginn!!! Þ-þið getið ekki sent okkur í s-skóginn. Það er hættulegt!” Cho var skjálfrödduð og fékk svo móðursýkiskast og grét á endanum með þungum ekki upp við öxlina á Harry. Systur hennar horfðu undrandi á hana.
Næsti dagur var fljótur að líða og rétt fyrir miðnætti gengu fjórmeningarnir ásamt Filch í átt til skógar.